Pogba gagnrýnir Man Utd fyrir samningsboð upp á nærri fimmtíu milljónir á viku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 08:30 Paul Pogba sneri aftur til Manchester United árið 2016 en er nú farinn frá félaginu. Getty/Ash Donelon Í dag kemur út heimildarmynd með Paul Pogba í aðalhlutverki. Í myndinni segir Pogba að Manchester United hafi ekki gert neitt til að halda sér hjá félaginu en vitað er að Pogba fékk samningstilboð upp á 300 þúsund pund á viku frá Man Utd. Samningur hins 29 ára gamla Pogba við Man United rann út í sumar. Talið er að hann snúi aftur til Juventus – sem fékk hann einnig frítt frá Man Utd árið 2012 – en París Saint-Germain og Real Madríd eru líka inn í myndinni. Pogba hefur verið mikið á milli tannanna á fólki vegna frammistöðu sinnar og oftar en ekki ummæla um Man United. Búast má við að hin nýja heimildarmynd helli olíu á þann eld. „Ég ætla að sýna Manchester að þeir gerðu mistök að bíða svo lengi með að gefa mér samning,“ segir miðvallarleikmaðurinn meðal annars í myndinni sem verður frumsýnd í dag, á Þjóðhátíðardag Íslendinga. My thought process is to show Manchester they made a mistake in waiting to give me a contract A look at Paul Pogba s new doc, which launches on Amazon Prime on June 17. It s about him, but mostly about money, marketing & misery at #MUFC #thePogmentary https://t.co/B16RLUvkA9— Oliver Kay (@OliverKay) June 16, 2022 Þá tekur Pogba sérstaklega fram að Man Utd hafi ekki gert neitt til að halda sér hjá félaginu. Honum var samt boðinn samningur upp á 300 þúsund pund á viku eða tæplega 50 milljónir króna. Það samsvarar árslaunum upp á tæplega 2600 milljónir eða 2,6 milljarða íslenskra króna. Paul Pogba says he wants to prove Manchester United wrong after claiming their reported £300,000-a-week offer to keep him was 'nothing' https://t.co/AeRvo4UAEY— Guardian sport (@guardian_sport) June 16, 2022 Hvar og hvenær Pogba ætlar að sýna Man Utd að félagið hafi gert mistök á eftir að koma í ljós en leikmaðurinn hefur verið fjarri góðu gamni að undanförnu. Á sama tíma hefur það reynst þrautin þyngri fyrir Man Utd að finna leikman í hans stað en félagið á enn eftir að láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Samningur hins 29 ára gamla Pogba við Man United rann út í sumar. Talið er að hann snúi aftur til Juventus – sem fékk hann einnig frítt frá Man Utd árið 2012 – en París Saint-Germain og Real Madríd eru líka inn í myndinni. Pogba hefur verið mikið á milli tannanna á fólki vegna frammistöðu sinnar og oftar en ekki ummæla um Man United. Búast má við að hin nýja heimildarmynd helli olíu á þann eld. „Ég ætla að sýna Manchester að þeir gerðu mistök að bíða svo lengi með að gefa mér samning,“ segir miðvallarleikmaðurinn meðal annars í myndinni sem verður frumsýnd í dag, á Þjóðhátíðardag Íslendinga. My thought process is to show Manchester they made a mistake in waiting to give me a contract A look at Paul Pogba s new doc, which launches on Amazon Prime on June 17. It s about him, but mostly about money, marketing & misery at #MUFC #thePogmentary https://t.co/B16RLUvkA9— Oliver Kay (@OliverKay) June 16, 2022 Þá tekur Pogba sérstaklega fram að Man Utd hafi ekki gert neitt til að halda sér hjá félaginu. Honum var samt boðinn samningur upp á 300 þúsund pund á viku eða tæplega 50 milljónir króna. Það samsvarar árslaunum upp á tæplega 2600 milljónir eða 2,6 milljarða íslenskra króna. Paul Pogba says he wants to prove Manchester United wrong after claiming their reported £300,000-a-week offer to keep him was 'nothing' https://t.co/AeRvo4UAEY— Guardian sport (@guardian_sport) June 16, 2022 Hvar og hvenær Pogba ætlar að sýna Man Utd að félagið hafi gert mistök á eftir að koma í ljós en leikmaðurinn hefur verið fjarri góðu gamni að undanförnu. Á sama tíma hefur það reynst þrautin þyngri fyrir Man Utd að finna leikman í hans stað en félagið á enn eftir að láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira