Krefst þess að Liverpool bjóði Eriksen samning Atli Arason skrifar 18. júní 2022 08:01 Christian Eriksen er eftisóttur Getty Images Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, biðlar til félagsins að gera Dananum Christian Eriksen samningstilboð. Christian Eriksen gerði afar vel í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildinni með Brentford. Eriksen skoraði eitt mark og lagði upp fjögur í 11 leikjum með Brentford á nýliðnu tímabili í úrvalsdeildinni. Eriksen hefur í gegnum sinn ferill spilað í sóknarsinnuðu hlutverki á miðjunni en gekk í gegnum endurnýjaða lífdaga aftar á miðjunni hjá Brentford. Samkvæmt samantekt the18 var xG Brentford töluvert hærra þegar Eriksen var inn á vellinum að tengja saman spilið. Frá því að Eriksen kom aftur í úrvalsdeildina eru aðeins Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, og Martin Odegaard, leikmaður Arsenal, sem hafa skapað fleiri færi í deildinni en danski landsliðsmaðurinn. Eftir að Eriksen fór í hjartastopp á EM 2020 var græddur í hann bjargráður sem gerði honum óheimilt að spila áfram með Inter Milan á Ítalíu. Þegar hann var leystur undan samningi við Inter gerði hann í kjölfarið eins árs samning við Brentford, samningur sem rennur út 30. júní næstkomandi. Eriksen er því frjálst að tala við önnur félög og getur því farið á frjálsri sölu til næsta vinnuveitanda. Manchester United og Tottenham eru sögð vera áhugasöm að fá Eriksen til liðs við sig. Jose Enrique hvetur sitt fyrrum félag Liverpool að hafa samband við Eriksen samkvæmt breska miðlinum Metro. „Áhugaverður leikmaður sem gæti verið ákveðin lausn á miðsvæðinu án þess að eyða neinu, því hann getur komið á frjálsri sölu,“ skrifaði Enrique á Instagram hringrás (e. story) sinni. Liverpool hefur áhuga á Jude Bellingham, miðjumanni Dortmund. Bellingham fæst þó ekki á neinu gjafaverði. Eftir að Liverpool keypti Darwin Núñez á hátt í 100 milljónir evra getur félagið ekki eytt annari eins upphæð án þess að vera í vandræðum vegna fjárhagsreglugerðar UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann væri skammtímalausn en þá gætum við beðið með tilboð í Bellingham fram á næsta tímabil. Eriksen er frábær leikmaður og getur barist um sæti í byrjunarliðinu. Næsta tímabil verður mjög langt,“ bætti Enrique við. Enrique telur að Eriksen gæti veitt Thiago samkeppni á miðju Liverpool. „Hann er þannig leikmaður, svipaður og Thiago en kannski aðeins sóknarsinnaðri. Thiago er samt töframaðurinn okkar.“ Eriksen hefur áður sagt að hann sé tilbúinn að hlusta á öll tilboð. „Ég er með kveikt á farsímanum mínum. Ég þekki umboðsmanninn minn það vel að ég veit að hann mun hringja í mig ef það er eitthvað áhugavert í boði. Ef það er ekkert áhugavert, þá hringir hann ekki,“ sagði Eriksen. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Christian Eriksen gerði afar vel í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildinni með Brentford. Eriksen skoraði eitt mark og lagði upp fjögur í 11 leikjum með Brentford á nýliðnu tímabili í úrvalsdeildinni. Eriksen hefur í gegnum sinn ferill spilað í sóknarsinnuðu hlutverki á miðjunni en gekk í gegnum endurnýjaða lífdaga aftar á miðjunni hjá Brentford. Samkvæmt samantekt the18 var xG Brentford töluvert hærra þegar Eriksen var inn á vellinum að tengja saman spilið. Frá því að Eriksen kom aftur í úrvalsdeildina eru aðeins Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, og Martin Odegaard, leikmaður Arsenal, sem hafa skapað fleiri færi í deildinni en danski landsliðsmaðurinn. Eftir að Eriksen fór í hjartastopp á EM 2020 var græddur í hann bjargráður sem gerði honum óheimilt að spila áfram með Inter Milan á Ítalíu. Þegar hann var leystur undan samningi við Inter gerði hann í kjölfarið eins árs samning við Brentford, samningur sem rennur út 30. júní næstkomandi. Eriksen er því frjálst að tala við önnur félög og getur því farið á frjálsri sölu til næsta vinnuveitanda. Manchester United og Tottenham eru sögð vera áhugasöm að fá Eriksen til liðs við sig. Jose Enrique hvetur sitt fyrrum félag Liverpool að hafa samband við Eriksen samkvæmt breska miðlinum Metro. „Áhugaverður leikmaður sem gæti verið ákveðin lausn á miðsvæðinu án þess að eyða neinu, því hann getur komið á frjálsri sölu,“ skrifaði Enrique á Instagram hringrás (e. story) sinni. Liverpool hefur áhuga á Jude Bellingham, miðjumanni Dortmund. Bellingham fæst þó ekki á neinu gjafaverði. Eftir að Liverpool keypti Darwin Núñez á hátt í 100 milljónir evra getur félagið ekki eytt annari eins upphæð án þess að vera í vandræðum vegna fjárhagsreglugerðar UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann væri skammtímalausn en þá gætum við beðið með tilboð í Bellingham fram á næsta tímabil. Eriksen er frábær leikmaður og getur barist um sæti í byrjunarliðinu. Næsta tímabil verður mjög langt,“ bætti Enrique við. Enrique telur að Eriksen gæti veitt Thiago samkeppni á miðju Liverpool. „Hann er þannig leikmaður, svipaður og Thiago en kannski aðeins sóknarsinnaðri. Thiago er samt töframaðurinn okkar.“ Eriksen hefur áður sagt að hann sé tilbúinn að hlusta á öll tilboð. „Ég er með kveikt á farsímanum mínum. Ég þekki umboðsmanninn minn það vel að ég veit að hann mun hringja í mig ef það er eitthvað áhugavert í boði. Ef það er ekkert áhugavert, þá hringir hann ekki,“ sagði Eriksen.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira