Edda Hermannsdóttir nýr stjórnarformaður UNICEF Eiður Þór Árnason skrifar 15. júní 2022 13:29 Edda Hermannsdóttir, nýr stjórnarformaður UNICEF á Íslandi, Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri og Óttarr Proppé, fráfarandi stjórnarformaður. unicef Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, er nýr stjórnarformaður landsnefndar UNICEF á Íslandi. Edda tekur við af Óttarri Proppé sem hefur verið stjórnarformaður frá júní 2021 og setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2019. Þetta var tilkynnt á ársfundi UNICEF á Íslandi sem fram fór í dag. Fram kemur í tilkynningu frá UNICEF að tekjur samtakanna hafi verið alls 852 milljónir króna á seinasta ári en um er að ræða 6,6% aukningu milli ára. Þar af hafi framlög Heimsforeldra, reglulegra styrktaraðila UNICEF, numið 619 milljónum. Edda tók sæti í stjórn UNICEF á Íslandi í fyrra. Áður en hún gerðist markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka var hún aðstoðarritstjóri á Viðskiptablaðinu og dagskrárgerðarkona á RÚV. Mikill heiður að taka við stöðunni „Það er mikill heiður að taka við stöðu formanns stjórnar og ég er spennt að vinna áfram með þeim öfluga hópi sem stendur að baki UNICEF á Íslandi. Starfsfólk og stjórnarfólk brennur fyrir málefnum barna og oft hefur þörfin verið mikil en er nú nauðsyn í ljósi frétta af börnum á stríðshrjáðum svæðum. Við höldum því áfram að vinna af krafti í þágu barna og þökkum auðmjúklega fyrir allan þann stuðning sem Íslendingar hafa veitt til þessa verkefnis,“ segir Edda í tilkynningu. Hún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona. Þá hefur Edda setið í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og ÍMARK auk þess að hafa gefið út bækurnar Forystuþjóð og Framkoma. Hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra hvergi hærri Auk Eddu skipa nýja stjórn UNICEF á Íslandi þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögfræðingur, Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar og formaður háskólaráðs HR, Jón Magnús Kristjánsson læknir, Jökull Ingi Þorvaldsson háskólanemi og Tatjana Latinovic, VP Intellectual Property hjá Össuri og formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá er Hjördís Freyja Kjartansdóttir, framhaldsskólanemi og formaður ungmennaráðs UNICEF, áheyrnarfulltrúi í stjórninni. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynnti helstu niðurstöður úr starfsemi landsnefndarinnar á ársfundinum í dag. Þar segir að hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra á Íslandi sé sá mesti á heimsvísu og framlag landsnefndarinnar til verkefna UNICEF það næsthæsta allra landsnefnda miðað við höfðatölu á síðasta ári. Stærstum hluta, eða tæpum 471 milljón króna, var varið til reglubundins hjálparstarfs UNICEF erlendis. Heildarframlög til neyðar á árinu 2021 námu rúmum 86 milljónum króna, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Tæpum 70 milljónum var varið til verkefna innanlands, við réttindagæslu, réttindafræðslu og innleiðingu barnvænna sveitarfélaga, að því er fram kemur í tilkynningu. Þróunarsamvinna Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Vistaskipti Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Þetta var tilkynnt á ársfundi UNICEF á Íslandi sem fram fór í dag. Fram kemur í tilkynningu frá UNICEF að tekjur samtakanna hafi verið alls 852 milljónir króna á seinasta ári en um er að ræða 6,6% aukningu milli ára. Þar af hafi framlög Heimsforeldra, reglulegra styrktaraðila UNICEF, numið 619 milljónum. Edda tók sæti í stjórn UNICEF á Íslandi í fyrra. Áður en hún gerðist markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka var hún aðstoðarritstjóri á Viðskiptablaðinu og dagskrárgerðarkona á RÚV. Mikill heiður að taka við stöðunni „Það er mikill heiður að taka við stöðu formanns stjórnar og ég er spennt að vinna áfram með þeim öfluga hópi sem stendur að baki UNICEF á Íslandi. Starfsfólk og stjórnarfólk brennur fyrir málefnum barna og oft hefur þörfin verið mikil en er nú nauðsyn í ljósi frétta af börnum á stríðshrjáðum svæðum. Við höldum því áfram að vinna af krafti í þágu barna og þökkum auðmjúklega fyrir allan þann stuðning sem Íslendingar hafa veitt til þessa verkefnis,“ segir Edda í tilkynningu. Hún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona. Þá hefur Edda setið í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og ÍMARK auk þess að hafa gefið út bækurnar Forystuþjóð og Framkoma. Hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra hvergi hærri Auk Eddu skipa nýja stjórn UNICEF á Íslandi þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögfræðingur, Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar og formaður háskólaráðs HR, Jón Magnús Kristjánsson læknir, Jökull Ingi Þorvaldsson háskólanemi og Tatjana Latinovic, VP Intellectual Property hjá Össuri og formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá er Hjördís Freyja Kjartansdóttir, framhaldsskólanemi og formaður ungmennaráðs UNICEF, áheyrnarfulltrúi í stjórninni. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynnti helstu niðurstöður úr starfsemi landsnefndarinnar á ársfundinum í dag. Þar segir að hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra á Íslandi sé sá mesti á heimsvísu og framlag landsnefndarinnar til verkefna UNICEF það næsthæsta allra landsnefnda miðað við höfðatölu á síðasta ári. Stærstum hluta, eða tæpum 471 milljón króna, var varið til reglubundins hjálparstarfs UNICEF erlendis. Heildarframlög til neyðar á árinu 2021 námu rúmum 86 milljónum króna, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Tæpum 70 milljónum var varið til verkefna innanlands, við réttindagæslu, réttindafræðslu og innleiðingu barnvænna sveitarfélaga, að því er fram kemur í tilkynningu.
Þróunarsamvinna Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Vistaskipti Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira