Féll þrisvar en náði prófinu í fjórðu tilraun: „Mjög stressuð“ Snorri Másson skrifar 14. júní 2022 10:09 Bóklega ökuprófið var til umfjöllunar í Íslandi í dag í gær, þar sem rætt var við Láru Jakobínu Gunnarsdóttur þar sem hún gekk út úr prófinu. Það var gleðidagur, enda hafði Lára reynt við prófið án árangurs í þrjú skipti, en loksins náð því í fjórðu tilraun. „Ég er búin að reyna þetta fjórum sinnum. Þetta er svolítið flókið,“ sagði Lára í samtali við fréttastofu. „Ég er alla vega mjög stressuð fyrir þessu.“ Lára Jakobína Gunnarsdóttir náði bóklega ökuprófinu á síðasta þriðjudag, í fjórðu tilraun. Vísir Aðrir hafa sömu sögu að segja af prófinu, einn sem fréttastofa ræddi við féll á spurningu um umferðarstýringu lögreglumanns á mótorhjóli, annar kvaðst falla á „trikkspurningunum“ og sú þriðja sagði ljóst að verið væri að reyna að rugla fólk í ríminu með spurningunum. Ein spænskumælandi leikkona sem fréttastofa ræddi við, sem hafði fallið tvisvar á prófinu, sagðist vera búin að þróa með sér eins konar ástríðu fyrir verkefninu. Hún væri ákveðin í að ná þessu á endanum. Sér maður betur með kveikt ljós í bílnum? Er réttlætanlegt að flauta á barn að leik? Er hlutverk Samgöngustofu að annast merkingu á vegum landsins? Þetta er ekki á allra vitorði, en þarf að vera á vitorði þeirra sem hyggjast aka bíl á Íslandi. 40-50% fall á prófinu Rætt var við Pétur Blöndal pistlahöfund, sem hefur fjallað um bóklega ökuprófið í pistlum á Innherja. Pétur segist ekki hafa fallið sjálfur á prófinu heldur hafi hann fyrst orðið áhugasamur um fyrirkomulagið þegar börnin hans hófu ökunám. Þau hafi raunar ekki verið sérstaklega stressuð fyrir því að falla í prófinu, enda væri það bara hluti af ferlinu. Að falla nokkrum sinnum á prófinu. Pétur Blöndal pistlahöfundur segir nauðsynlegt að taka bóklega ökuprófið til endurskoðunar.Vísir „Til þess að fá þetta nú staðreynt hafði ég samband við Samgöngustofu og komst að því að það er 40-50% að falla á þessu prófi. Það voru 4.400 sem tóku þetta próf 2020 og miðað við það eru 2.000-2.200 manns sem falla á prófinu. Þannig að ég fór að velta því fyrir mér, hvað er það sem krakkarnir eru að flaska á? Ég skoðaði prófin og sá strax að þetta væri töluverður útúrsnúningur oft,“ segir Pétur. Mörg skrautleg dæmi eru um spurningar á prófinu eru rakin í innslaginu hér að ofan. Samgöngustofa kveðst vera með prófin til endurskoðunar og Pétur Blöndal segir engan vafa á að hinu opinbera beri að gera breytingar á því til hins betra; nefnilega, að það þjóni markmiði sínu að tryggja ökuleikni nemenda, frekar en að klekkja á þeim. Bílar Samgöngur Bílpróf Tengdar fréttir „Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki“ Prófessor emeritus í íslensku fagnar því að til standi að breyta orðalagi bóklegra ökuprófa en það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið, meðal annars af ökukennurum sem segja vísvitandi villt um fyrir próftökum með flóknu orðalagi og gamaldags setningagerð. 1. júní 2022 12:17 Bankið í ofninum: „Þetta er grimmt próf!” Viðbrögðin voru sterk við síðasta pistli um ökupróf hér á landi. Til þess er nú leikurinn gerður að vekja fólk til umhugsunar og því sjálfsagt að gera skil ábendingum sem berast. 12. febrúar 2022 10:00 Bankið í ofninum: Sér ökumaður betur frá sér í björtu með kveikt ljós? „Náði!“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð frá syni mínum í lok janúar. Hann hafði sumsé lokið ökuprófi. 5. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
„Ég er búin að reyna þetta fjórum sinnum. Þetta er svolítið flókið,“ sagði Lára í samtali við fréttastofu. „Ég er alla vega mjög stressuð fyrir þessu.“ Lára Jakobína Gunnarsdóttir náði bóklega ökuprófinu á síðasta þriðjudag, í fjórðu tilraun. Vísir Aðrir hafa sömu sögu að segja af prófinu, einn sem fréttastofa ræddi við féll á spurningu um umferðarstýringu lögreglumanns á mótorhjóli, annar kvaðst falla á „trikkspurningunum“ og sú þriðja sagði ljóst að verið væri að reyna að rugla fólk í ríminu með spurningunum. Ein spænskumælandi leikkona sem fréttastofa ræddi við, sem hafði fallið tvisvar á prófinu, sagðist vera búin að þróa með sér eins konar ástríðu fyrir verkefninu. Hún væri ákveðin í að ná þessu á endanum. Sér maður betur með kveikt ljós í bílnum? Er réttlætanlegt að flauta á barn að leik? Er hlutverk Samgöngustofu að annast merkingu á vegum landsins? Þetta er ekki á allra vitorði, en þarf að vera á vitorði þeirra sem hyggjast aka bíl á Íslandi. 40-50% fall á prófinu Rætt var við Pétur Blöndal pistlahöfund, sem hefur fjallað um bóklega ökuprófið í pistlum á Innherja. Pétur segist ekki hafa fallið sjálfur á prófinu heldur hafi hann fyrst orðið áhugasamur um fyrirkomulagið þegar börnin hans hófu ökunám. Þau hafi raunar ekki verið sérstaklega stressuð fyrir því að falla í prófinu, enda væri það bara hluti af ferlinu. Að falla nokkrum sinnum á prófinu. Pétur Blöndal pistlahöfundur segir nauðsynlegt að taka bóklega ökuprófið til endurskoðunar.Vísir „Til þess að fá þetta nú staðreynt hafði ég samband við Samgöngustofu og komst að því að það er 40-50% að falla á þessu prófi. Það voru 4.400 sem tóku þetta próf 2020 og miðað við það eru 2.000-2.200 manns sem falla á prófinu. Þannig að ég fór að velta því fyrir mér, hvað er það sem krakkarnir eru að flaska á? Ég skoðaði prófin og sá strax að þetta væri töluverður útúrsnúningur oft,“ segir Pétur. Mörg skrautleg dæmi eru um spurningar á prófinu eru rakin í innslaginu hér að ofan. Samgöngustofa kveðst vera með prófin til endurskoðunar og Pétur Blöndal segir engan vafa á að hinu opinbera beri að gera breytingar á því til hins betra; nefnilega, að það þjóni markmiði sínu að tryggja ökuleikni nemenda, frekar en að klekkja á þeim.
Bílar Samgöngur Bílpróf Tengdar fréttir „Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki“ Prófessor emeritus í íslensku fagnar því að til standi að breyta orðalagi bóklegra ökuprófa en það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið, meðal annars af ökukennurum sem segja vísvitandi villt um fyrir próftökum með flóknu orðalagi og gamaldags setningagerð. 1. júní 2022 12:17 Bankið í ofninum: „Þetta er grimmt próf!” Viðbrögðin voru sterk við síðasta pistli um ökupróf hér á landi. Til þess er nú leikurinn gerður að vekja fólk til umhugsunar og því sjálfsagt að gera skil ábendingum sem berast. 12. febrúar 2022 10:00 Bankið í ofninum: Sér ökumaður betur frá sér í björtu með kveikt ljós? „Náði!“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð frá syni mínum í lok janúar. Hann hafði sumsé lokið ökuprófi. 5. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
„Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki“ Prófessor emeritus í íslensku fagnar því að til standi að breyta orðalagi bóklegra ökuprófa en það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið, meðal annars af ökukennurum sem segja vísvitandi villt um fyrir próftökum með flóknu orðalagi og gamaldags setningagerð. 1. júní 2022 12:17
Bankið í ofninum: „Þetta er grimmt próf!” Viðbrögðin voru sterk við síðasta pistli um ökupróf hér á landi. Til þess er nú leikurinn gerður að vekja fólk til umhugsunar og því sjálfsagt að gera skil ábendingum sem berast. 12. febrúar 2022 10:00
Bankið í ofninum: Sér ökumaður betur frá sér í björtu með kveikt ljós? „Náði!“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð frá syni mínum í lok janúar. Hann hafði sumsé lokið ökuprófi. 5. febrúar 2022 10:00