Varamarkvörður Ástrala tryggði sætið á HM í Katar Atli Arason skrifar 13. júní 2022 21:30 Andrew Redmayne kom inn á völlinn fyrir Mathew Ryan á 121. mínútu leiksins og tryggði Ástralíu sæti á HM í Katar. Getty Images Ástralar verða með á HM í Katar í desember eftir sigur á Perú í vítaspyrnukeppni. Það var fátt um fína drætti í leik liðanna. Mikil barátta á öllum svæðum vallarins en lítið um marktækifæri. Slavko Vinčić, dómari leiksins, var í raun sá sem hafði mest að gera í leiknum, að flauta á leikbrot víða um völlinn. Ajdin Hrustic, leikmaður Ástralíu átti hættulegasta marktækifærið í venjulegum leiktíma, á 88. mínútu, en inn vildi boltinn ekki og því þurfti að framlengja. Það var meira af því sama í framlengingunni en Perú fékk tvö færi á tveggja mínúta kafla í síðari hálfleik framlengingar sem bæði fóru forgörðum. Australia 🇦🇺 vs Peru 🇵🇪 will be a “regular fixture” when the World Cup expands to 48 teams in 2026. Expect loads of barren draws.#FIFAWorldCup pic.twitter.com/ubLok3oog2— Eric Njiru (@EricNjiiru) June 13, 2022 Eftir að hvorugu liði tókst að skora á 120 mínútum varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Mesta spennan í leiknum í kvöld var á þeim tímapunkti en það reyndist erfitt að útkljá sigurvegara í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Ástralar unnu vítaspyrnukeppnina 5-4. Rétt fyrir vítaspyrnukeppnina gerðu Ástralar breytingu í markvarðarstöðunni. Matt Ryan fór af velli og varamarkvörðurinn Andrew Redmayne kom inn á. Redmayne reyndist happafengur en hann varði lokaspyrnu frá Alex Valera, leikmanni Perú, í bráðabana til að tryggja Ástralíu sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð. Ástralar fara í D-riðil á HM í Katar með Frakklandi, Danmörk og Túnis. HM 2022 í Katar Ástralía Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Það var fátt um fína drætti í leik liðanna. Mikil barátta á öllum svæðum vallarins en lítið um marktækifæri. Slavko Vinčić, dómari leiksins, var í raun sá sem hafði mest að gera í leiknum, að flauta á leikbrot víða um völlinn. Ajdin Hrustic, leikmaður Ástralíu átti hættulegasta marktækifærið í venjulegum leiktíma, á 88. mínútu, en inn vildi boltinn ekki og því þurfti að framlengja. Það var meira af því sama í framlengingunni en Perú fékk tvö færi á tveggja mínúta kafla í síðari hálfleik framlengingar sem bæði fóru forgörðum. Australia 🇦🇺 vs Peru 🇵🇪 will be a “regular fixture” when the World Cup expands to 48 teams in 2026. Expect loads of barren draws.#FIFAWorldCup pic.twitter.com/ubLok3oog2— Eric Njiru (@EricNjiiru) June 13, 2022 Eftir að hvorugu liði tókst að skora á 120 mínútum varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Mesta spennan í leiknum í kvöld var á þeim tímapunkti en það reyndist erfitt að útkljá sigurvegara í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Ástralar unnu vítaspyrnukeppnina 5-4. Rétt fyrir vítaspyrnukeppnina gerðu Ástralar breytingu í markvarðarstöðunni. Matt Ryan fór af velli og varamarkvörðurinn Andrew Redmayne kom inn á. Redmayne reyndist happafengur en hann varði lokaspyrnu frá Alex Valera, leikmanni Perú, í bráðabana til að tryggja Ástralíu sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð. Ástralar fara í D-riðil á HM í Katar með Frakklandi, Danmörk og Túnis.
HM 2022 í Katar Ástralía Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira