Curry loks mikilvægastur í úrslitaeinvíginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 10:31 Curry og gómurinn frægi. Elsa/Getty Images Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis NBA deildarinnar þar sem lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics í sex leikja rimmu. Curry vann verðskuldað en hann hafði ekki hlotið þann heiður áður þrátt fyrir að vera vinn sinn fjórða NBA hring. Stephen Curry er án efa einn besti leikmaður NBA deildarinnar í dag. Raunar er það þannig að talað er um að Curry hafi í raun breytt leiknum með sínum ótrúlegu þriggja stiga körfum. Í stað þess að vera þekktur fyrir sín þrumuskoti virðist hann geta skotið boltanum hvar sem er á vellinum með slíkri nákvæmni að reyndustu leyniskyttur væru stoltar. Á leiktíðinni fór Curry fyrir sínum mönnum í Golden State líkt og svo oft áður. Liðið varð þrívegis meistari frá 2015 til 2018 ásamt því að tapa fyrir Cleveland Cavaliers í eftirminnilegasta úrslitaeinvígi síðari ára. Mögulega fer einvígið í ár ekki í sama flokk en Stríðsmönnunum gæti vart verið sama. Eftir að fara í gegnum mikinn öldudal þar sem Kevin Durant yfirgaf liðið, Klay Thompson virtist aldrei ætla að snúa til baka eftir erfið meiðsli þá reif hinn 34 ára gamli Curry liðið upp í hæstu hæðir á nýjan leik. Reynsla Curry, Thompson, Draymond Green og Andre Iguodala reyndist ómetanleg þegar á hólminn var komið. Boston Celtics vann tvo af fyrstu þremur leikjum einvígisins en eftir það sagði Curry „hingað og ekki lengra.“ Þá hjálpaði til að Draymond hætti að einbeita sér að hlaðvarpi sínu og fór að spila vörn. Golden State kláraði dæmið í nótt með 13 stiga sigri. Lokatölur í Boston 90-103 og Golden State vann einvígið 4-2. Skotbakvörðurinn var í kjölfarið valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann skoraði að meðaltali 31 stig í leikjunum sex, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera vinna sinn fjórða titil og vera almennt talinn einn besti leikmaður deildarinnar hafði Curry ekki áður verið valinn MVP (e. Most Valuable Player) - verðmætasti leikmaður - úrslitaeinvígisins. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Það er fyrr en nú. Það var sem ekki nóg fyrir raðsigurvegarann Steve Kerr, þjálfara liðsins. Hann gantaðist með það í viðtali eftir leik að Curry ætti eftir að vinna Ólympíugull og þyrfti því að einbeita sér að því að komast í liðið fyrir leikana 2024. Kerr bætti svo einlægur við að ekkert af þessu - enginn af titlunum fjórunum - hefði skilað sér í hús ef ekki væri fyrir Steph Curry. Wardell Stephen Curry II pic.twitter.com/izsBGYHbTV— Golden State Warriors (@warriors) June 17, 2022 Besti leikur Curry í einvíginu kom í leik fjögur þegar Golden State jafnaði metin í 2-2. Þá skoraði hann 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Var Curry stigahæstur í liði Warriors í fimm af sex leikjum einvígisins. Körfubolti NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Stephen Curry er án efa einn besti leikmaður NBA deildarinnar í dag. Raunar er það þannig að talað er um að Curry hafi í raun breytt leiknum með sínum ótrúlegu þriggja stiga körfum. Í stað þess að vera þekktur fyrir sín þrumuskoti virðist hann geta skotið boltanum hvar sem er á vellinum með slíkri nákvæmni að reyndustu leyniskyttur væru stoltar. Á leiktíðinni fór Curry fyrir sínum mönnum í Golden State líkt og svo oft áður. Liðið varð þrívegis meistari frá 2015 til 2018 ásamt því að tapa fyrir Cleveland Cavaliers í eftirminnilegasta úrslitaeinvígi síðari ára. Mögulega fer einvígið í ár ekki í sama flokk en Stríðsmönnunum gæti vart verið sama. Eftir að fara í gegnum mikinn öldudal þar sem Kevin Durant yfirgaf liðið, Klay Thompson virtist aldrei ætla að snúa til baka eftir erfið meiðsli þá reif hinn 34 ára gamli Curry liðið upp í hæstu hæðir á nýjan leik. Reynsla Curry, Thompson, Draymond Green og Andre Iguodala reyndist ómetanleg þegar á hólminn var komið. Boston Celtics vann tvo af fyrstu þremur leikjum einvígisins en eftir það sagði Curry „hingað og ekki lengra.“ Þá hjálpaði til að Draymond hætti að einbeita sér að hlaðvarpi sínu og fór að spila vörn. Golden State kláraði dæmið í nótt með 13 stiga sigri. Lokatölur í Boston 90-103 og Golden State vann einvígið 4-2. Skotbakvörðurinn var í kjölfarið valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann skoraði að meðaltali 31 stig í leikjunum sex, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera vinna sinn fjórða titil og vera almennt talinn einn besti leikmaður deildarinnar hafði Curry ekki áður verið valinn MVP (e. Most Valuable Player) - verðmætasti leikmaður - úrslitaeinvígisins. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Það er fyrr en nú. Það var sem ekki nóg fyrir raðsigurvegarann Steve Kerr, þjálfara liðsins. Hann gantaðist með það í viðtali eftir leik að Curry ætti eftir að vinna Ólympíugull og þyrfti því að einbeita sér að því að komast í liðið fyrir leikana 2024. Kerr bætti svo einlægur við að ekkert af þessu - enginn af titlunum fjórunum - hefði skilað sér í hús ef ekki væri fyrir Steph Curry. Wardell Stephen Curry II pic.twitter.com/izsBGYHbTV— Golden State Warriors (@warriors) June 17, 2022 Besti leikur Curry í einvíginu kom í leik fjögur þegar Golden State jafnaði metin í 2-2. Þá skoraði hann 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Var Curry stigahæstur í liði Warriors í fimm af sex leikjum einvígisins.
Körfubolti NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira