Hækka spá sína og gera ráð fyrir 8,7 prósent verðbólgu í júní Eiður Þór Árnason skrifar 15. júní 2022 10:13 Landsbankinn hefur hækkað verðbólguspá sína. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að ársverðbólga mælist 8,7% í júní en hún var 7,6% í maí. Um er að ræða talsvert meiri hækkun en bankinn hafði áður spáð og skýrist það fyrst og fremst af því að verð á eldsneyti hefur hækkað mun meira en hagfræðideildin átti von á. Verðbólguspáin er sömuleiðis nokkuð svartari en hjá Greiningu Íslandsbanka sem gerir ráð fyrir því að ársverðbólga muni mælast 8,4% í júnímánuði. Því er spáð í nýrri Hagsjá Landsbankans að matarverð, reiknuð húsaleiga, eldsneyti og flugfargjöld muni skýra 80% af hækkun verðlags milli mánaða. Í spá sem bankinn birti var í maí var gert ráð fyrir 0,8% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða en hann spáir nú 1,3% hækkun milli maí og júní. Hagfræðideild Landsbankans á von á því að dæluverð eldsneytis hækki um 8% milli mánaða vegna hækkana á heimsmarkaðsverði á olíu en fram kemur í Hagsjánni að bensínverð hafi einungis tvisvar hækkað meira en 8% frá því að mælingar hófust árið 1997. Það var í mars síðastliðnum og í apríl 2009 þegar bensínverð hækkaði um 8,2%. Hagfræðideild Landsbankans spáir nú 0,4% hækkun á vísitölu neysluverðs í júlí, 0,7% hækkun í ágúst og 0,1% hækkun í september. Gangi þetta eftir mun verðbólgan fara hæst í 9,1% í ágúst áður en hún lækkar í 8,7% í september. Hagstofan birtir nýjar verðbólgutölur þann 29. júní. Verðlag Íslenskir bankar Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá því að verðbólga fari úr 7,6 í 8,4 prósent Greining Íslandsbanka spáir 8,4% verðbólgu í júnímánuði en tólf mánaða verðbólga mældist 7,6% í maí og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars 2010. Gangi spá bankans eftir væri um að ræða 1,0% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrri mánuði. 13. júní 2022 14:35 Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Daði og Hrafna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Sjá meira
Verðbólguspáin er sömuleiðis nokkuð svartari en hjá Greiningu Íslandsbanka sem gerir ráð fyrir því að ársverðbólga muni mælast 8,4% í júnímánuði. Því er spáð í nýrri Hagsjá Landsbankans að matarverð, reiknuð húsaleiga, eldsneyti og flugfargjöld muni skýra 80% af hækkun verðlags milli mánaða. Í spá sem bankinn birti var í maí var gert ráð fyrir 0,8% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða en hann spáir nú 1,3% hækkun milli maí og júní. Hagfræðideild Landsbankans á von á því að dæluverð eldsneytis hækki um 8% milli mánaða vegna hækkana á heimsmarkaðsverði á olíu en fram kemur í Hagsjánni að bensínverð hafi einungis tvisvar hækkað meira en 8% frá því að mælingar hófust árið 1997. Það var í mars síðastliðnum og í apríl 2009 þegar bensínverð hækkaði um 8,2%. Hagfræðideild Landsbankans spáir nú 0,4% hækkun á vísitölu neysluverðs í júlí, 0,7% hækkun í ágúst og 0,1% hækkun í september. Gangi þetta eftir mun verðbólgan fara hæst í 9,1% í ágúst áður en hún lækkar í 8,7% í september. Hagstofan birtir nýjar verðbólgutölur þann 29. júní.
Verðlag Íslenskir bankar Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá því að verðbólga fari úr 7,6 í 8,4 prósent Greining Íslandsbanka spáir 8,4% verðbólgu í júnímánuði en tólf mánaða verðbólga mældist 7,6% í maí og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars 2010. Gangi spá bankans eftir væri um að ræða 1,0% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrri mánuði. 13. júní 2022 14:35 Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Daði og Hrafna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Sjá meira
Spá því að verðbólga fari úr 7,6 í 8,4 prósent Greining Íslandsbanka spáir 8,4% verðbólgu í júnímánuði en tólf mánaða verðbólga mældist 7,6% í maí og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars 2010. Gangi spá bankans eftir væri um að ræða 1,0% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrri mánuði. 13. júní 2022 14:35
Verðbólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 30. maí 2022 10:19