Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim Sverrir Mar Smárason skrifar 15. júní 2022 21:54 Jón Þór á hliðarlínunni í leiknum. Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjalfari ÍA, var gríðarlega svekktur í leikslok eftir að KR hafði jafnað metin 3-3 í uppbótartíma í leik liðanna í kvöld. ÍA komst tvisvar yfir í leiknum en fóru ekki heim með nema eitt stig. „Eins svekkjandi og það gerist. Það er ekki flóknara en það. Ég var virkilega ánægður með liðið og margt í þessum leik. Heildarbragur á liðinu og þetta var frábær frammistaða hjá leikmönnum í dag.“ „Ég er mjög ósáttur við þessi mörk sem við fáum á okkur. Fyrsta markið er úr kross hérna einhverstaðar utan af miðjum velli. Við stöndum alltof aftarlega þar og hleypum þeim alltof nálægt markinu okkar. Ægir Jarl skallar boltann nánast inni í markteig þar. Sama hérna með aukaspyrnu inná þeirra vallarhelmingi sem þeir negla inn í í síðasta markinu og endar inni hvernig sem það gerist, eitthvað brot í því ég veit ekkert um það ég sé það ekki nógu vel. Það er svekkjandi að fá þau tvö mörk á sig sérstaklega,“ sagði Jón Þór. Sóknarleikur ÍA var betri en oft áður í sumar og mörkin sem þeir skora koma öll úr opnum leik. „Mér fannst það og mér fannst við heilt yfir betri í þessum leik frá fyrstu mínútu og það er bara ótrúlegt hvernig við förum ekki héðan með þrjú stig,“ sagði Jón Þór. Þegar Jón Þór var spurður út í hvað fara hefði mátt betur varnarlega svaraði hann einfaldlega. „Við getum ekkert verið að fara yfir allan leikinn, Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim.“ KR-ingar jöfnuðu, líkt og fyrr segir, í uppbótartíma og hefði Jón Þór viljað koma í veg fyrir það mark. „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alec hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór um jöfnunarmarkið. Skagamenn geta tekið margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að þeir hafi ekki fengið þrjú stig. „Algjörlega, ekki spurning,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR ÍA Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
„Eins svekkjandi og það gerist. Það er ekki flóknara en það. Ég var virkilega ánægður með liðið og margt í þessum leik. Heildarbragur á liðinu og þetta var frábær frammistaða hjá leikmönnum í dag.“ „Ég er mjög ósáttur við þessi mörk sem við fáum á okkur. Fyrsta markið er úr kross hérna einhverstaðar utan af miðjum velli. Við stöndum alltof aftarlega þar og hleypum þeim alltof nálægt markinu okkar. Ægir Jarl skallar boltann nánast inni í markteig þar. Sama hérna með aukaspyrnu inná þeirra vallarhelmingi sem þeir negla inn í í síðasta markinu og endar inni hvernig sem það gerist, eitthvað brot í því ég veit ekkert um það ég sé það ekki nógu vel. Það er svekkjandi að fá þau tvö mörk á sig sérstaklega,“ sagði Jón Þór. Sóknarleikur ÍA var betri en oft áður í sumar og mörkin sem þeir skora koma öll úr opnum leik. „Mér fannst það og mér fannst við heilt yfir betri í þessum leik frá fyrstu mínútu og það er bara ótrúlegt hvernig við förum ekki héðan með þrjú stig,“ sagði Jón Þór. Þegar Jón Þór var spurður út í hvað fara hefði mátt betur varnarlega svaraði hann einfaldlega. „Við getum ekkert verið að fara yfir allan leikinn, Hvalfjarðargöngin eru að loka klukkan tíu og við verðum að drífa okkur heim.“ KR-ingar jöfnuðu, líkt og fyrr segir, í uppbótartíma og hefði Jón Þór viljað koma í veg fyrir það mark. „Þetta er aukaspyrna inná þeirra vallarhelmingi sem þeir setja inn í teig og það er mark. Þetta er bara bolti sem við eigum að skalla í burtu og ekkert mál. Árni telur sig vera með hann, kallar á Alex og Alec hikar. Það endar í markinu hvort sem það er eitthvað brotið á Árna eða hvernig það var en þetta er ódýrt og soft og gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór um jöfnunarmarkið. Skagamenn geta tekið margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að þeir hafi ekki fengið þrjú stig. „Algjörlega, ekki spurning,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR ÍA Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Leik lokið: KR 3-3 ÍA | Sex marka spennutryllir í Vesturbænum KR og ÍA skyldu jöfn dramatískum leik í Vesturbæ. KR-ingar jöfnuðu metin á 94 mínútu með sjálfsmarki frá Alex Davey. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. júní 2022 22:48