Arnar Þór: Fengum ekki að vita hvaða sjónarhorn VAR notaði Hjörvar Ólafsson skrifar 13. júní 2022 21:50 Arnar Þór VIðarsson var stoltur af lærisveinum sínum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fékk að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að skera úr um að seinna mark ísraelska liðsins í 2-2 jafntefli liðanna í Þjóðadeildinni í kvöld ætti að standa. „Ég er fyrst og fremst afar stoltur af frammistöðu liðsins. Við ákváðum að láta vaða í kvöld og fara með það hugarfari í leikinn að sækja til sigurs. Af þeim sökum var þetta svolítið opið og kaflaskipt," sagði Arnar Þór. „Þeir náðu aðeins of oft að losa pressuna sem við vorum að reyna að setja á þá. Til að mynda í fyrra markinu þar sem þeir ná að komast of auðveldlega upp hægra megin eins og við vissum að þeir vildu gera," sagði þjálfarinn enn fremur. „Hvað seinna markið varðar þá get ég ekki séð af þeim endursýningum sem ég sá að það sé hægt að segja með fullri vissu að boltinn hafi verið inni. Það þarf að vera 100% vissa um að ákvörðunin sé röng til að breyta ákvörðun dómarans og ég skil ekki hvernig þeir gátu gert það í þessu tilviki. Ég fékk hins vegar ekki að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að taka þessa ákvörðun," sagði hann. „Mér fannst frammistaðan í kvöld alveg nógu góð til þess að ná í þrjú stig, eins og í fyrri leikjum í þessari riðlakeppni. Það er stígandi í þessu og mér finnst vera á réttri leið þó að það séu ekki allir sammála," sagði Arnar Þór og glotti. „Við erum komnir með ákveðinn kjarna og erum komnir með ákveðna mynd á okkar sterkasta lið. Svo eigum við sterka leikmenn inni sem verða vonandi með í haust. Við munum taka ákvörðun þegar nær dregur hvaða leikmenn munu spila í A-landsliðinu og hverjir í U-21 árs landsliðinu þegar við spilum á sama tíma," sagði landsliðsþjálfarinn um framhaldið. Í september á næsta ári mun A-landsliðið klára sína leiki í Þjóðadeildinni og gætu spilað úrslitaleik við Albana um sigur í riðlinum. Á sama tíma spilar U-21 árs liðið umspilsleiki um laust sæti í lokakeppni EM 2023. „Það eru 13 leikmenn í hópnum sem spilaði í þessum landsleikjaglugga sem spiluðu í síðustu lokakeppni EM U-21 árs landsliða og þar fyrir utan eru Hákon Arnar og Andri Lucas sem voru að spila í U-17 og U-19 ára landsliðunum á þeim tíma. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hversu mikilvægt það er að leikmenn fái reynslu í lokakeppni en á sama tími er ákveðinn píramídi hjá okkur þar sem A-landsliðið er efst. Við Davíð Snorri munum setjast yfir þetta í rólegheitunum þegar kemur að þessum leikjum," sagði Arnar Þór um komandi haust. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst afar stoltur af frammistöðu liðsins. Við ákváðum að láta vaða í kvöld og fara með það hugarfari í leikinn að sækja til sigurs. Af þeim sökum var þetta svolítið opið og kaflaskipt," sagði Arnar Þór. „Þeir náðu aðeins of oft að losa pressuna sem við vorum að reyna að setja á þá. Til að mynda í fyrra markinu þar sem þeir ná að komast of auðveldlega upp hægra megin eins og við vissum að þeir vildu gera," sagði þjálfarinn enn fremur. „Hvað seinna markið varðar þá get ég ekki séð af þeim endursýningum sem ég sá að það sé hægt að segja með fullri vissu að boltinn hafi verið inni. Það þarf að vera 100% vissa um að ákvörðunin sé röng til að breyta ákvörðun dómarans og ég skil ekki hvernig þeir gátu gert það í þessu tilviki. Ég fékk hins vegar ekki að vita hvaða sjónarhorn var notað til þess að taka þessa ákvörðun," sagði hann. „Mér fannst frammistaðan í kvöld alveg nógu góð til þess að ná í þrjú stig, eins og í fyrri leikjum í þessari riðlakeppni. Það er stígandi í þessu og mér finnst vera á réttri leið þó að það séu ekki allir sammála," sagði Arnar Þór og glotti. „Við erum komnir með ákveðinn kjarna og erum komnir með ákveðna mynd á okkar sterkasta lið. Svo eigum við sterka leikmenn inni sem verða vonandi með í haust. Við munum taka ákvörðun þegar nær dregur hvaða leikmenn munu spila í A-landsliðinu og hverjir í U-21 árs landsliðinu þegar við spilum á sama tíma," sagði landsliðsþjálfarinn um framhaldið. Í september á næsta ári mun A-landsliðið klára sína leiki í Þjóðadeildinni og gætu spilað úrslitaleik við Albana um sigur í riðlinum. Á sama tíma spilar U-21 árs liðið umspilsleiki um laust sæti í lokakeppni EM 2023. „Það eru 13 leikmenn í hópnum sem spilaði í þessum landsleikjaglugga sem spiluðu í síðustu lokakeppni EM U-21 árs landsliða og þar fyrir utan eru Hákon Arnar og Andri Lucas sem voru að spila í U-17 og U-19 ára landsliðunum á þeim tíma. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hversu mikilvægt það er að leikmenn fái reynslu í lokakeppni en á sama tími er ákveðinn píramídi hjá okkur þar sem A-landsliðið er efst. Við Davíð Snorri munum setjast yfir þetta í rólegheitunum þegar kemur að þessum leikjum," sagði Arnar Þór um komandi haust.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira