Hinn 41 árs gamli leikari virðist klár í slaginn miðað við fyrstu mynd af honum sem ofurkærastinn Ken. Þar stillir hann sér upp sólbrúnn í gallavesti og buxum og lætur glitta í magavöðvana.

Myndin er væntanleg þann 21. júlí á næsta ári og skartar fleiri leikurum en Gosling og Robbie. Will Ferrell, Issa Rae, Kate McKinnon og Michael Cera eru öll í leikaraliðinu.
#BARBIE
— Warner Bros. Pictures (@wbpictures) April 26, 2022
July 21, 2023
Only in theaters pic.twitter.com/mauCGpizD1
Greta Gerwig er leikstjóri myndarinnar en hún segir áhorfendur mega búast við ferskri nálgun á dúkkuna frægu.
„Fólk heyrir Barbie og hugsar með sér „ég veit hvað þessi mynd mun fjalla um“ og svo heyrir það að Greta Gerwig sé að skrifa og leikstýra og hugsar „Nú, ég veit það kannski ekki,“ sagði Margot Robbie í samtali við Vogue á síðasta ári.
Hún bætir við að hlutverkinu fylgi umdeild saga en jafnframt nostalgískar tengingar en með því komi margar spennandi leiðir til að tækla hlutverkið.