Innlent

Fjórir handteknir í nótt vegna líkamsárása

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Alls gistu átta í fangageymslum lögreglu í nótt.
Alls gistu átta í fangageymslum lögreglu í nótt. Vísir/Vilhelm

Mikið var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Sextíu og tvö mál voru skráð frá klukkan 17 síðdegis í gær þar til klukkan fimm í morgun. Alls gistu átta í fangageymslum lögreglu í nótt.

Fram kemur í dagbók lögreglu að fjórir þeirra sem gistu fangageymslur í nótt hafi verið handteknir vegna líkamsárása í fjórum aðskildum málum. Tveir hafi verið handteknir vegna innbrots, einn náðst sem var eftirlýstur og sá síðasti fyrir ítrekuð afskipti.

Einn þeirra sem handekinn var fyrir líkamsárás var handtekinn Hafnarfirði. Hann er grunaður um að hafa ráðist á tvo einstaklinga, skallað annan í andlitið og kýlt hinn tvisvar sinnum.

Tilkynnt var um innbrot í miðbænum í nótt. Búið var að taka einhverja muni en lögregla segir að sig gruni hver hafi þar verið að verki. Málið er nú í rannsókn. 

Þá var tilkynnt um eignarspjöll í Laugardal en þar hafði einstaklingur ítrekað sparkað í bifreið. Þá var einn handtekinn og vistaður í fangageysmlu eftir ítrekuð afskpti lögreglu vegna ölvunar.

Þá voru tveir handteknir í Kópavogi vegna gruns um innbrot og þjófnað og þeir vistaðir í fangageymslum í nótt. 

Tilkynnt var um minniháttar umferðarslys í Mosfellsbæ þar sem rafskúta og reiðhjól lentu saman. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort slys hafi orðið á fólki.

Þá var einn ökumaður sviptur ökuréttindum vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eftir að hann var stöðvaður af lögreglu í Árbæ. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×