Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-KR 3-3 | Sex marka jafntefli fyrir norðan Ester Ósk Árnadóttir skrifar 14. júní 2022 22:21 Þór/KA fær KR í heimsókn. Vísir/Diego Þór/KA og KR buðu upp á markaveislu á Akureyri í kvöld þegar liðin skildu jöfn í Bestu deild kvenna, 3-3. Leikurinn var liður í 9. umferð Bestu deildar kvenna, fyrir leikinn var Þór/KA í 7. sæti með 9 stig en KR á botni deildarinnar með 3 stig, aðeins einn sigurleik. KR konur byrjuðu leikinn af miklum krafti og pressuðu heimakonur vel, það átti fljótt eftir að bera árangur. Á fimmtu mínútu leiksins fékk KR hornspyrnu, boltinn endaði hjá Marcellu Marie Barberic sem átti skot af stuttu færi en Harpa Jóhannsdóttir í marki Þór/KA varði út í teig, þar var Hildur Lilja Ágústdóttir fyrst á boltann og skoraði af stuttu færi. Þór/KA fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á 12. mínútu þegar Sandra María Jessen fékk boltann eftir að Cornelia Baldi Sundelius varði út í teiginn, markið autt en boltinn í varnarmann og út af. Gestirnir voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu nokkrar fínar tilraunir áður en að áðurnefnd Sandra María Jessen jafnaði leikinn á 29. mínútu eftir góða sókn hjá Þór/KA, Margrét með sendingu inn á teig þar sem Sandra var vel staðsett og bombaði boltanum í fjærhornið. Allt jafnt en það stóð þó ekki mjög lengi. Marcella Marie Barberic nýti sér mistök í vörn Þór/KA fimm mínútum seinna og náði að komast upp að endamörkum þar sem hún setti boltan fyrir markið á Guðmundu Brynju Óladóttir sem skoraði af stuttu færi. Gestirnir aftur komnar í forystu og leiddu í hálfleik 1-2. Þór/KA kom af meiri krafti í seinni hálfleik og voru aðeins átta mínútur liðnar af hálfleiknum þegar Arna Eiríksdóttir skallaði boltann eftir aukaspyrnu í markið og jafnaði leikinn. Það má vera að þetta hafi verið sjálfsmark en þar til annað kemur í ljós þá skrifast þetta mark á Örnu. Gestirnir urðu svo fyrir öðru áfalli á 58. mínútu þegar Guðmunda Brynja Óladóttir fékk höfuðhögg og þurfti að fara af velli en hún er KR konum ofboðslega mikilvæg enda frábær leikmaður. Á 65. mínútu kom þriðja áfallið þegar pressa Þór/KA skilaði sér, þar var að verki Margrét Árnadóttir eftir góðan undirbúning frá Andreu Mist Pálsdóttir og heimakonur búnar að snúa leiknum sér í hag. Þór/KA ógnuðu marki KR mun meira eftir þriðja markið en náðu ekki að setja fjórða markið sem hefði lokað leiknum. Bergdís Fanney Einarsdóttir sem var frábær í liði KR í dag, tók einn af mörgum sprettum sínum inn á teigin þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þar braut Rakel Sjön Stefánsdóttir á Bergdísi og réttilega dæmd vítaspyrna. Rasamee Phosongkham fór á vítapunktin og skoraði örugglega fyrir KR konur og enn á ný allt jafnt á SaltPay vellinum. Bæði lið fengu sína sénsa til að klára þetta í lokin en allt kom fyrir ekki og jafntefli niðurstaðan. Niðurstaða sem gerir ekki mikið fyrir liðin sem eru bæði í neðri hluta deildarinnar. Afhverju var jafntefli? Þetta var leikur tveggja hálfleikja, KR betra í þeim fyrri og Þór/KA betri í þeim síðari. Það hefur loðað við bæði lið í sumar að þau hafa fengið á sig mikið af mörkum og það var sama niðurstaða í dag. Varnir liðanna héldu ekki nægjanlega vel. Hverjar stóðu upp úr? Marcella Marie Barberic var flott í liði KR í dag, tvær stoðsendingar og skapaði mikið. Bergdís Fanney Einarsdóttir var frábær á vinstri vængum, mikil barátta og vinnusemi. Hún náði í vítaspyrnuna mikilvægu. Þá má nefna Ingu Laufey Ágústdóttir, Kristín Erlu Ó Johnson og Guðmundu Brynju Óladóttir sem voru allar góðar. Andrea Mist Pálsdóttir átti tvær stoðsendingar og var dugleg að láta finna fyrir sér sérstaklega í síðari hálfleik hjá Þór/KA og Hulda Ósk Jónsdóttir átti fína spretti í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þór/KA virkar mjög brotin, eins og það vanti allt sjálfstraust og það sama var upp á tengingum í dag. Mörg mistök og KR átti ansi auðvelt með að skapa sér færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Í síðustu fimm deildarleikjum hefur liðið fengið yfir tuttugu mörk á sig, það er alltof mikið. Hvað gerist næst? Þór/KA spilar annan heimaleikinn í röð þegar þær fá Breiðablik í heimsókn, sá leikur fer fram næstkomandi laugardag kl.14:00. KR fer til Keflavíkur og mæta þar heimakonum degi seinna eða á sunnudeginum, kl. 14:00. Jón Stefán Jónsson: Girðum aðeins upp um okkur í seinni hálfleik Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KAMynd/Þór/KA „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við komum ömurlegar inn í fyrri hálfleik og eigum að gera svo miklu miklu betur seinni hálfleik. Við girðum aðeins upp um okkur í seinni hálfleik og eigum að vinna leikinn. Ég ætla samt ekki að segja að jafntefli sé ekki sanngjörn úrslit,“ sagði Jón Þór Stefánsson þjálfari Þór/KA eftir 3-3 jafntefli á móti KR á SaltPay vellinum í kvöld. „Við höfum ekki verið að byrja leiki glæsilega og erum að reyna að kafna ofan í það. Við erum að mínu mati að byrja alltof flókið, við ætlum alltaf að fara að spila í stað þess að létta af okkur pressunni í byrjun en þetta kemur með leikjunum hjá okkur.“ Þór/KA fékk á sig þrjú mörk í dag og séu aðeins taldir síðustu fimm deildarleikir hefur liðið fengið á sig ca. 20 mörk, sé bætt við bikarleiknum sem var í millitíðinni bætast við fjögur. „Varnarleikurinn er búinn að vera ofboðslega dapur hjá okkur en ég ætla ekki að kenna eingöngu varnarmönnunum okkar um þetta. Það er alls ekki verið að taka þær eitthvað út fyrir sviga, við stöndum í þessu saman. Í dag var þetta mikið til klaufaleg mistök en við leiðréttum þau næst.“ „Það er ekki vænlegt til árangurs að fá svona mörg mörk á okkur, okkur gengur vel að skora en við erum að fá á okkur mikið af mörkum og við þurfum bara að gjöra svo vel og laga það. Við höfum verið að hringla með varnarlínuna okkar, við vorum með mikið að leikmönnum í meiðslum og svo eru þær að koma úr meiðslum og t.d. í dag þurfum við að gera skiptingu út af því. Svo er það núna að sjálfstraustið er bara orðið lítið, en við megum ekki vera lítil, við þurfum bara að gjöra svo vel og stækka og læra af reynslunni. Við erum með ungt lið og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að taka framförum.“ Stig í leiknum í dag en Þór/KA hefði þurft þrjú stigin til að halda í við liðin sem eru fyrir ofan þær í töflunni. „Öll stig hjálpa. Mikilvægt að tapa ekki leiknum en við ætluðum okkur þrjú stig, alveg óháð því hvaða liði við erum að mæta. Við ætlum okkur bara að vinna alla heimaleiki og þess vegna eru þetta vonbrigði.“ Breiðablik er næsti andstæðingur Þór/KA. „Við ætlum að vinna Breiðablik á laugardaginn, ég veit ekki til þess að neinn leikmaður mæti í leik og ætli sér að tapa fyrirfram.“ Fótbolti Íslenski boltinn KR Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leikmennirnir sjá að þær geta spilað fótbolta „Þetta var góður leikur, mér fannst við vera aðeins betri en þær í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum. Við hefðum geta tapað leiknum í lokin en sem betur fer gerðum við vel,“ sagði Christopher Thomas Harrington þjálfari KR eftir jafntefli á móti Þór/KA á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld. 14. júní 2022 21:30
Þór/KA og KR buðu upp á markaveislu á Akureyri í kvöld þegar liðin skildu jöfn í Bestu deild kvenna, 3-3. Leikurinn var liður í 9. umferð Bestu deildar kvenna, fyrir leikinn var Þór/KA í 7. sæti með 9 stig en KR á botni deildarinnar með 3 stig, aðeins einn sigurleik. KR konur byrjuðu leikinn af miklum krafti og pressuðu heimakonur vel, það átti fljótt eftir að bera árangur. Á fimmtu mínútu leiksins fékk KR hornspyrnu, boltinn endaði hjá Marcellu Marie Barberic sem átti skot af stuttu færi en Harpa Jóhannsdóttir í marki Þór/KA varði út í teig, þar var Hildur Lilja Ágústdóttir fyrst á boltann og skoraði af stuttu færi. Þór/KA fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á 12. mínútu þegar Sandra María Jessen fékk boltann eftir að Cornelia Baldi Sundelius varði út í teiginn, markið autt en boltinn í varnarmann og út af. Gestirnir voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu nokkrar fínar tilraunir áður en að áðurnefnd Sandra María Jessen jafnaði leikinn á 29. mínútu eftir góða sókn hjá Þór/KA, Margrét með sendingu inn á teig þar sem Sandra var vel staðsett og bombaði boltanum í fjærhornið. Allt jafnt en það stóð þó ekki mjög lengi. Marcella Marie Barberic nýti sér mistök í vörn Þór/KA fimm mínútum seinna og náði að komast upp að endamörkum þar sem hún setti boltan fyrir markið á Guðmundu Brynju Óladóttir sem skoraði af stuttu færi. Gestirnir aftur komnar í forystu og leiddu í hálfleik 1-2. Þór/KA kom af meiri krafti í seinni hálfleik og voru aðeins átta mínútur liðnar af hálfleiknum þegar Arna Eiríksdóttir skallaði boltann eftir aukaspyrnu í markið og jafnaði leikinn. Það má vera að þetta hafi verið sjálfsmark en þar til annað kemur í ljós þá skrifast þetta mark á Örnu. Gestirnir urðu svo fyrir öðru áfalli á 58. mínútu þegar Guðmunda Brynja Óladóttir fékk höfuðhögg og þurfti að fara af velli en hún er KR konum ofboðslega mikilvæg enda frábær leikmaður. Á 65. mínútu kom þriðja áfallið þegar pressa Þór/KA skilaði sér, þar var að verki Margrét Árnadóttir eftir góðan undirbúning frá Andreu Mist Pálsdóttir og heimakonur búnar að snúa leiknum sér í hag. Þór/KA ógnuðu marki KR mun meira eftir þriðja markið en náðu ekki að setja fjórða markið sem hefði lokað leiknum. Bergdís Fanney Einarsdóttir sem var frábær í liði KR í dag, tók einn af mörgum sprettum sínum inn á teigin þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þar braut Rakel Sjön Stefánsdóttir á Bergdísi og réttilega dæmd vítaspyrna. Rasamee Phosongkham fór á vítapunktin og skoraði örugglega fyrir KR konur og enn á ný allt jafnt á SaltPay vellinum. Bæði lið fengu sína sénsa til að klára þetta í lokin en allt kom fyrir ekki og jafntefli niðurstaðan. Niðurstaða sem gerir ekki mikið fyrir liðin sem eru bæði í neðri hluta deildarinnar. Afhverju var jafntefli? Þetta var leikur tveggja hálfleikja, KR betra í þeim fyrri og Þór/KA betri í þeim síðari. Það hefur loðað við bæði lið í sumar að þau hafa fengið á sig mikið af mörkum og það var sama niðurstaða í dag. Varnir liðanna héldu ekki nægjanlega vel. Hverjar stóðu upp úr? Marcella Marie Barberic var flott í liði KR í dag, tvær stoðsendingar og skapaði mikið. Bergdís Fanney Einarsdóttir var frábær á vinstri vængum, mikil barátta og vinnusemi. Hún náði í vítaspyrnuna mikilvægu. Þá má nefna Ingu Laufey Ágústdóttir, Kristín Erlu Ó Johnson og Guðmundu Brynju Óladóttir sem voru allar góðar. Andrea Mist Pálsdóttir átti tvær stoðsendingar og var dugleg að láta finna fyrir sér sérstaklega í síðari hálfleik hjá Þór/KA og Hulda Ósk Jónsdóttir átti fína spretti í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þór/KA virkar mjög brotin, eins og það vanti allt sjálfstraust og það sama var upp á tengingum í dag. Mörg mistök og KR átti ansi auðvelt með að skapa sér færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Í síðustu fimm deildarleikjum hefur liðið fengið yfir tuttugu mörk á sig, það er alltof mikið. Hvað gerist næst? Þór/KA spilar annan heimaleikinn í röð þegar þær fá Breiðablik í heimsókn, sá leikur fer fram næstkomandi laugardag kl.14:00. KR fer til Keflavíkur og mæta þar heimakonum degi seinna eða á sunnudeginum, kl. 14:00. Jón Stefán Jónsson: Girðum aðeins upp um okkur í seinni hálfleik Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KAMynd/Þór/KA „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við komum ömurlegar inn í fyrri hálfleik og eigum að gera svo miklu miklu betur seinni hálfleik. Við girðum aðeins upp um okkur í seinni hálfleik og eigum að vinna leikinn. Ég ætla samt ekki að segja að jafntefli sé ekki sanngjörn úrslit,“ sagði Jón Þór Stefánsson þjálfari Þór/KA eftir 3-3 jafntefli á móti KR á SaltPay vellinum í kvöld. „Við höfum ekki verið að byrja leiki glæsilega og erum að reyna að kafna ofan í það. Við erum að mínu mati að byrja alltof flókið, við ætlum alltaf að fara að spila í stað þess að létta af okkur pressunni í byrjun en þetta kemur með leikjunum hjá okkur.“ Þór/KA fékk á sig þrjú mörk í dag og séu aðeins taldir síðustu fimm deildarleikir hefur liðið fengið á sig ca. 20 mörk, sé bætt við bikarleiknum sem var í millitíðinni bætast við fjögur. „Varnarleikurinn er búinn að vera ofboðslega dapur hjá okkur en ég ætla ekki að kenna eingöngu varnarmönnunum okkar um þetta. Það er alls ekki verið að taka þær eitthvað út fyrir sviga, við stöndum í þessu saman. Í dag var þetta mikið til klaufaleg mistök en við leiðréttum þau næst.“ „Það er ekki vænlegt til árangurs að fá svona mörg mörk á okkur, okkur gengur vel að skora en við erum að fá á okkur mikið af mörkum og við þurfum bara að gjöra svo vel og laga það. Við höfum verið að hringla með varnarlínuna okkar, við vorum með mikið að leikmönnum í meiðslum og svo eru þær að koma úr meiðslum og t.d. í dag þurfum við að gera skiptingu út af því. Svo er það núna að sjálfstraustið er bara orðið lítið, en við megum ekki vera lítil, við þurfum bara að gjöra svo vel og stækka og læra af reynslunni. Við erum með ungt lið og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að taka framförum.“ Stig í leiknum í dag en Þór/KA hefði þurft þrjú stigin til að halda í við liðin sem eru fyrir ofan þær í töflunni. „Öll stig hjálpa. Mikilvægt að tapa ekki leiknum en við ætluðum okkur þrjú stig, alveg óháð því hvaða liði við erum að mæta. Við ætlum okkur bara að vinna alla heimaleiki og þess vegna eru þetta vonbrigði.“ Breiðablik er næsti andstæðingur Þór/KA. „Við ætlum að vinna Breiðablik á laugardaginn, ég veit ekki til þess að neinn leikmaður mæti í leik og ætli sér að tapa fyrirfram.“
Fótbolti Íslenski boltinn KR Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leikmennirnir sjá að þær geta spilað fótbolta „Þetta var góður leikur, mér fannst við vera aðeins betri en þær í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum. Við hefðum geta tapað leiknum í lokin en sem betur fer gerðum við vel,“ sagði Christopher Thomas Harrington þjálfari KR eftir jafntefli á móti Þór/KA á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld. 14. júní 2022 21:30
Leikmennirnir sjá að þær geta spilað fótbolta „Þetta var góður leikur, mér fannst við vera aðeins betri en þær í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum. Við hefðum geta tapað leiknum í lokin en sem betur fer gerðum við vel,“ sagði Christopher Thomas Harrington þjálfari KR eftir jafntefli á móti Þór/KA á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld. 14. júní 2022 21:30