Í lífstíðarfangelsi eftir að hún lét skáldsögu sína verða að veruleika Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 09:24 Nancy Crampton Brophy í dómssal í apríl. Hún hefur verið fundin sek um annarrar gráðu morð. AP/The Oregonian/Dave Killen Höfundur sögu sem titluð er Hvernig á að myrða eiginmann þinn var í gær dæmd í lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn fyrir að drepa eiginmann sinn í Portland í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. Hin 71 árs gamla Nancy Crampton Brophy hafði birt sögu sína á netinu nokkrum árum fyrr. Saksóknari segir að hún hafi skotið 63 ára Dan Brophy til bana á vinnustað hans árið 2018 vegna þess að hún hafi vonast til að fá greiddar 1,5 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni eiginmannsins. Hún var sakfelld fyrir annarar gráðu morð í seinasta mánuði. Málið hefur vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum í ljósi skrifa hennar en hjónin höfðu verið gift í 26 ár. Dómari heimilaði ekki að horft væri til sögunnar sem sönnunargagns við réttarhöldin Crampton Brophy hefur sömuleiðis skrifað og gefið út erotískar ástarsögur með titlum á borð við Rangi eiginmaðurinn og Rangi elskuhuginn, af því er fram kemur í frétt BBC. Í Hvernig á að myrða eiginmann þinn útlistaði hún nokkrar ólíkar leiðir til að fremja verknaðinn þar sem meðal annars var notast við skotvopn, hnífa, eitur og leigumorðingja. Hafi átt náið og ástríkt samband Saksóknari sagði kviðdómi að hjónin hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum þegar Crampton Brophy myrti eiginmann sinn og í aðdraganda þess hafi hún fest kaup á búnaði til að útbúa órekjanlegt skotvopn og síðar keypt Glock 17 handbyssu á skotfærasýningu. Að sögn AP-fréttaveitunnar hafnaði verjandi Crampton Brophy málflutningi ákæruvaldsins, þar á meðal að hjónin hafi átt í miklum fjárhagslegum erfiðleikum. Þá bar fólk vitni um sterkt og ástríkt samband þeirra. Crampton Brophy sagði sjálf að bæði hún og eiginmaður hennar hafi keypt líftryggingu til að búa í haginn fyrir eftirlaunaárin og verið búin að útbúa áætlun til að draga úr skuldum sínum. Þá hafi rannsókn hennar á órekjanlegum vopnum verið hluti af undirbúningi fyrir framtíðar skáldsögu. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Hin 71 árs gamla Nancy Crampton Brophy hafði birt sögu sína á netinu nokkrum árum fyrr. Saksóknari segir að hún hafi skotið 63 ára Dan Brophy til bana á vinnustað hans árið 2018 vegna þess að hún hafi vonast til að fá greiddar 1,5 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni eiginmannsins. Hún var sakfelld fyrir annarar gráðu morð í seinasta mánuði. Málið hefur vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum í ljósi skrifa hennar en hjónin höfðu verið gift í 26 ár. Dómari heimilaði ekki að horft væri til sögunnar sem sönnunargagns við réttarhöldin Crampton Brophy hefur sömuleiðis skrifað og gefið út erotískar ástarsögur með titlum á borð við Rangi eiginmaðurinn og Rangi elskuhuginn, af því er fram kemur í frétt BBC. Í Hvernig á að myrða eiginmann þinn útlistaði hún nokkrar ólíkar leiðir til að fremja verknaðinn þar sem meðal annars var notast við skotvopn, hnífa, eitur og leigumorðingja. Hafi átt náið og ástríkt samband Saksóknari sagði kviðdómi að hjónin hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum þegar Crampton Brophy myrti eiginmann sinn og í aðdraganda þess hafi hún fest kaup á búnaði til að útbúa órekjanlegt skotvopn og síðar keypt Glock 17 handbyssu á skotfærasýningu. Að sögn AP-fréttaveitunnar hafnaði verjandi Crampton Brophy málflutningi ákæruvaldsins, þar á meðal að hjónin hafi átt í miklum fjárhagslegum erfiðleikum. Þá bar fólk vitni um sterkt og ástríkt samband þeirra. Crampton Brophy sagði sjálf að bæði hún og eiginmaður hennar hafi keypt líftryggingu til að búa í haginn fyrir eftirlaunaárin og verið búin að útbúa áætlun til að draga úr skuldum sínum. Þá hafi rannsókn hennar á órekjanlegum vopnum verið hluti af undirbúningi fyrir framtíðar skáldsögu.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira