Liðhlauparnir mæta til leiks á US Open Valur Páll Eiríksson skrifar 16. júní 2022 10:30 Dustin Johnson (t.h.) er á meðal keppenda á LIV-mótaröðinni sem taka þátt á US Open um helgina. Rory McIlroy (t.v.) er á meðal háværustu gagnrýnenda mótaraðarinnar. Harry How/Getty Images Opna bandaríska meistaramótið, US Open, hefst á Brookline-vellinum í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum í dag. Margir af bestu kylfingum heims mæta til leiks, þar á meðal kylfingar af LIV-mótaröðinni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf. Spánverjinn Jon Rahm á titil að verja og verður á meðal fyrri kylfinga til að hefja leik er hann mætir í brautina klukkan 11:18 að íslenskum tíma. Rahm er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt hina nýju LIV-mótaröð, sem er greidd fyrir af stjórnvöldum í Sádí-Arabíu, og hefur haldið kyrru fyrir á PGA-mótaröðinni. Rory McIlroy hefur tekið sama pól í hæðina og Rahm, en hann fer einnig snemma af stað, klukkan 11:40, og verður í holli með Japananum Hideki Matsuyuma, sem vann Masters-mótið í fyrra, og Ólympíugullhafanum Xander Schauffele. PGA-mótaröðin tók ákvörðun í síðustu viku að banna kylfinga sem tækju þátt á LIV-mótaröðinni frá sínum viðburðum. Opna bandaríska meistaramótið er aftur á móti rekið af bandaríska golfsambandinu (USGA) sem sér ekkert athugavert við þátttöku þeirra um helgina. Phil Mickelson, sem hefur vakið mikla athygli vegna þátttöku á LIV-mótaröðinni, fer út á braut klukkan 17:47, og annar liðhlaupi, Dustin Johnson skömmu áður, klukkan 17:36. Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas, sigurvegari PGA-meistaramótsins, fer öllu seinna af stað, klukkan 17:14, ásamt landa sínum Tony Finau og Norðmanninum Viktor Hovland. Thomas er einnig á meðal þeirra sem hvað háværast hafa gagnrýnt LIV í vikunni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf og verður þar sýnt frá öllum fjórum leikdögum um helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Opna bandaríska Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spánverjinn Jon Rahm á titil að verja og verður á meðal fyrri kylfinga til að hefja leik er hann mætir í brautina klukkan 11:18 að íslenskum tíma. Rahm er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt hina nýju LIV-mótaröð, sem er greidd fyrir af stjórnvöldum í Sádí-Arabíu, og hefur haldið kyrru fyrir á PGA-mótaröðinni. Rory McIlroy hefur tekið sama pól í hæðina og Rahm, en hann fer einnig snemma af stað, klukkan 11:40, og verður í holli með Japananum Hideki Matsuyuma, sem vann Masters-mótið í fyrra, og Ólympíugullhafanum Xander Schauffele. PGA-mótaröðin tók ákvörðun í síðustu viku að banna kylfinga sem tækju þátt á LIV-mótaröðinni frá sínum viðburðum. Opna bandaríska meistaramótið er aftur á móti rekið af bandaríska golfsambandinu (USGA) sem sér ekkert athugavert við þátttöku þeirra um helgina. Phil Mickelson, sem hefur vakið mikla athygli vegna þátttöku á LIV-mótaröðinni, fer út á braut klukkan 17:47, og annar liðhlaupi, Dustin Johnson skömmu áður, klukkan 17:36. Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas, sigurvegari PGA-meistaramótsins, fer öllu seinna af stað, klukkan 17:14, ásamt landa sínum Tony Finau og Norðmanninum Viktor Hovland. Thomas er einnig á meðal þeirra sem hvað háværast hafa gagnrýnt LIV í vikunni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf og verður þar sýnt frá öllum fjórum leikdögum um helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Opna bandaríska Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira