Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2022 22:47 Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. Þetta kom fram í ræðu hennar á fundi Viðskiptaráðs og Arion banka í morgun þar sem fjallað var um samkeppnishæfni ríkja. IMD háskólinn gerir árlegar greiningar á samkeppnishæfni ríkja og var sú greining til umræðu á fundinum. Ísland raðar sér í 16. sæti listans og rekur því enn lestina í samanburði við hin Norðurlöndin. Aukið vinnuafl forsenda hagvaxtar Lilja beindi sjónum að of fáum vinnandi höndum. „Næsta stóra áskorun okkar í hagkerfinu er verðbólguþrýstingur vegna þess að það eru of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði í dag. Og það eru nokkrir þættir sem skýra það. Það eru færri sem skila sér eftir Covid þrátt fyrir að þetta sé á uppleið hjá okkur og við getum státað af einni mestu og bestu atvinnuþátttöku t.a.m. kvenna. En við bara finnum það að verðbólguþrýstingurinn er að koma frá því. Við erum líka búin að stytta vinnuvikuna, sem er bara heill mánuður. Fólk er með einn mánuð í sumarfrí og svo er styttingin heill mánuður. Og vitið þið, þetta bara telur. Þetta bara telur.” Þá bar hún saman íslenska og bandaríska hagkerfið. „Verðbólguþrýstingur er svipaður. Þeir eru bara að lenda í því sama og við vegna þess að það er skortur á vinnuafli. Þetta verður viðvarandi vandi í vestrænum hagkerfum næstu tvö til fimm árin. Það er þannig að ef hagkerfin sjá ekki tveggja prósenta vöxt vinnuafls, þá er ekki hægt að sjá fram á langtíma hagvöxt. Japan er gott dæmi um það, þeir sofnuðu á verðinum í fólksfjölgun.“ Lilja vill jafnframt afnema skerðingar á aldurstengdum starfslokum og auka valfrelsi til atvinnu. „Galið“ sé að neyða fólk að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. „Ég tel að það eigi að minnka eða jafnvel afnema skerðingar og ég veit að þetta er mjög róttækt en við munum bara þurfa á fólki að halda. Gallinn við það kerfi sem við erum búin að búa til er að ef þú vinnur eitthvað, þá ertu strax kominn í einhverjar skerðingar og það er svo letjandi fyrir fólk.“ Hægt er að sjá erindi Lilju í spilaranum en ávarp hennar hefst eftir um 35 mínútur. Draga þurfi úr takmörkunum Varðandi samkeppnishæfni og beinar fjárfestingar erlandra aðila telur Lilja að draga þurfi úr takmörkunum á erlendar fjárfestingar. Ferðaþjónustan hafi í því samhengi breytt hagkerfinu mikið síðustu ár. „Allt í einu erum við komin með hagkerfi sem býr til meiri afgang en við erum að nota,“ sagði Lilja og á við að ferðaþjónustan hafi búið til svo miklar gjaldeyristekjur að gjaldeyrisforðinn sé orðinn mikill. Hún telur að næsta skref sé að fara skimun á því hvar ríkið ætti fá beinar fjárfestingar og nefnir kvikmyndaiðnaðinn í því samhengi. „Þetta snýst um að fara inn í geira þar sem gengur vel og aðstoða. Þetta hefur virkað fyrir mjög mörg hagkerfi, Suður-Kórea gerir þetta til dæmis markvisst.“ Fréttin hefur verið uppfærð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu hennar á fundi Viðskiptaráðs og Arion banka í morgun þar sem fjallað var um samkeppnishæfni ríkja. IMD háskólinn gerir árlegar greiningar á samkeppnishæfni ríkja og var sú greining til umræðu á fundinum. Ísland raðar sér í 16. sæti listans og rekur því enn lestina í samanburði við hin Norðurlöndin. Aukið vinnuafl forsenda hagvaxtar Lilja beindi sjónum að of fáum vinnandi höndum. „Næsta stóra áskorun okkar í hagkerfinu er verðbólguþrýstingur vegna þess að það eru of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði í dag. Og það eru nokkrir þættir sem skýra það. Það eru færri sem skila sér eftir Covid þrátt fyrir að þetta sé á uppleið hjá okkur og við getum státað af einni mestu og bestu atvinnuþátttöku t.a.m. kvenna. En við bara finnum það að verðbólguþrýstingurinn er að koma frá því. Við erum líka búin að stytta vinnuvikuna, sem er bara heill mánuður. Fólk er með einn mánuð í sumarfrí og svo er styttingin heill mánuður. Og vitið þið, þetta bara telur. Þetta bara telur.” Þá bar hún saman íslenska og bandaríska hagkerfið. „Verðbólguþrýstingur er svipaður. Þeir eru bara að lenda í því sama og við vegna þess að það er skortur á vinnuafli. Þetta verður viðvarandi vandi í vestrænum hagkerfum næstu tvö til fimm árin. Það er þannig að ef hagkerfin sjá ekki tveggja prósenta vöxt vinnuafls, þá er ekki hægt að sjá fram á langtíma hagvöxt. Japan er gott dæmi um það, þeir sofnuðu á verðinum í fólksfjölgun.“ Lilja vill jafnframt afnema skerðingar á aldurstengdum starfslokum og auka valfrelsi til atvinnu. „Galið“ sé að neyða fólk að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. „Ég tel að það eigi að minnka eða jafnvel afnema skerðingar og ég veit að þetta er mjög róttækt en við munum bara þurfa á fólki að halda. Gallinn við það kerfi sem við erum búin að búa til er að ef þú vinnur eitthvað, þá ertu strax kominn í einhverjar skerðingar og það er svo letjandi fyrir fólk.“ Hægt er að sjá erindi Lilju í spilaranum en ávarp hennar hefst eftir um 35 mínútur. Draga þurfi úr takmörkunum Varðandi samkeppnishæfni og beinar fjárfestingar erlandra aðila telur Lilja að draga þurfi úr takmörkunum á erlendar fjárfestingar. Ferðaþjónustan hafi í því samhengi breytt hagkerfinu mikið síðustu ár. „Allt í einu erum við komin með hagkerfi sem býr til meiri afgang en við erum að nota,“ sagði Lilja og á við að ferðaþjónustan hafi búið til svo miklar gjaldeyristekjur að gjaldeyrisforðinn sé orðinn mikill. Hún telur að næsta skref sé að fara skimun á því hvar ríkið ætti fá beinar fjárfestingar og nefnir kvikmyndaiðnaðinn í því samhengi. „Þetta snýst um að fara inn í geira þar sem gengur vel og aðstoða. Þetta hefur virkað fyrir mjög mörg hagkerfi, Suður-Kórea gerir þetta til dæmis markvisst.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira