Morikawa og Dahmen eru báðir á fimm höggum undir pari.
Fimm kylfingar koma þar á eftir á fjórum höggum undir pari. Þeir bandarísku Hayden Buckley, Aaron Wise og Beau Hossler ásamt Spánverjanum Jon Rahm og Norður-Íranum Rory Mcllroy.
Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er á meðal næstu fimm kylfinga á þremur höggum undir pari.
Phil Mickelson, Cameron Smith og Sergio Garcia eru á meðal fjölda kylfinga sem náðu ekki í gegnum niðurskurðinn í dag.
Opna bandaríska mótið heldur áfram á morgun klukkan 14.00 á íslenskum tíma, í beinni á Stöð 2 Golf.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.