Fordæmalaus flóð í Yellowstone Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 11:10 Hús togast með straumnum í bænum Red Lodge í Montana. Meira en hundrað hús hafa orðið fyrir flóðunum samkvæmt opinberum aðilum. Matthew Brown/AP Fordæmalaus flóð í Yellowstone þjóðgarði hafa tætt í sig norðurhluta þjóðgarðsins og skolað burt brúm, vegum og húsum. Enginn hefur slasast eða látist í flóðunum en meira en 10.000 gestir hafa þurft að yfirgefa þjóðgarðinn. Í frétt AP um málið kemur fram að vatnsborð Yellowstone-ár hafi náð sögulegum hæðum í vikunni eftir miklar rigningar og hraðar leysingar sem leiddi til þess að skálar skoluðust til, rafmagn datt út og smábæir fylltust af vatni í suðurhluta Montana og norðurhluta Wyoming. Mikið magn rigningarvatns og hröð snjóbræðslu voru þess valdandi að vatnsyfirborð árinnar hækkað um rúma 200 millímetra. Slíkt magn úrkomu fellur venjulega á þremur mánuðum á svæðinu en féll nú á þremur dögum. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá svæðinu: Klippa: Flóð í Yellowstone Í samtali við CNN sagði Laura Jones, starfsmaður þyrlufyrirtækisins Rocky Mountain Roads, að fyrirtækið hefði þurft að ferja um 40 manns með þyrlu frá smábænum Gardiner vegna flóðanna. Enn hefur ekki þurft að bjarga neinum í bráðri lífshættu, þeir sem hafa verið fluttir hafa strandað vegna flóðanna og þurft hjálp við að koma sér burt. Vond tímasetning fyrir afmælisbarnið Hluti vegar í Yellowstone-þjóðgarði hefur eyðilagst vegna ágangs árinnar.National Park Service/AP Samkvæmt Cam Sholly, forstöðumanni Yellowstone þjóðgarðs, verður þjóðgarðurinn að minnsta kosti lokaður út næstu viku og norðuraðgangar garðsins munu hugsanlega ekki opna aftur í sumar. „Ég heyrði að þetta væri 1.000-ára viðburður, hvað sem það þýðir þessa dagana. Þeir virðast eiga sér stað æ oftar,“ sagði forstöðumaðurinn um flóðin. Flóðin koma á sérstaklega vondum tíma, einmitt þegar sumarvertíð þjóðgarðsins, sem dregur að milljónir ferðamanna, er að hefjast og í ofanálag á 150 ára afmæli þessa elsta þjóðgarðs Bandaríkjanna. Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Í frétt AP um málið kemur fram að vatnsborð Yellowstone-ár hafi náð sögulegum hæðum í vikunni eftir miklar rigningar og hraðar leysingar sem leiddi til þess að skálar skoluðust til, rafmagn datt út og smábæir fylltust af vatni í suðurhluta Montana og norðurhluta Wyoming. Mikið magn rigningarvatns og hröð snjóbræðslu voru þess valdandi að vatnsyfirborð árinnar hækkað um rúma 200 millímetra. Slíkt magn úrkomu fellur venjulega á þremur mánuðum á svæðinu en féll nú á þremur dögum. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá svæðinu: Klippa: Flóð í Yellowstone Í samtali við CNN sagði Laura Jones, starfsmaður þyrlufyrirtækisins Rocky Mountain Roads, að fyrirtækið hefði þurft að ferja um 40 manns með þyrlu frá smábænum Gardiner vegna flóðanna. Enn hefur ekki þurft að bjarga neinum í bráðri lífshættu, þeir sem hafa verið fluttir hafa strandað vegna flóðanna og þurft hjálp við að koma sér burt. Vond tímasetning fyrir afmælisbarnið Hluti vegar í Yellowstone-þjóðgarði hefur eyðilagst vegna ágangs árinnar.National Park Service/AP Samkvæmt Cam Sholly, forstöðumanni Yellowstone þjóðgarðs, verður þjóðgarðurinn að minnsta kosti lokaður út næstu viku og norðuraðgangar garðsins munu hugsanlega ekki opna aftur í sumar. „Ég heyrði að þetta væri 1.000-ára viðburður, hvað sem það þýðir þessa dagana. Þeir virðast eiga sér stað æ oftar,“ sagði forstöðumaðurinn um flóðin. Flóðin koma á sérstaklega vondum tíma, einmitt þegar sumarvertíð þjóðgarðsins, sem dregur að milljónir ferðamanna, er að hefjast og í ofanálag á 150 ára afmæli þessa elsta þjóðgarðs Bandaríkjanna.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira