Segir leiguverð ekki þurfa að fylgja hækkandi fasteignaverði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júní 2022 14:21 Hagfræðingur segir að leiguverð þurfi ekki að fylgja hækkandi fasteignaverði. visir/vilhelm Leiguverð hefur ekki mælst lægra að raunvirði síðan 2017. Hagfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir leiguverð ekki alltaf þurfa að fylgja fasteignaverði. Kostnaður við að eiga og reka íbúð hafi ekki hækkað mikið Ýmsir mælikvarðar benda til þess að hagstæðarasé að vera á leigumarkaði nú en oft áður hér á landi. Þetta sýnir ný skýrsla Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. „Í raun og veru þá hefur leiguverð ekki náð að halda í við verðlag og frá upphafi þá hefur aldrei lægst sem lægra hlutafall af launum. það hafa bara verið mjög rólegar hækkanir. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna umfjöllunin hefur verið með þessum hætti sem hún hefur verið því allir okkar mælikvarðar benda til þess að það hafi verið óvenjulega gott að vera á leigumarkaði,“ segir Kári S. Friðriksson hagfræðingur. Þetta þýði þó ekki að það séu ekki hópar á leigumarkaði sem hafi það talsvert slæmt. Í alþjóðlegum samanburði sé leigumarkaðurinn á Íslandi - heilt yfir - óþroskaður og bjóði ekki upp á stöðugleika fyrir leigjendur. „Við erum með árlega leigukönnun sem er að fara í gang en samkvæmt henni þá eru margir sem hafa þurft að flytja, sjö, átta, og jafnvel níu sinnum á síðustu tíu árum.“ En ég velti fyrir mér hvort það sé ekki merki um heilbrigði að leiguverð hafi ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð sem hefur náttúrulega blásið óhóflega út? „Leiguverð þarf ekki alltaf að fylgja fasteignaverði. Ég held að helsta skýringin þarna sé bara sú að fjármagnskostnaðurinn við að eiga íbúð hefur ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð af því að vextir eru ennþá töluvert lægri en þeir voru yfir langt skeið þannig að jafnvel þótt fasteignaverð hafi hækkað þá er greiðslubyrði af lánum minni en þau hafa oft verið.“ Þrýstingur á leigumarkaði gæti þó aukist þegar fram líða stundir. „Ég býst svo sem ekki við að leiguverð muni verða jafn hátt hlutfall af fasteignaverði og það var hér áður fyrr en hins vegar nú þegar stýrivextir eru að hækka, ferðaþjónustan er að koma til baka ásamt mikilli fólksfjölgun þá gæti þrýstingurinn á leigumarkaðinn aukist og við gætum farið að sjá meiri verðhækkanir þar en hafa verið.“ Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15. júní 2022 11:33 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Ýmsir mælikvarðar benda til þess að hagstæðarasé að vera á leigumarkaði nú en oft áður hér á landi. Þetta sýnir ný skýrsla Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. „Í raun og veru þá hefur leiguverð ekki náð að halda í við verðlag og frá upphafi þá hefur aldrei lægst sem lægra hlutafall af launum. það hafa bara verið mjög rólegar hækkanir. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna umfjöllunin hefur verið með þessum hætti sem hún hefur verið því allir okkar mælikvarðar benda til þess að það hafi verið óvenjulega gott að vera á leigumarkaði,“ segir Kári S. Friðriksson hagfræðingur. Þetta þýði þó ekki að það séu ekki hópar á leigumarkaði sem hafi það talsvert slæmt. Í alþjóðlegum samanburði sé leigumarkaðurinn á Íslandi - heilt yfir - óþroskaður og bjóði ekki upp á stöðugleika fyrir leigjendur. „Við erum með árlega leigukönnun sem er að fara í gang en samkvæmt henni þá eru margir sem hafa þurft að flytja, sjö, átta, og jafnvel níu sinnum á síðustu tíu árum.“ En ég velti fyrir mér hvort það sé ekki merki um heilbrigði að leiguverð hafi ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð sem hefur náttúrulega blásið óhóflega út? „Leiguverð þarf ekki alltaf að fylgja fasteignaverði. Ég held að helsta skýringin þarna sé bara sú að fjármagnskostnaðurinn við að eiga íbúð hefur ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð af því að vextir eru ennþá töluvert lægri en þeir voru yfir langt skeið þannig að jafnvel þótt fasteignaverð hafi hækkað þá er greiðslubyrði af lánum minni en þau hafa oft verið.“ Þrýstingur á leigumarkaði gæti þó aukist þegar fram líða stundir. „Ég býst svo sem ekki við að leiguverð muni verða jafn hátt hlutfall af fasteignaverði og það var hér áður fyrr en hins vegar nú þegar stýrivextir eru að hækka, ferðaþjónustan er að koma til baka ásamt mikilli fólksfjölgun þá gæti þrýstingurinn á leigumarkaðinn aukist og við gætum farið að sjá meiri verðhækkanir þar en hafa verið.“
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15. júní 2022 11:33 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15. júní 2022 11:33
Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15