„Mjög óvinsæl“ en verður með á EM Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2022 15:01 Nadia Nadim hefur leikið 99 landsleiki fyrir Danmörku. Getty/Stephen McCarthy Danir verða líkt og Íslendingar á Evrópumótinu í Englandi í næsta mánuði og nú hefur danski landsliðsþjálfarinn Lars Söndergaard tilkynnt hvaða 23 leikmenn hann ætlar að taka með á mótið. Mesta athygli vekur að í danska hópnum er læknirinn Nadia Nadim sem eftir að hafa verið mjög vinsæl í Danmörku skapaði sér miklar óvinsældir með því að gerast sendiherra HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Nadim hefur aldrei svarað ítrekuðum fyrirspurnum danskra fjölmiðla varðandi störf sín fyrir Katara en Söndergaard segir ljóst að nú muni hún þurfa að svara spurningum fjölmiðla eins og aðrar landsliðskonur. Hann vill að málið verði afgreitt sem fyrst svo að hægt verði að beina athyglinni að EM. „Hún hefur verið mjög óvinsæl vegna ákvörðunar sem hún tók um að verða sendiherra [HM í Katar]. En ástæðan fyrir valinu á Nadiu er íþróttalegs eðlis,“ sagði Söndergaard þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn í dag. Nadia Nadim fagnar marki sínu gegn Hollandi í úrslitaleiknum á EM 2017. Hún kom til Danmerkur ellefu ára gömul sem flóttamaður frá Afganistan eftir að faðir hennar var myrtur og hefur saga hennar vakið mikla athygli.Getty/Dean Mouhtaropoulos Nadim og Pernille Harder voru skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleikinn á síðasta EM, í Hollandi 2017, og eru báðar í hópnum nú. Harder hefur sagt að hún hefði aldrei sjálf samþykkt að auglýsa HM í Katar, vegna mannréttindabrota sem þar hafa liðist. Jóker en ekki lykilmaður Nadim er nýbyrjuð að spila að nýju með Racing Louisville í Bandaríkjunum eftir að hafa verið frá keppni í níu mánuði vegna meiðsla. Söndergaard lítur því ekki á þessa 99 landsleikja konu sem lykilleikmann heldur leikmann sem gæti komið inn og gert eitthvað óvænt. Eins konar „jóker“. „Við höfum fengið skýrslur um líkamlegt form hennar frá félaginu hennar og séð vídjó af æfingum,“ sagði Söndergaard sem undirstrikaði að Nadim yrði ekki í felum frá fjölmiðlum. „Við viljum gjarnan vera opið og aðgengilegt landslið. Nadia kemur og verður til viðtals rétt eins og aðrir leikmenn.“ EM fer fram dagana 6.-31. júlí og fyrsti leikur Dana er gegn Þjóðverjum 8. júlí. Danski EM-hópurinn: Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen. EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira
Mesta athygli vekur að í danska hópnum er læknirinn Nadia Nadim sem eftir að hafa verið mjög vinsæl í Danmörku skapaði sér miklar óvinsældir með því að gerast sendiherra HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Nadim hefur aldrei svarað ítrekuðum fyrirspurnum danskra fjölmiðla varðandi störf sín fyrir Katara en Söndergaard segir ljóst að nú muni hún þurfa að svara spurningum fjölmiðla eins og aðrar landsliðskonur. Hann vill að málið verði afgreitt sem fyrst svo að hægt verði að beina athyglinni að EM. „Hún hefur verið mjög óvinsæl vegna ákvörðunar sem hún tók um að verða sendiherra [HM í Katar]. En ástæðan fyrir valinu á Nadiu er íþróttalegs eðlis,“ sagði Söndergaard þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn í dag. Nadia Nadim fagnar marki sínu gegn Hollandi í úrslitaleiknum á EM 2017. Hún kom til Danmerkur ellefu ára gömul sem flóttamaður frá Afganistan eftir að faðir hennar var myrtur og hefur saga hennar vakið mikla athygli.Getty/Dean Mouhtaropoulos Nadim og Pernille Harder voru skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleikinn á síðasta EM, í Hollandi 2017, og eru báðar í hópnum nú. Harder hefur sagt að hún hefði aldrei sjálf samþykkt að auglýsa HM í Katar, vegna mannréttindabrota sem þar hafa liðist. Jóker en ekki lykilmaður Nadim er nýbyrjuð að spila að nýju með Racing Louisville í Bandaríkjunum eftir að hafa verið frá keppni í níu mánuði vegna meiðsla. Söndergaard lítur því ekki á þessa 99 landsleikja konu sem lykilleikmann heldur leikmann sem gæti komið inn og gert eitthvað óvænt. Eins konar „jóker“. „Við höfum fengið skýrslur um líkamlegt form hennar frá félaginu hennar og séð vídjó af æfingum,“ sagði Söndergaard sem undirstrikaði að Nadim yrði ekki í felum frá fjölmiðlum. „Við viljum gjarnan vera opið og aðgengilegt landslið. Nadia kemur og verður til viðtals rétt eins og aðrir leikmenn.“ EM fer fram dagana 6.-31. júlí og fyrsti leikur Dana er gegn Þjóðverjum 8. júlí. Danski EM-hópurinn: Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen.
Markmenn: Lene Christensen, Katrine Svane, Laura Worsøe. Varnarmenn: Rikke Sevecke, Simone Boye, Katrine Veje, Stine Ballisager, Luna Gevitz, Janni Thomsen, Sara Thrige, Sofie Svava, Sara Holmgaard. Miðjumenn: Karen Holmgaard, Kathrine Kühl, Sofie Junge Pedersen, Sanne Troelsgaard, Sofie Bredgaard, Mille Gejl, Rikke Marie Madsen. Sóknarmenn: Signe Bruun, Pernille Harder, Nadia Nadim og Stine Larsen.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira