Menning

Gríman: Sjö ævintýri um skömm rakaði til sín verðlaunum

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Að sögn Þjóðleikhússins er leikritið Sjö ævintýri um skömm ósvífinn kabarett með kanamellum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.
Að sögn Þjóðleikhússins er leikritið Sjö ævintýri um skömm ósvífinn kabarett með kanamellum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þjóðleikhúsið

Leikritið Sjö ævintýri um skömm fékk alls sex verðlaun á Grímunni og hlaut meðal annars verðlaun fyrir Leikrit og Leikara ársins í aðalhlutverki. Verðlaunin voru veitt í Þjóðleikhúsinu fyrir leiklistarárið 2022.

Þetta er í tuttugastsa skipti sem íslensku sviðslistaverðlaunin eru veitt en hátíðin var fyrst haldin þann 16. júní árið 2003.

Sýning ársins var 9 líf og hlaut leikritið alls þrenn verðlaun en Halldóra Geirharðsdóttir hlaut bæði verðlaunin Leikkona ársins í aðalhlutverki og Söngvari ársins. 

Sýningarnar Rómeó og Júlía og AIŌN hrepptu einnig þrenn verðlaun hvor og var Emil í Kattholti valin Barnasýning ársins. 

Heiðursverðlaun Sviðslistasambandsins hlaut Ólafur Haukur Símonarson fyrir ævistarf sitt. 

Alla vinningshafana má sjá hér að neðan.

Sýning ársins 

  • 9 Líf
    • Eftir Ólaf Egil Egilsson
    • Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Leikrit ársins

  • Sjö ævintýri um skömm
    • Eftir Tyrfing Tyrfingsson
    • Sviðsetning - Þjóðleikhúsið

Leikstjóri ársins

  • Stefán Jónsson
    • Sjö ævintýri um skömm
    • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Leikari ársins í aðalhlutverki

  • Hilmir Snær Guðnason
    • Sjö ævintýri um skömm
    • Sviðsetning - Þjóðleikhúsið

Leikari ársins í aukahlutverki

  • Vilhjálmur B Bragason
    • Skugga Sveinn
    • Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar

Leikkona ársins í aðalhlutverki 

  • Halldóra Geirharðsdóttir
    • 9 líf
    • Sviðsetning - Borgarleikhúsið

Leikkona ársins í aukahlutverki 

  • Margrét Guðmundsdóttir
    • Ein komst undan
    • Sviðsetning - Borgarleikhúsið

Leikmynd ársins

  • Börkur Jónsson
    • Sjö ævintýri um skömm
    • Sviðsetning - Þjóðleikhúsið

Búningar ársins

  • Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
    • Sjö ævintýri um skömm
    • Sviðsetning - Þjóðleikhúsið

Lýsing ársins

  • Halldór Örn Óskarsson
    • Sjö ævintýri um skömm
    • Sviðsetning - Þjóðleikhúsið

Tónlist ársins

  • Anna Þorvaldsdóttir
    • AIŌN
    • Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hljóðmynd ársins

  • Salka Valsdóttir, Kristinn Gauti Einarsson
    • Rómeó og Júlía
    • Sviðsetning - Þjóðleikhúsið

Söngvari ársins

  • Halldóra Geirharðsdóttir
    • 9 líf
    • Sviðsetning - Borgarleikhúsið

Dansari ársins

  • Shota Inoue
    • Rómeó <3 Júlía
    • Íslenski dansflokkurinn

Danshöfundur ársins

  • Erna Ómarsdóttir
    • AIŌN
    • Íslenski dansflokkurinn & Sinfóníuhljómsveit Íslands

Dans- og sviðshreyfingar ársins

  • Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Rebecca Hidalgo
    • Rómeó og Júlía
    • Sviðsetning - Þjóðleikhúsið

Barnasýning ársins

  • Emil í Kattholti
    • Sviðsetning - Borgarleikhúsið

Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2022

  • Ólafur Haukur Símonarson


Tengdar fréttir

Sjö ævintýri um skömm hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar

Leiksýningin Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson varð hlutskörpust þegar tilkynnt var um tilnefningar til Grímuverðlauna í dag með tólf tilnefningar. Fast á hæla hennar kom sýningin 9 Líf eftir Ólaf Egil Egilsson með tíu tilnefningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.