„Að leggja líf fólks í hættu við að sigla með þessu skipi er algjörlega óboðlegt og á ekki að líðast með nokkru móti,“ segir í harðorðri yfirlýsingu frá ráðamönnum á svæðinu. Enn og aftur berist fréttir af bilun í Baldri með yfir hundrað manns um borð. Innan er ár er frá því að ferjan varð síðast vélarvana úti á sjó og þá þurfti fólk að bíða í sólarhring í ferjunni.
„Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar hafa ítrekað sent frá sér yfirlýsingar um ónægju sína með ástand mála, átt marga fundi með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar og rætt við samgönguyfirvöld um úrbætur en enn bilar Baldur. Nú er nóg komið og stjórnvöld verða að bregðast við með tafarlausum úrbótum.“
Að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, hefur Vegagerðin gefið út að ferjunni verði skipt út fyrir Herjólf þriðja haustið 2023. Sú ferja fór nýverið til Færeyja þar sem hún verður nýtt sem vöruflutningaskip áður en hún kemur aftur til landsins.