Vaktin: Segja Pútín enn vilja meira af Úkraínu Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 14. júní 2022 07:27 Bandaríkjamenn telja vonir Pútíns ekki lengur í takt við getu rússneska hersins. AP/Evgeny Biyatov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vill enn ná tökum á meirihluta Úkraínu, ef ekki öllu ríkinu, þá þær áætlanir hafi misheppnast í upphafi innrásar Rússa. Þetta telja Bandaríkjamenn stöðuna en þeir segja ólíklegt að Rússar hafi burði til að ná þessum markmiðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hversveitir Rússlands hafa náð tökum á um 80 prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk. Eins og áður hefur komið fram eru allar brýrnar úr borginni ónýtar en Úkraínumenn segjast enn reyna að flytja óbreytta og særða borgara á brott, þó það sé erfitt. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að barátta Úkraínumanna og Rússa um Donbas-hérað sé sú grimmilegasta í sögu Evrópu. Hann segir að mannfall Úkraínu í baráttunni sé gríðarlegt. Úkraínsk yfirvöld sögðu í gær að önnur fjöldagröf með óbreyttum borgurum hafi fundist nærri Bucha, rétt hjá Kænugarði. Í gröfinni voru sjö lík. Mikhail Kasyanov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, telur að stríðið milli Úkraínu og Rússlands muni standa yfir næstu tvö árin. Enn á eftir að bera kennsl á um tólfhundruð lík sem fundist hafa í fjöldagröfum í Úkraínu samkvæmt ríkislögreglustjóranum þar í landi, Ihor Klymenko. Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Borgirnar Luhansk og Donetsk eru staðsettar í samnefndum héröðum, og mynda héröðin tvö Luhansk og Donetsk Donbas-svæðið.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hversveitir Rússlands hafa náð tökum á um 80 prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk. Eins og áður hefur komið fram eru allar brýrnar úr borginni ónýtar en Úkraínumenn segjast enn reyna að flytja óbreytta og særða borgara á brott, þó það sé erfitt. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að barátta Úkraínumanna og Rússa um Donbas-hérað sé sú grimmilegasta í sögu Evrópu. Hann segir að mannfall Úkraínu í baráttunni sé gríðarlegt. Úkraínsk yfirvöld sögðu í gær að önnur fjöldagröf með óbreyttum borgurum hafi fundist nærri Bucha, rétt hjá Kænugarði. Í gröfinni voru sjö lík. Mikhail Kasyanov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, telur að stríðið milli Úkraínu og Rússlands muni standa yfir næstu tvö árin. Enn á eftir að bera kennsl á um tólfhundruð lík sem fundist hafa í fjöldagröfum í Úkraínu samkvæmt ríkislögreglustjóranum þar í landi, Ihor Klymenko. Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Borgirnar Luhansk og Donetsk eru staðsettar í samnefndum héröðum, og mynda héröðin tvö Luhansk og Donetsk Donbas-svæðið.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira