Fyrstu gæludýr úkraínskra flóttamanna koma til landsins í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2022 15:08 Úkraínskur maður klappar hundinum sínum í útjaðri Kænugarðs. Mynd tengist frétt ekki beint. Natacha Pisarenko/AP Tekið verður á móti tveimur hundum á nýrri einangrunarstöð Matvælastofnunar á Kjalarnesi í dag. Hundarnir tveir eru fyrstu gæludýrin í eigu flóttafólks frá Úkraínu sem tekið er á móti en von er á fleiri dýrum á komandi vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar í dag. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, veitti undanþágu í mars til að flóttafólk frá Úkraínu gæti tekið á móti gæludýrum sínum að lokinni nauðsynlegri einangrun, bólusetningum og meðhöndlun. Eftir framkvæmdir uppfyllir einangrunarstöðin á Kjalarnesi nú nauðsynleg skilyrði og getur tekið á móti fjórum köttum og 22 hundum. Þegar er búið að gefa út innflutningsleyfi og munu flest dýranna þurfa a.m.k. þriggja mánaða einangrun. Fólk beðið eftir opnun stöðvarinnar Í viðtali Stöðvar 2 við Hrund Hólm, deildarstjóra hjá inn- og útflutningsdeild Matvælastofnunar þann 2. júní síðastliðin kom fram að hátt í 70 einstaklingar höfðu áður haft samband við Matvælastofnun vegna málsins. „Sumt fólk hefur í rauninni bara verið að bíða eftir að þetta opni svo þau geti komið hingað,“ sagði Hrund um opnun einangrunarstöðvarinnar. Þó að fallið hafi verið frá ákveðnum skilyrðum verði ítrustu varúðar áfram gætt, meðal annars með tilliti til hundaæðis sem er víða í Úkraínu. Þá sagði hún það vera gríðarlega mikilvægt að fyrirbyggja að hingað berist smitsjúkdómar og því væri enginn afsláttur gefinn af heilbrigðisskilyrðum. Gæludýraeigendur geti loks átt endurfundi við dýrin sín Í tilkynningunni kemur fram að eftir komu dýranna fari fram ítarleg læknisskoðun innan þriggja daga, sýnatökur og bólusetningar eins og kveðið er á um í reglugerð. Auk þess að sinna fóðrun, þrifum, smitvörnum og eftirliti með heilsufari er einnig mikil áhersla lögð á að starfsfólk stöðvarinnar verji tíma með hverju dýri. „Það er góð tilhugsun að gæludýraeigendur frá Úkraínu geti nú átt endurfundi við dýrin sín eftir þær miklu raunir sem bæði menn og dýr hafa þurft að þola,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Flóttafólk á Íslandi Gæludýr Úkraína Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, veitti undanþágu í mars til að flóttafólk frá Úkraínu gæti tekið á móti gæludýrum sínum að lokinni nauðsynlegri einangrun, bólusetningum og meðhöndlun. Eftir framkvæmdir uppfyllir einangrunarstöðin á Kjalarnesi nú nauðsynleg skilyrði og getur tekið á móti fjórum köttum og 22 hundum. Þegar er búið að gefa út innflutningsleyfi og munu flest dýranna þurfa a.m.k. þriggja mánaða einangrun. Fólk beðið eftir opnun stöðvarinnar Í viðtali Stöðvar 2 við Hrund Hólm, deildarstjóra hjá inn- og útflutningsdeild Matvælastofnunar þann 2. júní síðastliðin kom fram að hátt í 70 einstaklingar höfðu áður haft samband við Matvælastofnun vegna málsins. „Sumt fólk hefur í rauninni bara verið að bíða eftir að þetta opni svo þau geti komið hingað,“ sagði Hrund um opnun einangrunarstöðvarinnar. Þó að fallið hafi verið frá ákveðnum skilyrðum verði ítrustu varúðar áfram gætt, meðal annars með tilliti til hundaæðis sem er víða í Úkraínu. Þá sagði hún það vera gríðarlega mikilvægt að fyrirbyggja að hingað berist smitsjúkdómar og því væri enginn afsláttur gefinn af heilbrigðisskilyrðum. Gæludýraeigendur geti loks átt endurfundi við dýrin sín Í tilkynningunni kemur fram að eftir komu dýranna fari fram ítarleg læknisskoðun innan þriggja daga, sýnatökur og bólusetningar eins og kveðið er á um í reglugerð. Auk þess að sinna fóðrun, þrifum, smitvörnum og eftirliti með heilsufari er einnig mikil áhersla lögð á að starfsfólk stöðvarinnar verji tíma með hverju dýri. „Það er góð tilhugsun að gæludýraeigendur frá Úkraínu geti nú átt endurfundi við dýrin sín eftir þær miklu raunir sem bæði menn og dýr hafa þurft að þola,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Flóttafólk á Íslandi Gæludýr Úkraína Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira