Ákærði játaði háttsemina en hann hafði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Var hann dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi.
Fram kemur í dómi héraðsdóms Reykjaness að ekkert liggi fyrir um hvort ákærði hafi staðið að skipulagningu eða fjármögnun brotsins og virðist hafa flutt efnin til landsins gegn greiðslu. Fallist var á upptökukröfu ákæruvalds og ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað.
Í mars á þessu ári var 34 ára pólskur karlmaður dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæplega tvö þúsund OxyContin töflum. Maðurinn flúði hins vegar land áður en málið var þingfest fyrir dómi en hann hafði flutt töflurnar inn frá Kaowice í Póllandi.