Innlent

Lokaðist inni á veitingastað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan var á ferðinni í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan var á ferðinni í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, og talsvert um ölvun í miðborg Reykjavíkur.

Þannig má lesa úr dagbók lögreglunnar að klukkan hálf fimm í nótt hafi hún fengið útkall um að ofurölvi einstaklingur væri inni á veitingastað í miðborginni.

Veitingastaðnum hafði hins vegar verið lokað klukkan tvö um nóttina. Hefur viðkomandi því hafst við inni í lokuðum veitingastaðnum í rúma tvo tíma.

Þá voru afskipti hafð af manni í verslunum í Múlunum. Fékk lögregla tilkynningu um að þar væri maður að hafa í hótunum, vopnaður hníf.

Lögregla mætti á staðinn og er maðurinn grunaður um vörslu fíkniefna. Lagt var hald á bæði hnífinn og efnin.

Þá var nokkuð um að lögregla kæmi dyravörðum í miðborginni til aðstoðar vegna ölvunar öldurhúsagesta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×