RAX ferðaðist um mannlausa þjóðvegi, hitti fólk sem missti heilsu og ástvini, en myndaði líka sögur fólks sem lifði af og náði sér. Í lokaþætti þessarar þáttaraðar af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn sögurnar á bak við nokkrar einstakar myndir frá faraldrinum
Þáttinn Sögur úr Covid má sjá á spilaranum hér fyrir neðan.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.