Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Árni Sæberg skrifar 12. júní 2022 21:42 Hildur Sverrisdóttir hefur fengið þingmenn úr öllum flokkum með sér í lið. Margrét Seema Takyar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi, um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að fella brott ýmis hlutlæg skilyrði núgildandi laga um notkun fósturvísa og kynfruma. Í núgildandi lögum er það fortakslaust skilyrði að báðir einstaklingar sem lagt hafa til kynfrumur við gerð fósturvísis þurfi að vera lifandi þegar vísirinn er notaður við tæknifrjóvgun. Íris Birgisdóttir lýsti reynslu sinni af lögunum í átakanlegu viðtali í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein á dögunum. Hún sagði frá því að hún hafi verið ólétt að fyrsta barni þeirra Kolbeins Einarssonar, eiginmanns hennar, þegar hann greindist með alvarlegt krabbamein. Þá ákváðu þau að leggja kynfrumur Kolbeins inn í banka hjá Livio, enda vildu þau eignast fleiri börn og geta gefið dóttur sinni, sem Íris var ólétt að, systkini í framtíðinni. Í ferlinu hjá Livio var þeim hins vegar tjáð að kynfrumur Kolbeins fylgdu honum, ef hann andaðist yrði frumunum eytt. Svo fór að Kolbeinn lést af krabbameininu árið 2019 og kynfrumunum eytt í kjölfarið. Frumvarpið tryggi algjört samningsfrelsi Hildur segir gríðarlega mikilvægt að breyta núgildandi löggjöf á þann veg að aðstæður á borð við þær sem Íris og Kolbeinn lentu í komi aldrei upp aftur. Það sé hægt með því að breyta hlutlægum skilyrðum laganna um hjónaband eða sambúð og veita fólki sem vill eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar algjört samningsfrelsi. „Það sem gerist með því að aftengja þessa sambúðarkröfu, þá sjálfkrafa verður samningsfrelsi um hvernig fólk vill haga þessum atriðum. Vegna þess að það eru svo mörg atriði sem hanga saman við sambúðarformið, varðandi andlát og skilnað og framvegis, um leið og þú tekur það út þá raknar það allt upp. Þá er það bara sett í hendur fólks hvernig það vill haga þessu,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Það sem mér finnst mikilvægast í því er að svona ofboðslega hrikalegar aðstæður munu aldrei koma fyrir aftur,“ bætir hún við og vísar til máls þeirra Írisar og Kolbeins. Þrátt fyrir að þingmenn úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi mæli fyrir frumvarpinu ásamt Hildi fær það ekki efnislega meðferð á þessu þingi. Hildur er þó hvergi af baki dottin. „Ég verð mætt strax í haust og legg þetta aftur fram og vona að það nái fram að ganga á nýju þingi,“ segir hún. Heilbrigðismál Alþingi Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Frjósemi Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi, um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að fella brott ýmis hlutlæg skilyrði núgildandi laga um notkun fósturvísa og kynfruma. Í núgildandi lögum er það fortakslaust skilyrði að báðir einstaklingar sem lagt hafa til kynfrumur við gerð fósturvísis þurfi að vera lifandi þegar vísirinn er notaður við tæknifrjóvgun. Íris Birgisdóttir lýsti reynslu sinni af lögunum í átakanlegu viðtali í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein á dögunum. Hún sagði frá því að hún hafi verið ólétt að fyrsta barni þeirra Kolbeins Einarssonar, eiginmanns hennar, þegar hann greindist með alvarlegt krabbamein. Þá ákváðu þau að leggja kynfrumur Kolbeins inn í banka hjá Livio, enda vildu þau eignast fleiri börn og geta gefið dóttur sinni, sem Íris var ólétt að, systkini í framtíðinni. Í ferlinu hjá Livio var þeim hins vegar tjáð að kynfrumur Kolbeins fylgdu honum, ef hann andaðist yrði frumunum eytt. Svo fór að Kolbeinn lést af krabbameininu árið 2019 og kynfrumunum eytt í kjölfarið. Frumvarpið tryggi algjört samningsfrelsi Hildur segir gríðarlega mikilvægt að breyta núgildandi löggjöf á þann veg að aðstæður á borð við þær sem Íris og Kolbeinn lentu í komi aldrei upp aftur. Það sé hægt með því að breyta hlutlægum skilyrðum laganna um hjónaband eða sambúð og veita fólki sem vill eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar algjört samningsfrelsi. „Það sem gerist með því að aftengja þessa sambúðarkröfu, þá sjálfkrafa verður samningsfrelsi um hvernig fólk vill haga þessum atriðum. Vegna þess að það eru svo mörg atriði sem hanga saman við sambúðarformið, varðandi andlát og skilnað og framvegis, um leið og þú tekur það út þá raknar það allt upp. Þá er það bara sett í hendur fólks hvernig það vill haga þessu,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Það sem mér finnst mikilvægast í því er að svona ofboðslega hrikalegar aðstæður munu aldrei koma fyrir aftur,“ bætir hún við og vísar til máls þeirra Írisar og Kolbeins. Þrátt fyrir að þingmenn úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi mæli fyrir frumvarpinu ásamt Hildi fær það ekki efnislega meðferð á þessu þingi. Hildur er þó hvergi af baki dottin. „Ég verð mætt strax í haust og legg þetta aftur fram og vona að það nái fram að ganga á nýju þingi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Alþingi Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Frjósemi Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira