Steph Curry allt í öllu er Stríðsmennirnir jöfnuðu metin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 09:31 Stephen Curry var sjóðandi heitur í nótt. Elsa/Getty Images Stephen Curry átti sannkallaðan stórleik fyrir Golden State Warriors er liðið vann tíu stiga sigur gegn Boston Celtics í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt, 107-97. Curry skoraði 43 stig fyrir Stríðsmennina og staðan í einvíginu er nú 2-2. Leikur næturinnar var jafn og spennandi frá upphafi til enda, enda ekki við öðru að búast þegar komið er í fjórða leik úrslitaeinvígisins. Liðin skiptust á forystunni ellefu sinnum og tíu sinnum var jafnt í leiknum. Heimamenn frá Boston byrjuðu betur og náðu sjö stiga forskoti í upphafi leiks, en leiddu aðeins með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta. Áfram ríkti jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta, en heimamenn virtust þó hálfu skrefi á undan og leiddu með fimm stigum þegar hálfleiksflautið gall, staðan 54-49, Boston Celtics í vil. 5 point game at the half in Game 4!@warriors 49 | @celtics 54 Halftime on ABC#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/AM1KymFxoj— NBA (@NBA) June 11, 2022 Ef einhverjir vonuðust eftir því að Boston-liðið myndi hefja síðari hálfleikinn á því að setja niður nokkur auðveld stig og byggja upp örugga forystu þá slökktu gestirnir ansi fljótt í þeim vonum. Stríðsmennirnir settu niður fyrstu fimm stig hálfleiksins á fyrstu 40 sekúndunum og jöfnuðu leikinn. Sama jafnræði og í fyrri hálfleik ríkti með liðunum og munurinn í þriðja leikhluta varð aldrei meiri en sex stig. Þegar þriðja leikhluta lauk og komið var að lokaleikhlutanum var munurinn eitt stig, staðan 79-78, Golden State í vil. Boston-liðið náði fjögurra stiga forskoti í stöðunni 94-90 þegar rétt rúma fimm mínútur voru til leiksloka. Þá tóku gestirnir við sér og skoruðu tíu stig í röð. Stríðsmennirnir leiddu því með sex stigum þegar rúmlega ein og hálf mínúta var eftir á klukkunni. Það forskot létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum tíu stiga sigur, 107-97. Staðan í einvíginu er því orðin jöfn á ný, 2-2, en vinna þarf fjóra leiki til að tryggja sér NBA-titilinn. Stephen Curry hugs his mom after his 43-point performance in Game 4! #DubNation pic.twitter.com/iekuaIOTT2— NBA (@NBA) June 11, 2022 Stephen Curry var sem áður segir allt í öllu í liði Golden State. Hann skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Þá átti Andrew Wiggins einnig góðan dag í liði Golden State, en hann skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Í liði Boston Celtics var Jayson Tatum atkvæðamestur með 23 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Næstur kom Jaylen Brown með 21 stig. What a performance by Stephen Curry!💦 43 PTS💦 10 REB💦 7 3PM💦 #DubNation tie the #NBAFinals at 2-2#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/73pdK0b6s3— NBA (@NBA) June 11, 2022 Fimmti leikur liðanna fer fram á aðfaranótt þriðjudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00:30 eftir miðnætti, en flautað verður til leiks um hálftíma síðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Leikur næturinnar var jafn og spennandi frá upphafi til enda, enda ekki við öðru að búast þegar komið er í fjórða leik úrslitaeinvígisins. Liðin skiptust á forystunni ellefu sinnum og tíu sinnum var jafnt í leiknum. Heimamenn frá Boston byrjuðu betur og náðu sjö stiga forskoti í upphafi leiks, en leiddu aðeins með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta. Áfram ríkti jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta, en heimamenn virtust þó hálfu skrefi á undan og leiddu með fimm stigum þegar hálfleiksflautið gall, staðan 54-49, Boston Celtics í vil. 5 point game at the half in Game 4!@warriors 49 | @celtics 54 Halftime on ABC#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/AM1KymFxoj— NBA (@NBA) June 11, 2022 Ef einhverjir vonuðust eftir því að Boston-liðið myndi hefja síðari hálfleikinn á því að setja niður nokkur auðveld stig og byggja upp örugga forystu þá slökktu gestirnir ansi fljótt í þeim vonum. Stríðsmennirnir settu niður fyrstu fimm stig hálfleiksins á fyrstu 40 sekúndunum og jöfnuðu leikinn. Sama jafnræði og í fyrri hálfleik ríkti með liðunum og munurinn í þriðja leikhluta varð aldrei meiri en sex stig. Þegar þriðja leikhluta lauk og komið var að lokaleikhlutanum var munurinn eitt stig, staðan 79-78, Golden State í vil. Boston-liðið náði fjögurra stiga forskoti í stöðunni 94-90 þegar rétt rúma fimm mínútur voru til leiksloka. Þá tóku gestirnir við sér og skoruðu tíu stig í röð. Stríðsmennirnir leiddu því með sex stigum þegar rúmlega ein og hálf mínúta var eftir á klukkunni. Það forskot létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum tíu stiga sigur, 107-97. Staðan í einvíginu er því orðin jöfn á ný, 2-2, en vinna þarf fjóra leiki til að tryggja sér NBA-titilinn. Stephen Curry hugs his mom after his 43-point performance in Game 4! #DubNation pic.twitter.com/iekuaIOTT2— NBA (@NBA) June 11, 2022 Stephen Curry var sem áður segir allt í öllu í liði Golden State. Hann skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Þá átti Andrew Wiggins einnig góðan dag í liði Golden State, en hann skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Í liði Boston Celtics var Jayson Tatum atkvæðamestur með 23 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Næstur kom Jaylen Brown með 21 stig. What a performance by Stephen Curry!💦 43 PTS💦 10 REB💦 7 3PM💦 #DubNation tie the #NBAFinals at 2-2#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/73pdK0b6s3— NBA (@NBA) June 11, 2022 Fimmti leikur liðanna fer fram á aðfaranótt þriðjudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00:30 eftir miðnætti, en flautað verður til leiks um hálftíma síðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira