Mikill viðbúnaður var á Seltjarnarnesi í morgun eftir að tilkynnt var um líkamsárás. Upp hafði komið ágreiningur milli tveggja manna sem unnu á byggingarsvæði í bænum.
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að bareflum hafi verið beitt og að vinnufélagar mannanna hafi á endanum náð að skerast í leikinn.
Þó fór svo að tveir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og einn handtekinn. Að sögn Jóhanns Karls er ekkert vitað um líðan þeirra slösuðu að svo stöddu en þeir voru þó með meðvitund þegar lögreglumann sáu á eftir þeim inn í sjúkrabíl.