Fótbolti

Haaland endurskapaði ljósmynd úr æsku er hann var kynntur til leiks

Valur Páll Eiríksson skrifar
Erling Braut Haaland, endurskapaði þessa mynd úr æsku, er hann var formlega kynntur sem nýr leikmaður Manchester City í dag.
Erling Braut Haaland, endurskapaði þessa mynd úr æsku, er hann var formlega kynntur sem nýr leikmaður Manchester City í dag. Skjáskot

Erling Braut Haaland skrifaði í dag formlega undir sem nýr leikmaður Englandsmeistara Manchester City. Haaland er stuðningsmaður félagsins og fetar í fótspor föður síns sem lék með liðinu frá 2000 til 2003.

„Þetta er dagur mikils stolts fyrir mig og fjölskyldu mína,“ er haft eftir Haaland á heimasíðu Manchester City.

„Ég hef alltaf fylgst með City og hef elskað að gera það undanfarin tímabíl. Það er ekki annað hægt en að dást að leikstíl þeirra, hann er spennandi og þeir skapa mörg marktækifæri, svo ég trúi því að ég sé á réttum stað til að ná markmiðum mínum,“

Haaland er 21 árs og skrifaði undir fimm ára samning við félagið. City hafði þegar kynnt félagsskiptin fyrr í vor en formlega var gengið frá þeim í dag. Haaland kemur á 60 milljónir evra frá Borussia Dortmund.

Haaland fetar í fótspor föður síns, Alf-Inge Haaland, sem var á mála hjá Manchester City frá 2000 til 2003 en þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla af sökum hrottfenginnar tæklingar Roy Keane í grannaslag í Manchester.

Haaland yngri hefur stutt við félagið og fylgst vel með því vegna tengingar föður síns við það. Hann endurgerði mynd af sér í City-treyju úr æsku 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×