„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. júní 2022 08:02 Það tók Önnu Hildi Guðmundsdóttur, formann SÁÁ, mörg ár að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún væri alkóhólisti. Og enn fleiri ár að fyrirgefa sjálfri sér eftir að hún hætti að drekka. Anna Hildur fór í meðferð hjá SÁÁ 17.mars árið 2003 og hefur verið óvirkur alkóhólisti síðan. Vísir/Hulda Margrét Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. Ætlar þetta engan enda að taka spyr fólk? Hvað er eiginlega í gangi? Fór svo að um miðjan febrúar var Anna Hildur Guðmundsdóttir áfengis- og vímuefnaráðgjafi tímabundin kosin nýr formaður SÁÁ, eða fram að næsta aðalfundi sem haldinn verður á næstu dögum. Og þar ætlar Anna að bjóða sig áfram fram til formanns. En hvers vegna í ósköpum að bjóða sig fram í þetta hlutverk miðað við öll leiðindin sem fólk fylgist með í fjölmiðlum? Anna Hildur brosir þegar hún er spurð um þetta og segir: „Oft virðast leiðindi verri í fjölmiðlum en þau eru. Við erum til dæmis í frábæru samtali við Sjúkratryggingar Íslands þar sem allir eru einhuga um að leysa málin með nýjum samningi. Eftir margra áratuga starfsmannamælingar sem hafa sýnt ónægju krauma innan okkar hóps, fer starfsánægja starfsfólks stighækkandi upp á við og í þeim efnum stefnum við hátt. Faglega er rosalega margt að þróast og breytast í meðferðarstarfinu. En SÁÁ stendur á sterkum grunni og nú erum við á þeirri mikilvægu vegferð að tryggja að starfið okkar standi undir þeim kröfum og þörfum sem samfélagið gerir árið 2022 og fyrir framtíðina. Sem er gott þótt auðvitað séu breytingar alltaf sársaukafullar fyrir einhverja.“ Saga Önnu Hildar Það liggur í hlutarins eðli að alls kyns fortíðardraugar eru í reynslupokum flestra þeirra sem hafa einhverja aðkomu að starfi SÁÁ. Þar sem flestir hafa farið í gegnum sína erfiðleika og fundið sinn botn. En síðar náð bata. „Til dæmis var ég orðin hraðlygin. Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel,“ segir Anna Hildur þegar hún rifjar upp sinn drykkjutíma. Því Anna Hildur er jú óvirkur alkóhólisti en hefur verið edrú frá því 17.mars árið 2003 þegar hún fór í meðferð hjá SÁÁ. Eiginmaður Önnu Hildar er Jóhann Helgason, sem einnig er óvirkur alkóhólisti. Samtals eiga þau sex börn: Anna Hildur á dæturnar Ásdísi og Brynju Rún Guðmundsdætur. Jóhann á Valdimar, Helga, Margréti og Helgu Sigurveigu. Anna Hildur missti soninn Dag Frey Guðmundsson þegar hún var 25 ára. Anna Hildur djammaði ung allar helgar og þá alltaf alla nóttina því hún náði ekki að stoppa sig af. Anna segist hafa verið hraðlygin þegar hún var í drykkju og þoldi ekki afskiptasemi þeirra sem höfðu áhyggjur af því hvernig hún djammaði og drakk. Anna Hildur er fædd 22.nóvember árið 1969 á Akureyri þar sem hún ólst upp. Hún segir ekkert í hennar æsku geta skýrt út hvers vegna hún leiddist í mikla drykkju. „Ég er yngst af fjórum systkinum og æskan mín á Akureyri var góð. Þar var maður bara krakki að leika sér úti og á skíðum. Ekkert drama og allt mjög hefðbundið. Pabbi vann mikið og mamma var heima.“ Það sem þó var óhefðbundið var að á fyrsta ári í menntaskóla fékk Anna Hildur heilahimnubólgu og varð mjög veik. Í þeim veikindum lá hún á gjörgæslu Landspítalans í nokkrar vikur. „Eftir það fór að flosna svolítið upp hjá mér. Ég djammaði mikið og fór á flakk. Bjó í Noregi, kom heim, fór sem aupair til London í eitt ár. Fór aftur til Noregs og svo framvegis.“ Eftir árið í London var hún orðin rúmlega tvítug og fann hvernig hún var að dragast aftur úr miðað við vinkonur sínar. Anna Hildur ákvað því að byrja í Verkmenntaskólanum og klára stúdentinn. Að mati Önnu Hildar gekk þá allt eins og í sögu. „Ég var mjög virk í félagslífinu, skemmtanastjóri á árshátíðinni á lokaárinu, vann mikið með skóla og fannst allt eins og það átti að vera,“ segir Anna Hildur en bætir við: „Það er samt á þessum tíma sem fyrsta alvöru dramadæmið mitt var tengt minni áfengisneyslu. Því vinkonur mínar hittu mömmu og pabba og sögðu þeim að þær hefðu miklar áhyggjur af mér einmitt út af djammi og drykkju.“ Hvers vegna áhyggjur? Ég djammaði allar helgar og þá alltaf þannig að ég vildi aldrei fara heim heldur djammaði alla nóttina. Það var mikið strákavesen á mér og ég var því oft að vakna einhvers staðar þar sem ég átti ekki að vera.“ Vinkonuhópurinn sem fór á foreldrafundinn eru æskuvinkonur Önnu sem kalla sig Píkurnar. „Ég var alltaf að ljúga að þeim. Það er því ekkert skrýtið þótt þær hafi haft af mér áhyggjur. En ég varð rosalega fúl, fannst þær erfiðar og með óþolandi afskiptasemi.“ Og hvað gerðir þú þá? „Ég ákvað bara að flytja aftur til Noregs og losna þannig við þær,“ segir Anna Hildur og hlær. Missti son Aftur fór Anna Hildur til Noregs að vinna á hóteli. Þetta var á sama tíma og Ólympíuleikarnir voru í Lillehammer og mikil stemning í Noregi. Anna Hildur varð ásfangin því þarna kynntist hún Guðmundi Birgi Heiðarssyni og fljótlega verður Anna ólétt. Aftur ákvað hún að klára Verkmenntaskólann sem hún og gerði. En þegar sonurinn Dagur Freyr fæddist kom strax í ljós hjartagalli, því Dagur Freyr var með þrjú hjartahólf. „Læknirinn sagði okkur strax að það væri lítið hægt að gera. Við þurftum því að taka þá erfiðu ákvörðun að aftengja Dag Frey frá þeim vélum sem héldu honum á lífi.“ Að missa son var erfitt fyrir ung skötuhjú. Anna Hildur 25 ára og Guðmundur Birgir 27 ára. Fljótlega eftir sonarmissinn fóru þau aftur til Noregs og héldu áfram að vinna. „Ég var reið og leið illa. Dísa systir mín, sem er hjúkrunarfræðingur, bjó líka í Noregi á þessum tíma og hafði miklar áhyggjur af mér. Hún hafði séð bækling á sjúkrahúsinu um samtök sem heita „Vi som har et barn for lite“ sem hún lét mig fá. Í bæklingnum voru upplýsingar um 12 sporakerfið fyrir foreldra sem hafa misst barn. Þetta var í rauninni fyrsta aðkoman mín að 12 spora meðferðarkerfinu.“ Þrátt fyrir að vera komin í sambúð og tveggja barna móðir vildi Anna Hildur djamma fram eftir morgni og snemma komu upp hnökrar í parasambandinu vegna drykkjunnar hennar. Anna Hildur fór í átak sem fólst í að reyna að sleppa eftir partíum þannig að hún kæmi fyrr heim, en það tókst ekki alltaf.Vísir/Hulda Margrét Korter í þrjú á Kaffi Reykjavík Anna Hildur segir 12 spora kerfið hafa hjálpað henni mikið. Það hafi þó tekið lengri tíma að vinna úr sorginni þannig að hún kæmist á þann stað sem hún er í dag: Að upplifa þennan harm sem guðs gjöf sem hafi fært henni og gefið mikið. Sambandið hjá ungu foreldrunum lifði þó sorgina ekki af og um ári eftir að Dagur Freyr dó, skildu Anna og Guðmundur Birgir. Þá voru þau nýflutt aftur til Íslands og þar fór Anna Hildur að vinna á Kaffi Karólínu. „Þetta var á gullaldartíma Kaffi Karólínu í Gilinu og hreinlega frábært að vinna þar.“ Vorið 1997 fór Anna suður og byrja í Háskóla Íslands. „Og það var klukkan korter í þrjú á Kaffi Reykjavík sem ég kynnist Bjögga,“ segir Anna og skellir upp úr. Enda vita aðeins eldri kynslóðir alveg hvað „korter í þrjú“ þýddi á þessum tíma. Umræddur Bjöggi er Guðmundur Björgvin Baldursson, faðir dætra Önnu Hildar. Guðmundur er alltaf kallaður Bjöggi og er sjómaður. Þegar Anna Hildur og hann kynnast, var Bjöggi búinn að vera óvirkur alkóhólisti í nokkur ár. „Það byrjuðu fljótt árekstrar í sambandinu vegna drykkjunnar hjá mér. En ég náði alltaf að hægja á mér og stilla drykkjunni í hóf inn á milli. Ég varð líka mjög fljótt ólétt og við flytjum Norður.“ Við tóku þessi hefðbundu ár og verkefni: Ung fjölskylda að kaupa hús og taka það allt í gegn. Eignast annað barn og byggja upp fjölskyldu og bú. „Bjöggi reyndi ekki að stjórna drykkjunni hjá mér en það voru helst þessi eftir partí sem kostuðu árekstra á milli okkar. Því á djamminu vildi ég aldrei fara heim. Ég man að ég lofaði að reyna að halda djamminu þannig að ég kæmi heim þegar staðirnir lokuðu. Ég reyndi en gat það auðvitað ekki alltaf.“ Þegar Anna Hildur og fjölskylda fluttu til Kanarí komst hún svo sannarlega í þægilegt umhverfi því þar gat hún auðveldlega drukkið alla daga og þurfti ekki lengur að fara alltaf á djammið eins og tíðkaðist á Íslandi. Anna Hildur fékk sér drykk síðdegis, drakk fram á kvöld og alltaf of mikið. Algjör (vín-) sæla og sól Bjöggi var á sjó í Afríku og haustið 2000 ákváðu skötuhjúin að flytja til Kanarí þar sem stelpurnar fóru í leiksóla. Og vá hvað þetta var nú mikil sæla fyrir Önnu Hildi. Því á Spáni var hún ekki bundin því að fara á djammið til að drekka eins og tíðkaðist mest á Íslandi. Nei, á Spáni var hreinlega ekkert nema eðlilegt að fá sér vín í tíma og ótíma. Þó helst til hafi það verið of mikið hjá Önnu. Dagana skipulagði hún þannig að þegar hún var búin að sækja stelpurnar úr skólanum og komin heim síðdegis, fékk hún sér hvítvín eða einn ískaldan bjór. „Síðan fór ég að elda og gefa þeim að borða og koma þeim í svefninn. Horfði síðan bara á sjónvarpið,“ segir Anna Hildur og bætir við: En ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel. Því alkóhólisminn felur í sér svo mikla vanlíðan: Reiði, kvíði, þunglyndi. Ég var alltaf með sektarkennd og vissi oft ekki út af hverju. Oft hugsaði ég með mér: Hvers vegna er ég með þennan móral? Ég meina, ég var bara að horfa á sjónvarpið og gerði ekkert af mér.“ Lengi vel drakk Anna Hildur til að deyfa þessar vondu tilfinningar og sækja í vímuna sem áfengið gaf henni. En auðvitað gerist það á endanum hjá alkóhólistum að víman hættir að koma og alkóhólistanum líður bara illa áfram, þótt hann sé að drekka. Víman hættir að hafa góð áhrif. „Áhrif drykkjunnar eru svo mikil á heilann. Og maður upplifir bara viðvarandi hnút í maganum og vanlíðan og er líka svo vanmáttugur gagnvart því að vita innst inni að maður getur ekki stjórnað drykkjunni.“ Oft reyndi hún þó einhvers konar áfengisstjórn. „Ég var búin að fatta að ég mátti ekki kaupa margar flöskur í einu. Því ég drakk alltaf það sem ég átti til. Ég reyndi því að draga úr drykkjunni með því að kaupa færri og drekka þá minna. En það breytti því ekki að ég var alltaf að drekka.“ Anna Hildur reyndi líka að stemma sig af þegar Bjöggi var heima. Þá drakk hún minna en síðan þeim mun meira þegar hann var í burtu á sjó. „Ef hann talaði eitthvað um drykkjuna var ég fljót að skjóta því á hann að hann væri alkóhólisti og ætti ekki að reyna að heimfæra sinn sjúkdóm yfir á mig.“ Allt ofangreint eru mjög dæmigerð atriði í hegðun og líðan alkóhólista, þótt auðvitað sé ekkert tilfelli nákvæmlega eins. Varaformaður SÁÁ er Þráinn Farestveit afbrotafræðingur og framkvæmdastjóri Verndar fangahjálpar. Anna Hildur og Þráinn eru bjartsýn á framtíð SÁÁ og eru bæði í framboði fyrir áframhaldandi setu en aðalfundur SÁÁ verður haldin á næstu dögum. Vísir/Hulda Margrét „Nei, ég hef aldrei fengið mér afréttara“ Það er samt þarna á Kanarí sem Anna Hildur fer fyrst að velta því fyrir sér hvort mögulega eigi hún og áfengi ekki samleið. „Eina nóttina fór ég á trúnó með litlum frænda mínum, Gumma. Blindfull, fór að grenja og allt. Hann var með kærustunni á ferðarlagi á Kanarí og foreldrar hans nýskilin. Ég vaknaði daginn eftir og hugsaði með mér: Anna Hildur , það er ekkert eðlilegt við það að vera blindfull á trúnó við lítinn bróðurson þinn!“ Þegar Bjöggi kom heim, opnaði Anna Hildur samtalið við hann. „Farðu bara heim í meðferð,“ stakk Bjöggi upp á og fannst það lítið mál. En Anna Hildur saup hveljur! Hún gat ekki hugsað sér að fara til Íslands inn á Vog. Hvað þá að það færi nú að spyrjast út! Frekar fór hún því í að leita sér upplýsinga um meðferðir og úrræði á Kanarí. „En það var auðvitað ekki neitt þarna í boði miðað við það sem við þekkjum hér heima.“ Fór svo að Bjöggi tók sér frí frá sjónum og Anna Hildur fór heim á Vog og síðar eftirmeðferð á Vík. „Ég man alltaf eftir fyrsta samtalinu við ráðgjafa hjá SÁÁ. Sem spurði mig hvort ég fengi mér oft afréttara. Ég lyfti brúnum og svaraði Nei, ég hef aldrei fengið mér afréttara,“ segir Anna Hildur og hlær. Síðan lýsti hún drykkjunni fyrir ráðgjafanum. Að síðdegis kæmi hún heim. Drykki fram að svefni og væri alltaf orðin full þegar hún færi að sofa. Liði illa daginn eftir og jafnvel í drykkjunni líka. Væri með kvíða og þunglyndi, móral og timburmenn daginn eftir. Endurtæki síðan leikinn en fengi sér ekki drykk aftur fyrr en síðdegis. „Kallar þú það ekki að fá þér afréttara?“ spurði ráðgjafinn þá. Því auðvitað var síðdegisdrykkur Önnu Hildar ekkert nema afréttari. Fyrst drakk Anna til að deyfa neikvæðar og vondar tilfinningar en það sem gerist hjá alkóhólistum á endanum er að sú víma fer. Reiði, kvíði, þunglyndi, lygar og mórall eru fylgifiskur margra virkra alkóhólista en Anna segir það frábæra upplifun þegar fíknisjúklingar ná bata og átta sig á því hversu stórkostlegt lífið og líðanin verður í kjölfarið.Vísir/Hulda Margrét Ekkert gaman án áfengis Anna Hildur hrundi í það fyrir meðferðina. „Ég náði að halda mér þar til ég var komin til Íslands til að fara í meðferð. Þá hrundi ég í það á laugardagskvöldi en fór síðan inn á Vog á mánudegi.“ Meðferðin gekk vel og Önnu Hildi leið mun betur þegar hún kom út aftur. Þá fór hún á fullt með séra Jónu Lísu sem þá starfaði á Kanarí í að stofna AA deild á ensku ströndinni. En hvernig var að mæta aftur á Kanarí þar sem vínmenning er rík en mega ekki drekka? „Ég passaði mig mikið á að fylgja eftir allri dagsrútínu. Þegar að ég fann til drykkjulöngunar fór ég í labbitúr eða að planta rósum í garðinum okkar sem áður var uppfullur af kaktusum,“ segir Anna Hildur og skellir upp úr þegar hún bætir við: „Og ég get alveg sagt þér að eftir fyrsta árið mitt var ég búin að breyta þessum kaktusargarði í fallegan rósagarð!“ En þrátt fyrir þetta var eitt stórmerkilegt leyndarmál sem Anna Hildur átti: „Ég var búin að fara í meðferð en sá ekki fyrir líf án áfengis. Enda gat ég ekki ímyndað mér að það væri hægt að hafa gaman og skemmta sér ef maður væri ekki að drekka. Þetta var því miklu frekar bara að ég var að gefa edrúmennsku séns í smá tíma á meðan mér færi að líða betur.“ Mikið umbótastarf er nú í gangi hjá SÁÁ og þar starfar samhentur stjórnendahópur. Mynd fv.: Þóra Björnsdóttir, Ásgerður Th. Björnsdóttir, Guðríður Anna Jóhannsdóttir, Guðný Pálsdóttir, Hervör Poulsen, Þráinn Farestveit, Anna Hildur Guðmundsdóttir, Þ Bergþóra Kristína Íngvarsdóttir, Þóra Björk Ingólfsdóttir, Íris Sverrisdóttir, Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, Stefán Pálsson, Óskar Marinó Sigurðsson.Vísir/Hulda Margrét Erfitt að fyrirgefa sjálfum sér Eftir eitt ár hugsaði Anna Hildur síðan með sér: „Ókei. Nú er komið eitt ár. Ætti ég kannski að gefa þessu séns í eitt ár í viðbót?“ Og það ákvað hún að gera því í einu og öllu var henni farið að líða svo miklu betur en áður. Og svaf betur. Kvíðinn, magahnúturinn, mórallinn alla daga: Allt þetta var að hverfa. Eitt átti Anna Hildur þó erfitt með að gera og það var að fyrirgefa sjálfri sér. „Það tók mig mörg ár að fyrirgefa sjálfri mér. Því mér fannst ég hafa brugðist svo mörgum. Ég brást sjálfri mér og mér fannst ég hafa brugðist börnunum mínum og manninum mínum. Mér fannst ég líka hafa brugðist vinum mínum og stórfjölskyldu og fannst ég alltaf lélegri pappír en aðrir,“ segir Anna Hildur og bætir við að þessi fyrirgefning sé oft erfitt skref fyrir alkóhólista í bata að ná. Grimmdin gagnvart sjálfum sér sé oft svo mikil. „En sem betur fer eru mörg ár liðin og ég hef aldrei þurft að fara aftur í meðferð, er edrú og á geggjuðum stað í lífinu. En ég viðurkenni líka að hafa unnið mjög mikið í sjálfri mér.Ég er með mjög gott stuðningsnet í kringum mig og hika ekki við að fara til fjölskylduráðgjafa, til sálfræðings og fleira ef þess þarf.“ En hvernig kom það til að þú ákvaðst að gerast áfengis- og vímuefnaráðgjafi? „Ég sá auglýst eftir nemum í Mogganum en hafði ekki næga trú á mér til að sækja um. En Bjöggi hafði hins vegar mikla trú á mér og hvatti mig strax til að sækja um. Sem ég og gerði. Og ég hreinlega féll fyrir þessu starfi og upplifi það enn að vera í vinnu sem ég hef mikla trú á, vinn af að hugsjón og veit líka að verkfærin sem ég lærði í meðferðinni sjálf eru verkfæri sem geta hjálpað fólki í að ná svo stórkostlegum bata.“ Að hjálpa, að styðja, að hlusta, að miðla, að kenna er starf Önnu Hildar. „Ég er með þessi gen í mér að ég held. Þessi ríku hjálpar- og þjónustugen. Og við sem störfum þarna erum að vinna að þessum málum af svo mikilli hugsjón og fagmennsku. Fyrir skjólstæðingana okkar og fjölskyldur þeirra. Því við viljum hjálpa og það er í grunninn það sem starf SÁÁ snýst um.“ Anna Hildur er bjartsýn á framtíð SÁÁ enda segir hún samtökin standa á sterkum grunni. Þótt ýmsar breytingar séu sársaukafullar fyrir suma, sé mikilvægt að SÁÁ þróist í takt við kröfur samfélagsins og að samtökin séu vel undirbúin fyrir framtíðina. Nútíma starfshættir séu allt aðrir en áður tíðkuðust.Vísir/Hulda Margrét Svo bjartsýn á framtíð SÁÁ Anna Hildur segir það frábæra upplifun þegar alkóhólisti áttar sig á því hvað lífið er orðið miklu betra, öll líðan í miklu betra jafnvægi og fólk hugsar með sér: Vá! Þetta er þá satt sem fólk er að segja. Því það er hægt að ná bata og lifa svo frábæru lífi og skemmtilegu. Árið 2008 skildu leiðir hjá Önnu Hildi og Bjögga og árið 2009 útskrifaðist hún sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. „Ég var á fullu að vinna í sjálfri mér eftir skilnað og langaði líka að kynnast þessari Önnu Hildi og hvaða kona þetta væri. Því ég hafði ekki gefið mér færi áður til að rækta sjálfan mig á jákvæðan hátt. En margt þurfti ég líka að læra alveg upp á nýtt.“ Eins og hvað? „Ég til dæmis hafði aldrei kynnst karlmanni edrú og kunni ekkert á slík upphafskynni,“ nefnir Anna Hildur sem dæmi. Anna Hildur tók því ákvörðun um að best væri að vera ein um tíma og að næst ætlaði hún ekki í samband með sjómanni. Sem auðvitað snerust í öfugmæli því fljótlega kynntist hún sjómanninum Jóhanni og segir sambandið þeirra hafa þróast mjög hratt í það góða jafningjasamband sem það er enn í dag. En Anna Hildur er ekki bara ánægð með einkalífið heldur líka starf SÁÁ og þá stefnu sem það starf er að taka. „Vissulega eru erfið mál á borðinu. Eins og samningamálin við Sjúkratryggingar Íslands. Við upplifum það mál svolítið þannig að við vorum að bregðast við þeirri stöðu sem var í þjóðfélaginu eins og samtökin hafa alltaf gert. Við brugðumst við við með breyttri þjónustu en vorum auðvitað ekki með gildan samning um fjarþjónustu. Við vonumst til að það verði hægt að leysa þetta mál með samtali og samvinnu við SÍ ,“ segir Anna Hildur sem er ánægð með þann velvilja og þann einhug sem alls staðar er til að leysa úr málum. „Síðasti fundur var bara núna á dögunum og við erum öll á því að leysa úr málum með nýjum samningi og erum að setja á laggirnar samningahópa.“ En hvað með svona erfið mál eins og Einarsmálið, leiðindin þegar Þóra Kristín dregur framboðið sitt til baka eða þessar óánægjuraddirnar sem láta reglulega í sér heyra. Er þetta ekkert að hafa lýjandi áhrif í til dæmis starfsfólkið eða verkefnin í vinnunni? „Það bjargar svo miklu að við viljum öll hjálpa. Við vitum líka vel hvað við erum að gera og hversu mikilvægt okkar starf er. Og þótt það þurfi svo sannarlega að vinna í því að byggja upp traust er ég sannfærð um að almenningur veit að við gerum vel og að það munum við gera áfram. Enda þekkja vel flestar fjölskyldur á Íslandi eitthvað til okkar starfs og staðan á Íslandi væri ekki eins og hún er ef SÁÁ hefði ekki notið við,“ segir Anna og bætir við: „Sjálf hef ég líka svo mikla trú á heilstæða nálgun og að öll mál vinnist best með því að fólk tali saman, vinni saman og leiti alltaf leiða til lausna. Hvort sem það eru við, fólk, fyrirtæki eða stofnanir. Nútíma starfshættir byggja á samvinnu og samtali þar sem allir vinna sameiginlega að markmiðum. Það er ekki lengur einhver einn skipper í brúnni, það er úrelt. Í dag eru kröfur um ferla og gæðastaðla, starfslýsingar og svo framvegis. Þetta er nútíminn og við þurfum að tryggja að SÁÁ starfi samkvæmt þeim kröfum sem samfélagið og yfirvöld í dag gerir.“ Og margt er nú þegar í vinnslu. „Við erum að vinna að framtíðarsýn SÁÁ og höfum verið í mikilli greiningarvinnu. Sem er mjög mikilvæg vinna því hlutirnir eru að þróast mjög hratt. Við fengum Gylfa Dalmann dósent hjá Háskóla Íslands til að fara í mikla umbótavinnu með okkur og síðan Hákon Gunnarsson viðskiptafræðing sem er með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun,“ segir Anna Hildur og tekur fram að það sé hreinlega frábær upplifun að sjá hvað er að koma út úr þessum samtölum umbótahópanna. Í ljósi þeirra mála sem upp komu hjá fyrrverandi formanni, telur þú það þá skipta máli að næsti formaður verði kona? „Já mér finnst það. Og reyndar er staðan þannig núna að samtökin eru undir stjórn kvenna því Valgerður er forstjóri spítalans og Ásgerður fjármálastjóri svo eitthvað sé nefnt. Konur sjá oft hlutina í mýkra ljósi en karlar en það sem skiptir ekkert síður máli er að í meðferðarstarfi, rétt eins og víðast hvar í heilbrigðisgeiranum, hafa hlutirnir verið svolítið karllægir í gegnum tíðina. Sem endurspeglar samsetningu kynja í samfélaginu eins og það var en er sem betur fer að breytast. Við erum því fyrst og fremst saman konur og karlar að vinna í framhaldinu og framtíðarsýninni og það finnst mér besta blandan.“ Anna segist líka vera ánægð og þakklát fyrir margar breytingar. Margt sé að þróast í jákvæða átt í samfélaginu, ekki síst hjá ungu fólki. „Ungt fólk í dag er svo flott. Því nú eru komnar nýjar kynslóðir sem taka upplýstar ákvarðanir og oft þá þannig að fólk er að velja sér áfengislausan lífstíl. Þetta skýrir kannski að einhverju leyti af hverju ungt fólk undir tvítugu er ekki að koma í meðferð. Þar skipti reyndar líka miklu máli það átak sem samfélagið fór saman í á sínum tíma þar sem foreldrar hreinlega tóku ákvörðun um að uppræta unglingadrykkju. Hún er því allt önnur og minni en hún var hér eitt sinn og við erum líka komin með svo margt ungt fólk sem flottar fyrirmyndir í dag.“ Reksturinn byggir á fjármagni frá stjórnvöldum annars vegar og síðan því fjármagni sem SÁÁ sem grasrótarsamtök safnar og setur inn í heilbrigðisreksturinn. Sem eru um 250 milljónir á ári. En ég er bjartsýn á framtíð SÁÁ því það er svo mikill einhugur í okkur um stefnu meðferðarúrræðanna okkar og fyrst og fremst viljum við hjálpa einstaklingum með fíknsjúkdóm og fjölskyldum þeirra. Og við kunnum að takast á við erfiðleika því þótt stundum blási einhverjir vindar gerum við þetta eins og alkóhólistar gera: Það kemur högg – BÚMM – en þá er ekkert annað en að rétta aftur úr sér, bretta upp ermar og halda áfram. Því okkar starf skiptir máli.“ Heilsa Fíkn Stjórnun Starfsframi Vinnustaðurinn Heilbrigðismál Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ SÁÁ Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn” Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala. 3. júní 2022 07:00 „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ætlar þetta engan enda að taka spyr fólk? Hvað er eiginlega í gangi? Fór svo að um miðjan febrúar var Anna Hildur Guðmundsdóttir áfengis- og vímuefnaráðgjafi tímabundin kosin nýr formaður SÁÁ, eða fram að næsta aðalfundi sem haldinn verður á næstu dögum. Og þar ætlar Anna að bjóða sig áfram fram til formanns. En hvers vegna í ósköpum að bjóða sig fram í þetta hlutverk miðað við öll leiðindin sem fólk fylgist með í fjölmiðlum? Anna Hildur brosir þegar hún er spurð um þetta og segir: „Oft virðast leiðindi verri í fjölmiðlum en þau eru. Við erum til dæmis í frábæru samtali við Sjúkratryggingar Íslands þar sem allir eru einhuga um að leysa málin með nýjum samningi. Eftir margra áratuga starfsmannamælingar sem hafa sýnt ónægju krauma innan okkar hóps, fer starfsánægja starfsfólks stighækkandi upp á við og í þeim efnum stefnum við hátt. Faglega er rosalega margt að þróast og breytast í meðferðarstarfinu. En SÁÁ stendur á sterkum grunni og nú erum við á þeirri mikilvægu vegferð að tryggja að starfið okkar standi undir þeim kröfum og þörfum sem samfélagið gerir árið 2022 og fyrir framtíðina. Sem er gott þótt auðvitað séu breytingar alltaf sársaukafullar fyrir einhverja.“ Saga Önnu Hildar Það liggur í hlutarins eðli að alls kyns fortíðardraugar eru í reynslupokum flestra þeirra sem hafa einhverja aðkomu að starfi SÁÁ. Þar sem flestir hafa farið í gegnum sína erfiðleika og fundið sinn botn. En síðar náð bata. „Til dæmis var ég orðin hraðlygin. Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel,“ segir Anna Hildur þegar hún rifjar upp sinn drykkjutíma. Því Anna Hildur er jú óvirkur alkóhólisti en hefur verið edrú frá því 17.mars árið 2003 þegar hún fór í meðferð hjá SÁÁ. Eiginmaður Önnu Hildar er Jóhann Helgason, sem einnig er óvirkur alkóhólisti. Samtals eiga þau sex börn: Anna Hildur á dæturnar Ásdísi og Brynju Rún Guðmundsdætur. Jóhann á Valdimar, Helga, Margréti og Helgu Sigurveigu. Anna Hildur missti soninn Dag Frey Guðmundsson þegar hún var 25 ára. Anna Hildur djammaði ung allar helgar og þá alltaf alla nóttina því hún náði ekki að stoppa sig af. Anna segist hafa verið hraðlygin þegar hún var í drykkju og þoldi ekki afskiptasemi þeirra sem höfðu áhyggjur af því hvernig hún djammaði og drakk. Anna Hildur er fædd 22.nóvember árið 1969 á Akureyri þar sem hún ólst upp. Hún segir ekkert í hennar æsku geta skýrt út hvers vegna hún leiddist í mikla drykkju. „Ég er yngst af fjórum systkinum og æskan mín á Akureyri var góð. Þar var maður bara krakki að leika sér úti og á skíðum. Ekkert drama og allt mjög hefðbundið. Pabbi vann mikið og mamma var heima.“ Það sem þó var óhefðbundið var að á fyrsta ári í menntaskóla fékk Anna Hildur heilahimnubólgu og varð mjög veik. Í þeim veikindum lá hún á gjörgæslu Landspítalans í nokkrar vikur. „Eftir það fór að flosna svolítið upp hjá mér. Ég djammaði mikið og fór á flakk. Bjó í Noregi, kom heim, fór sem aupair til London í eitt ár. Fór aftur til Noregs og svo framvegis.“ Eftir árið í London var hún orðin rúmlega tvítug og fann hvernig hún var að dragast aftur úr miðað við vinkonur sínar. Anna Hildur ákvað því að byrja í Verkmenntaskólanum og klára stúdentinn. Að mati Önnu Hildar gekk þá allt eins og í sögu. „Ég var mjög virk í félagslífinu, skemmtanastjóri á árshátíðinni á lokaárinu, vann mikið með skóla og fannst allt eins og það átti að vera,“ segir Anna Hildur en bætir við: „Það er samt á þessum tíma sem fyrsta alvöru dramadæmið mitt var tengt minni áfengisneyslu. Því vinkonur mínar hittu mömmu og pabba og sögðu þeim að þær hefðu miklar áhyggjur af mér einmitt út af djammi og drykkju.“ Hvers vegna áhyggjur? Ég djammaði allar helgar og þá alltaf þannig að ég vildi aldrei fara heim heldur djammaði alla nóttina. Það var mikið strákavesen á mér og ég var því oft að vakna einhvers staðar þar sem ég átti ekki að vera.“ Vinkonuhópurinn sem fór á foreldrafundinn eru æskuvinkonur Önnu sem kalla sig Píkurnar. „Ég var alltaf að ljúga að þeim. Það er því ekkert skrýtið þótt þær hafi haft af mér áhyggjur. En ég varð rosalega fúl, fannst þær erfiðar og með óþolandi afskiptasemi.“ Og hvað gerðir þú þá? „Ég ákvað bara að flytja aftur til Noregs og losna þannig við þær,“ segir Anna Hildur og hlær. Missti son Aftur fór Anna Hildur til Noregs að vinna á hóteli. Þetta var á sama tíma og Ólympíuleikarnir voru í Lillehammer og mikil stemning í Noregi. Anna Hildur varð ásfangin því þarna kynntist hún Guðmundi Birgi Heiðarssyni og fljótlega verður Anna ólétt. Aftur ákvað hún að klára Verkmenntaskólann sem hún og gerði. En þegar sonurinn Dagur Freyr fæddist kom strax í ljós hjartagalli, því Dagur Freyr var með þrjú hjartahólf. „Læknirinn sagði okkur strax að það væri lítið hægt að gera. Við þurftum því að taka þá erfiðu ákvörðun að aftengja Dag Frey frá þeim vélum sem héldu honum á lífi.“ Að missa son var erfitt fyrir ung skötuhjú. Anna Hildur 25 ára og Guðmundur Birgir 27 ára. Fljótlega eftir sonarmissinn fóru þau aftur til Noregs og héldu áfram að vinna. „Ég var reið og leið illa. Dísa systir mín, sem er hjúkrunarfræðingur, bjó líka í Noregi á þessum tíma og hafði miklar áhyggjur af mér. Hún hafði séð bækling á sjúkrahúsinu um samtök sem heita „Vi som har et barn for lite“ sem hún lét mig fá. Í bæklingnum voru upplýsingar um 12 sporakerfið fyrir foreldra sem hafa misst barn. Þetta var í rauninni fyrsta aðkoman mín að 12 spora meðferðarkerfinu.“ Þrátt fyrir að vera komin í sambúð og tveggja barna móðir vildi Anna Hildur djamma fram eftir morgni og snemma komu upp hnökrar í parasambandinu vegna drykkjunnar hennar. Anna Hildur fór í átak sem fólst í að reyna að sleppa eftir partíum þannig að hún kæmi fyrr heim, en það tókst ekki alltaf.Vísir/Hulda Margrét Korter í þrjú á Kaffi Reykjavík Anna Hildur segir 12 spora kerfið hafa hjálpað henni mikið. Það hafi þó tekið lengri tíma að vinna úr sorginni þannig að hún kæmist á þann stað sem hún er í dag: Að upplifa þennan harm sem guðs gjöf sem hafi fært henni og gefið mikið. Sambandið hjá ungu foreldrunum lifði þó sorgina ekki af og um ári eftir að Dagur Freyr dó, skildu Anna og Guðmundur Birgir. Þá voru þau nýflutt aftur til Íslands og þar fór Anna Hildur að vinna á Kaffi Karólínu. „Þetta var á gullaldartíma Kaffi Karólínu í Gilinu og hreinlega frábært að vinna þar.“ Vorið 1997 fór Anna suður og byrja í Háskóla Íslands. „Og það var klukkan korter í þrjú á Kaffi Reykjavík sem ég kynnist Bjögga,“ segir Anna og skellir upp úr. Enda vita aðeins eldri kynslóðir alveg hvað „korter í þrjú“ þýddi á þessum tíma. Umræddur Bjöggi er Guðmundur Björgvin Baldursson, faðir dætra Önnu Hildar. Guðmundur er alltaf kallaður Bjöggi og er sjómaður. Þegar Anna Hildur og hann kynnast, var Bjöggi búinn að vera óvirkur alkóhólisti í nokkur ár. „Það byrjuðu fljótt árekstrar í sambandinu vegna drykkjunnar hjá mér. En ég náði alltaf að hægja á mér og stilla drykkjunni í hóf inn á milli. Ég varð líka mjög fljótt ólétt og við flytjum Norður.“ Við tóku þessi hefðbundu ár og verkefni: Ung fjölskylda að kaupa hús og taka það allt í gegn. Eignast annað barn og byggja upp fjölskyldu og bú. „Bjöggi reyndi ekki að stjórna drykkjunni hjá mér en það voru helst þessi eftir partí sem kostuðu árekstra á milli okkar. Því á djamminu vildi ég aldrei fara heim. Ég man að ég lofaði að reyna að halda djamminu þannig að ég kæmi heim þegar staðirnir lokuðu. Ég reyndi en gat það auðvitað ekki alltaf.“ Þegar Anna Hildur og fjölskylda fluttu til Kanarí komst hún svo sannarlega í þægilegt umhverfi því þar gat hún auðveldlega drukkið alla daga og þurfti ekki lengur að fara alltaf á djammið eins og tíðkaðist á Íslandi. Anna Hildur fékk sér drykk síðdegis, drakk fram á kvöld og alltaf of mikið. Algjör (vín-) sæla og sól Bjöggi var á sjó í Afríku og haustið 2000 ákváðu skötuhjúin að flytja til Kanarí þar sem stelpurnar fóru í leiksóla. Og vá hvað þetta var nú mikil sæla fyrir Önnu Hildi. Því á Spáni var hún ekki bundin því að fara á djammið til að drekka eins og tíðkaðist mest á Íslandi. Nei, á Spáni var hreinlega ekkert nema eðlilegt að fá sér vín í tíma og ótíma. Þó helst til hafi það verið of mikið hjá Önnu. Dagana skipulagði hún þannig að þegar hún var búin að sækja stelpurnar úr skólanum og komin heim síðdegis, fékk hún sér hvítvín eða einn ískaldan bjór. „Síðan fór ég að elda og gefa þeim að borða og koma þeim í svefninn. Horfði síðan bara á sjónvarpið,“ segir Anna Hildur og bætir við: En ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel. Því alkóhólisminn felur í sér svo mikla vanlíðan: Reiði, kvíði, þunglyndi. Ég var alltaf með sektarkennd og vissi oft ekki út af hverju. Oft hugsaði ég með mér: Hvers vegna er ég með þennan móral? Ég meina, ég var bara að horfa á sjónvarpið og gerði ekkert af mér.“ Lengi vel drakk Anna Hildur til að deyfa þessar vondu tilfinningar og sækja í vímuna sem áfengið gaf henni. En auðvitað gerist það á endanum hjá alkóhólistum að víman hættir að koma og alkóhólistanum líður bara illa áfram, þótt hann sé að drekka. Víman hættir að hafa góð áhrif. „Áhrif drykkjunnar eru svo mikil á heilann. Og maður upplifir bara viðvarandi hnút í maganum og vanlíðan og er líka svo vanmáttugur gagnvart því að vita innst inni að maður getur ekki stjórnað drykkjunni.“ Oft reyndi hún þó einhvers konar áfengisstjórn. „Ég var búin að fatta að ég mátti ekki kaupa margar flöskur í einu. Því ég drakk alltaf það sem ég átti til. Ég reyndi því að draga úr drykkjunni með því að kaupa færri og drekka þá minna. En það breytti því ekki að ég var alltaf að drekka.“ Anna Hildur reyndi líka að stemma sig af þegar Bjöggi var heima. Þá drakk hún minna en síðan þeim mun meira þegar hann var í burtu á sjó. „Ef hann talaði eitthvað um drykkjuna var ég fljót að skjóta því á hann að hann væri alkóhólisti og ætti ekki að reyna að heimfæra sinn sjúkdóm yfir á mig.“ Allt ofangreint eru mjög dæmigerð atriði í hegðun og líðan alkóhólista, þótt auðvitað sé ekkert tilfelli nákvæmlega eins. Varaformaður SÁÁ er Þráinn Farestveit afbrotafræðingur og framkvæmdastjóri Verndar fangahjálpar. Anna Hildur og Þráinn eru bjartsýn á framtíð SÁÁ og eru bæði í framboði fyrir áframhaldandi setu en aðalfundur SÁÁ verður haldin á næstu dögum. Vísir/Hulda Margrét „Nei, ég hef aldrei fengið mér afréttara“ Það er samt þarna á Kanarí sem Anna Hildur fer fyrst að velta því fyrir sér hvort mögulega eigi hún og áfengi ekki samleið. „Eina nóttina fór ég á trúnó með litlum frænda mínum, Gumma. Blindfull, fór að grenja og allt. Hann var með kærustunni á ferðarlagi á Kanarí og foreldrar hans nýskilin. Ég vaknaði daginn eftir og hugsaði með mér: Anna Hildur , það er ekkert eðlilegt við það að vera blindfull á trúnó við lítinn bróðurson þinn!“ Þegar Bjöggi kom heim, opnaði Anna Hildur samtalið við hann. „Farðu bara heim í meðferð,“ stakk Bjöggi upp á og fannst það lítið mál. En Anna Hildur saup hveljur! Hún gat ekki hugsað sér að fara til Íslands inn á Vog. Hvað þá að það færi nú að spyrjast út! Frekar fór hún því í að leita sér upplýsinga um meðferðir og úrræði á Kanarí. „En það var auðvitað ekki neitt þarna í boði miðað við það sem við þekkjum hér heima.“ Fór svo að Bjöggi tók sér frí frá sjónum og Anna Hildur fór heim á Vog og síðar eftirmeðferð á Vík. „Ég man alltaf eftir fyrsta samtalinu við ráðgjafa hjá SÁÁ. Sem spurði mig hvort ég fengi mér oft afréttara. Ég lyfti brúnum og svaraði Nei, ég hef aldrei fengið mér afréttara,“ segir Anna Hildur og hlær. Síðan lýsti hún drykkjunni fyrir ráðgjafanum. Að síðdegis kæmi hún heim. Drykki fram að svefni og væri alltaf orðin full þegar hún færi að sofa. Liði illa daginn eftir og jafnvel í drykkjunni líka. Væri með kvíða og þunglyndi, móral og timburmenn daginn eftir. Endurtæki síðan leikinn en fengi sér ekki drykk aftur fyrr en síðdegis. „Kallar þú það ekki að fá þér afréttara?“ spurði ráðgjafinn þá. Því auðvitað var síðdegisdrykkur Önnu Hildar ekkert nema afréttari. Fyrst drakk Anna til að deyfa neikvæðar og vondar tilfinningar en það sem gerist hjá alkóhólistum á endanum er að sú víma fer. Reiði, kvíði, þunglyndi, lygar og mórall eru fylgifiskur margra virkra alkóhólista en Anna segir það frábæra upplifun þegar fíknisjúklingar ná bata og átta sig á því hversu stórkostlegt lífið og líðanin verður í kjölfarið.Vísir/Hulda Margrét Ekkert gaman án áfengis Anna Hildur hrundi í það fyrir meðferðina. „Ég náði að halda mér þar til ég var komin til Íslands til að fara í meðferð. Þá hrundi ég í það á laugardagskvöldi en fór síðan inn á Vog á mánudegi.“ Meðferðin gekk vel og Önnu Hildi leið mun betur þegar hún kom út aftur. Þá fór hún á fullt með séra Jónu Lísu sem þá starfaði á Kanarí í að stofna AA deild á ensku ströndinni. En hvernig var að mæta aftur á Kanarí þar sem vínmenning er rík en mega ekki drekka? „Ég passaði mig mikið á að fylgja eftir allri dagsrútínu. Þegar að ég fann til drykkjulöngunar fór ég í labbitúr eða að planta rósum í garðinum okkar sem áður var uppfullur af kaktusum,“ segir Anna Hildur og skellir upp úr þegar hún bætir við: „Og ég get alveg sagt þér að eftir fyrsta árið mitt var ég búin að breyta þessum kaktusargarði í fallegan rósagarð!“ En þrátt fyrir þetta var eitt stórmerkilegt leyndarmál sem Anna Hildur átti: „Ég var búin að fara í meðferð en sá ekki fyrir líf án áfengis. Enda gat ég ekki ímyndað mér að það væri hægt að hafa gaman og skemmta sér ef maður væri ekki að drekka. Þetta var því miklu frekar bara að ég var að gefa edrúmennsku séns í smá tíma á meðan mér færi að líða betur.“ Mikið umbótastarf er nú í gangi hjá SÁÁ og þar starfar samhentur stjórnendahópur. Mynd fv.: Þóra Björnsdóttir, Ásgerður Th. Björnsdóttir, Guðríður Anna Jóhannsdóttir, Guðný Pálsdóttir, Hervör Poulsen, Þráinn Farestveit, Anna Hildur Guðmundsdóttir, Þ Bergþóra Kristína Íngvarsdóttir, Þóra Björk Ingólfsdóttir, Íris Sverrisdóttir, Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, Stefán Pálsson, Óskar Marinó Sigurðsson.Vísir/Hulda Margrét Erfitt að fyrirgefa sjálfum sér Eftir eitt ár hugsaði Anna Hildur síðan með sér: „Ókei. Nú er komið eitt ár. Ætti ég kannski að gefa þessu séns í eitt ár í viðbót?“ Og það ákvað hún að gera því í einu og öllu var henni farið að líða svo miklu betur en áður. Og svaf betur. Kvíðinn, magahnúturinn, mórallinn alla daga: Allt þetta var að hverfa. Eitt átti Anna Hildur þó erfitt með að gera og það var að fyrirgefa sjálfri sér. „Það tók mig mörg ár að fyrirgefa sjálfri mér. Því mér fannst ég hafa brugðist svo mörgum. Ég brást sjálfri mér og mér fannst ég hafa brugðist börnunum mínum og manninum mínum. Mér fannst ég líka hafa brugðist vinum mínum og stórfjölskyldu og fannst ég alltaf lélegri pappír en aðrir,“ segir Anna Hildur og bætir við að þessi fyrirgefning sé oft erfitt skref fyrir alkóhólista í bata að ná. Grimmdin gagnvart sjálfum sér sé oft svo mikil. „En sem betur fer eru mörg ár liðin og ég hef aldrei þurft að fara aftur í meðferð, er edrú og á geggjuðum stað í lífinu. En ég viðurkenni líka að hafa unnið mjög mikið í sjálfri mér.Ég er með mjög gott stuðningsnet í kringum mig og hika ekki við að fara til fjölskylduráðgjafa, til sálfræðings og fleira ef þess þarf.“ En hvernig kom það til að þú ákvaðst að gerast áfengis- og vímuefnaráðgjafi? „Ég sá auglýst eftir nemum í Mogganum en hafði ekki næga trú á mér til að sækja um. En Bjöggi hafði hins vegar mikla trú á mér og hvatti mig strax til að sækja um. Sem ég og gerði. Og ég hreinlega féll fyrir þessu starfi og upplifi það enn að vera í vinnu sem ég hef mikla trú á, vinn af að hugsjón og veit líka að verkfærin sem ég lærði í meðferðinni sjálf eru verkfæri sem geta hjálpað fólki í að ná svo stórkostlegum bata.“ Að hjálpa, að styðja, að hlusta, að miðla, að kenna er starf Önnu Hildar. „Ég er með þessi gen í mér að ég held. Þessi ríku hjálpar- og þjónustugen. Og við sem störfum þarna erum að vinna að þessum málum af svo mikilli hugsjón og fagmennsku. Fyrir skjólstæðingana okkar og fjölskyldur þeirra. Því við viljum hjálpa og það er í grunninn það sem starf SÁÁ snýst um.“ Anna Hildur er bjartsýn á framtíð SÁÁ enda segir hún samtökin standa á sterkum grunni. Þótt ýmsar breytingar séu sársaukafullar fyrir suma, sé mikilvægt að SÁÁ þróist í takt við kröfur samfélagsins og að samtökin séu vel undirbúin fyrir framtíðina. Nútíma starfshættir séu allt aðrir en áður tíðkuðust.Vísir/Hulda Margrét Svo bjartsýn á framtíð SÁÁ Anna Hildur segir það frábæra upplifun þegar alkóhólisti áttar sig á því hvað lífið er orðið miklu betra, öll líðan í miklu betra jafnvægi og fólk hugsar með sér: Vá! Þetta er þá satt sem fólk er að segja. Því það er hægt að ná bata og lifa svo frábæru lífi og skemmtilegu. Árið 2008 skildu leiðir hjá Önnu Hildi og Bjögga og árið 2009 útskrifaðist hún sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. „Ég var á fullu að vinna í sjálfri mér eftir skilnað og langaði líka að kynnast þessari Önnu Hildi og hvaða kona þetta væri. Því ég hafði ekki gefið mér færi áður til að rækta sjálfan mig á jákvæðan hátt. En margt þurfti ég líka að læra alveg upp á nýtt.“ Eins og hvað? „Ég til dæmis hafði aldrei kynnst karlmanni edrú og kunni ekkert á slík upphafskynni,“ nefnir Anna Hildur sem dæmi. Anna Hildur tók því ákvörðun um að best væri að vera ein um tíma og að næst ætlaði hún ekki í samband með sjómanni. Sem auðvitað snerust í öfugmæli því fljótlega kynntist hún sjómanninum Jóhanni og segir sambandið þeirra hafa þróast mjög hratt í það góða jafningjasamband sem það er enn í dag. En Anna Hildur er ekki bara ánægð með einkalífið heldur líka starf SÁÁ og þá stefnu sem það starf er að taka. „Vissulega eru erfið mál á borðinu. Eins og samningamálin við Sjúkratryggingar Íslands. Við upplifum það mál svolítið þannig að við vorum að bregðast við þeirri stöðu sem var í þjóðfélaginu eins og samtökin hafa alltaf gert. Við brugðumst við við með breyttri þjónustu en vorum auðvitað ekki með gildan samning um fjarþjónustu. Við vonumst til að það verði hægt að leysa þetta mál með samtali og samvinnu við SÍ ,“ segir Anna Hildur sem er ánægð með þann velvilja og þann einhug sem alls staðar er til að leysa úr málum. „Síðasti fundur var bara núna á dögunum og við erum öll á því að leysa úr málum með nýjum samningi og erum að setja á laggirnar samningahópa.“ En hvað með svona erfið mál eins og Einarsmálið, leiðindin þegar Þóra Kristín dregur framboðið sitt til baka eða þessar óánægjuraddirnar sem láta reglulega í sér heyra. Er þetta ekkert að hafa lýjandi áhrif í til dæmis starfsfólkið eða verkefnin í vinnunni? „Það bjargar svo miklu að við viljum öll hjálpa. Við vitum líka vel hvað við erum að gera og hversu mikilvægt okkar starf er. Og þótt það þurfi svo sannarlega að vinna í því að byggja upp traust er ég sannfærð um að almenningur veit að við gerum vel og að það munum við gera áfram. Enda þekkja vel flestar fjölskyldur á Íslandi eitthvað til okkar starfs og staðan á Íslandi væri ekki eins og hún er ef SÁÁ hefði ekki notið við,“ segir Anna og bætir við: „Sjálf hef ég líka svo mikla trú á heilstæða nálgun og að öll mál vinnist best með því að fólk tali saman, vinni saman og leiti alltaf leiða til lausna. Hvort sem það eru við, fólk, fyrirtæki eða stofnanir. Nútíma starfshættir byggja á samvinnu og samtali þar sem allir vinna sameiginlega að markmiðum. Það er ekki lengur einhver einn skipper í brúnni, það er úrelt. Í dag eru kröfur um ferla og gæðastaðla, starfslýsingar og svo framvegis. Þetta er nútíminn og við þurfum að tryggja að SÁÁ starfi samkvæmt þeim kröfum sem samfélagið og yfirvöld í dag gerir.“ Og margt er nú þegar í vinnslu. „Við erum að vinna að framtíðarsýn SÁÁ og höfum verið í mikilli greiningarvinnu. Sem er mjög mikilvæg vinna því hlutirnir eru að þróast mjög hratt. Við fengum Gylfa Dalmann dósent hjá Háskóla Íslands til að fara í mikla umbótavinnu með okkur og síðan Hákon Gunnarsson viðskiptafræðing sem er með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun,“ segir Anna Hildur og tekur fram að það sé hreinlega frábær upplifun að sjá hvað er að koma út úr þessum samtölum umbótahópanna. Í ljósi þeirra mála sem upp komu hjá fyrrverandi formanni, telur þú það þá skipta máli að næsti formaður verði kona? „Já mér finnst það. Og reyndar er staðan þannig núna að samtökin eru undir stjórn kvenna því Valgerður er forstjóri spítalans og Ásgerður fjármálastjóri svo eitthvað sé nefnt. Konur sjá oft hlutina í mýkra ljósi en karlar en það sem skiptir ekkert síður máli er að í meðferðarstarfi, rétt eins og víðast hvar í heilbrigðisgeiranum, hafa hlutirnir verið svolítið karllægir í gegnum tíðina. Sem endurspeglar samsetningu kynja í samfélaginu eins og það var en er sem betur fer að breytast. Við erum því fyrst og fremst saman konur og karlar að vinna í framhaldinu og framtíðarsýninni og það finnst mér besta blandan.“ Anna segist líka vera ánægð og þakklát fyrir margar breytingar. Margt sé að þróast í jákvæða átt í samfélaginu, ekki síst hjá ungu fólki. „Ungt fólk í dag er svo flott. Því nú eru komnar nýjar kynslóðir sem taka upplýstar ákvarðanir og oft þá þannig að fólk er að velja sér áfengislausan lífstíl. Þetta skýrir kannski að einhverju leyti af hverju ungt fólk undir tvítugu er ekki að koma í meðferð. Þar skipti reyndar líka miklu máli það átak sem samfélagið fór saman í á sínum tíma þar sem foreldrar hreinlega tóku ákvörðun um að uppræta unglingadrykkju. Hún er því allt önnur og minni en hún var hér eitt sinn og við erum líka komin með svo margt ungt fólk sem flottar fyrirmyndir í dag.“ Reksturinn byggir á fjármagni frá stjórnvöldum annars vegar og síðan því fjármagni sem SÁÁ sem grasrótarsamtök safnar og setur inn í heilbrigðisreksturinn. Sem eru um 250 milljónir á ári. En ég er bjartsýn á framtíð SÁÁ því það er svo mikill einhugur í okkur um stefnu meðferðarúrræðanna okkar og fyrst og fremst viljum við hjálpa einstaklingum með fíknsjúkdóm og fjölskyldum þeirra. Og við kunnum að takast á við erfiðleika því þótt stundum blási einhverjir vindar gerum við þetta eins og alkóhólistar gera: Það kemur högg – BÚMM – en þá er ekkert annað en að rétta aftur úr sér, bretta upp ermar og halda áfram. Því okkar starf skiptir máli.“
Heilsa Fíkn Stjórnun Starfsframi Vinnustaðurinn Heilbrigðismál Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ SÁÁ Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn” Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala. 3. júní 2022 07:00 „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01
„Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn” Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala. 3. júní 2022 07:00
„Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00
Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00