Innlent

Guðrún Ása nýr aðstoðarmaður Willums

Bjarki Sigurðsson skrifar
Guðrún Ása Björnsdóttir, nýr aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.
Guðrún Ása Björnsdóttir, nýr aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Landspítalinn

Guðrún Ása Björnsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.

Guðrún Ása er með BS-gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands, MB ChB-gráðu í læknisfræði frá Warwick-háskóla í Bretlandi og er nú í doktorsnámi í læknisfræði við Háskóla Íslands.

Hún hefur víðtæka starfsreynslu innan heilbrigðiskerfisins en samhliða störfum sínum sem læknir hefur hún sinnt rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands.

Þá hefur Guðrún starfað sem formaður Félags almennra lækna, sat í stjórn Læknafélags Íslands og var í útgáfustjórn Læknablaðsins árin 2018-2020. Hún sat í læknaráði Landspítalans árin 2017-2020.

Guðrún sat í samninganefnd Læknafélags Íslands árin 2019-2021 og tók nýlega við sem formaður nefndarinnar. Hún mun láta af þeim störfum í kjölfar ráðningarinnar.

Guðrún er gift Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og eiga þau saman fjögur börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×