„Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2022 21:49 Sprungur voru í guggum og um alla veggi og virtust myglaðar, að sögn farþega sem þáðu gistinguna. aðsend Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. „Við þurftum að skipta um hótel, þetta var bara horbjóður. Þegar við mættum var úldinn matur fyrir utan hótelið og allt út í flugum í móttökunni og ógeðsleg lykt,“ segir Ásmundur Einarsson, einn farþeganna sem hafði þegið hótelgistinguna. Hann hafði verið í helgarferð í París ásamt kærustu sinni, Grétu Skúladóttur. Úldinn matur tók á móti gestum á hótelinu sem Play útvegaði.aðsend Þegar komið var inn í hótelherbergið mættu þeim pöddur, mygla og vond lykt. „Það voru sprungur í öllum veggjum og gluggakistum sem voru augljóslega rakar og myglaðar, það var eitthvað brúnt og grænt að koma út úr sprungunum. Klósettið var síðan svona hálf stærð af kamri þar sem sturtan var líka,“ segir Gréta. „Ég er alveg hundrað prósent viss um að það hafi verið pöddur í rúminu líka. Við vorum þarna í svona 10 mínútur max, um leið og við löbbuðum inn fórum við strax að leita að öðru hóteli.“ „Mögulega er hentugt að geta sturtað sig á meðan maður er á klósettinu" sögðu strandaglóparnir, en þau voru handviss um að pöddur leyndust í rúminu að auki.aðsend Hverfið sem hótelið er á heitir Montreuil en þau Ásmundur og Gréta segja það ekki hafa verið álitlegt og þau hafi verið hrædd um að vera rænd nokkrum sinnum á meðan stuttri dvöl þeirra stóð. Litlar og lélegar upplýsingar Ásmundur og Gréta áttu bókað flug klukkan tíu að frönskum tíma nú í kvöld en tilkynning um að fluginu yrði aflýst barst þeim klukkan eitt í dag – án neinna viðbótarupplýsinga um hvenær næsta flug yrði. Eftir að hafa gengið lengi á eftir upplýsingum hafi þau loks fengið staðfest að flugið verði klukkan 12:30 á morgun, þriðjudag. „Við fengum síðan sendan link þar sem við gátum valið úr þremur hótelum og völdum bara það sem leit skást út, ég get varla ímyndað mér hvernig hin hótelin eru, myndirnar voru allavega verri en hótelið sem við enduðum á,“ segir parið að lokum en ferðin þeirra til Parísar hafði heppnast vel að öðru leyti. Play hefur komið því á framfæri við fréttastofu að þau harmi atvikið og það sé til skoðunar. Þau bendi á að önnur hótel hafi staðið til boða og Play sé öll af vilja gerð og reyni eftir fremsta megni að hafa glaða farþega. Fréttin hefur verið uppfærð Ferðalög Frakkland Play Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
„Við þurftum að skipta um hótel, þetta var bara horbjóður. Þegar við mættum var úldinn matur fyrir utan hótelið og allt út í flugum í móttökunni og ógeðsleg lykt,“ segir Ásmundur Einarsson, einn farþeganna sem hafði þegið hótelgistinguna. Hann hafði verið í helgarferð í París ásamt kærustu sinni, Grétu Skúladóttur. Úldinn matur tók á móti gestum á hótelinu sem Play útvegaði.aðsend Þegar komið var inn í hótelherbergið mættu þeim pöddur, mygla og vond lykt. „Það voru sprungur í öllum veggjum og gluggakistum sem voru augljóslega rakar og myglaðar, það var eitthvað brúnt og grænt að koma út úr sprungunum. Klósettið var síðan svona hálf stærð af kamri þar sem sturtan var líka,“ segir Gréta. „Ég er alveg hundrað prósent viss um að það hafi verið pöddur í rúminu líka. Við vorum þarna í svona 10 mínútur max, um leið og við löbbuðum inn fórum við strax að leita að öðru hóteli.“ „Mögulega er hentugt að geta sturtað sig á meðan maður er á klósettinu" sögðu strandaglóparnir, en þau voru handviss um að pöddur leyndust í rúminu að auki.aðsend Hverfið sem hótelið er á heitir Montreuil en þau Ásmundur og Gréta segja það ekki hafa verið álitlegt og þau hafi verið hrædd um að vera rænd nokkrum sinnum á meðan stuttri dvöl þeirra stóð. Litlar og lélegar upplýsingar Ásmundur og Gréta áttu bókað flug klukkan tíu að frönskum tíma nú í kvöld en tilkynning um að fluginu yrði aflýst barst þeim klukkan eitt í dag – án neinna viðbótarupplýsinga um hvenær næsta flug yrði. Eftir að hafa gengið lengi á eftir upplýsingum hafi þau loks fengið staðfest að flugið verði klukkan 12:30 á morgun, þriðjudag. „Við fengum síðan sendan link þar sem við gátum valið úr þremur hótelum og völdum bara það sem leit skást út, ég get varla ímyndað mér hvernig hin hótelin eru, myndirnar voru allavega verri en hótelið sem við enduðum á,“ segir parið að lokum en ferðin þeirra til Parísar hafði heppnast vel að öðru leyti. Play hefur komið því á framfæri við fréttastofu að þau harmi atvikið og það sé til skoðunar. Þau bendi á að önnur hótel hafi staðið til boða og Play sé öll af vilja gerð og reyni eftir fremsta megni að hafa glaða farþega. Fréttin hefur verið uppfærð
Ferðalög Frakkland Play Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira