Íslendingar létu mikið að sér kveða í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson urðu meistarar með Magdeburg. Ómar Ingi og Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo, voru svo í öðru og þriðja sæti yfir markahæstu menn deildarinnar.
Selfyssingurinn Elvar Örn var náði einnig að toppa einn tölfræðiþátt deildarinnar en samkvæmt frétt Handbolti.is var Elvar Örn skotfastasti maður deildarinnar.
Öll skot þýsku úrvalsdeildarinnar eru mæld og átti Elvar Örn fastasta skot vetrarins. Það var í leik gegn Lübbecke í 26. umferð sem Elvar Örn lét vaða að marki en mest náði boltinn 140,92 kílómetra hraða.
Elvar Örn meiddist á öxl skömmu eftir þetta og náði því ekki að bæta eigið met né hjálpa Melsungen undir lok tímabilsins. Skyttan – sem er nú þekkt fyrir sín þrumuskot – ætti að vera búinn að ná fullum bata áður en deildin fer af stað á nýjan leik í haust og hvert veit nema hann bæti eigið met.