Innlent

Þyrla Lands­helgis­gæslunnar náði manni úr sjónum við Reynis­fjöru

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 17:00 og var búin að ná manninum úr sjónum um klukkustund síðar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 17:00 og var búin að ná manninum úr sjónum um klukkustund síðar. Vísir/Friðrik Þór

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um fimmleytið í dag þar sem erlendur ferðamaður hafði lent í sjónum við Reynisfjöru. Þyrlan kom á vettvang tæpri klukkustund síðar og náði manninum úr sjónum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Maðurinn var á ferð með eiginkonu sinni í stærri hópi í skipulagðri ferð. Björgunarsveitir á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum voru kallaðar út vegna slyssins auk viðbragðshópa sjúkraflutningamanna og lögreglu.

Einnig kemur fram í tilkynningu lögreglunnar að verið sé að kalla eftir aðstoð áfallateymis Rauða krossins til að hlúa að fólki úr hópnum.

Rannsókn slyssins og á tildrögum þess er hafin en að sögn Odds Árnasonar hjá lögreglunnar á Suðurlandi er ekki að vænta frekari upplýsinga af málinu fyrr en á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×