Undrun og vonbrigði innan OECD með framgang Samherjamálsins á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júní 2022 20:00 Drago Kos yfirmaður vinnuhóps gegn mútum hjá OECD ætlar að spyrja yfirvöld út í stöðu mála í Samherjarannsókninni. Davidplas/friendsofeurope Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, segir að það sé nánast vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hann tekur þó fram að hann vanmetur ekkert land. Hópurinn hefur fylgst með framvindu málsins og krefst nú svara frá yfirvöldum á Íslandi vegna afskipta lögreglu af blaðamönnum. Strax í kjölfar afhjúpunar á Samherjaskjölunum í lok 2019 lét Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps efnahags-og framfarastofnunarinnar þau orð falla í samtali við RÚV að Samerjamálið yrði prófsteinn á getu íslenskra yfirvalda. Síðan þá hafa liðið tvö og hálft ár. Kos segist í samtali við fréttastofu hafa búist við jafn kröftugum vinnubrögðum og yfirvöld sýndu við rannsókn á efnahagshruninu. „Allir bjuggust við að það sama yrði uppi á teningnum núna. En það gerðist ekki. Ég myndi segja að það sé hálfvandræðalegt fyrir Ísland að Namibía sé landið sem dragi vagninn í rannsókninni. Það er íslenskum stjórnvöldum ekki til sóma.“ Kos kveðst þó hafa skilning á því að rannsókn af þessari stærðargráðu geti tekið tíma og að hann fari ekki fram á að upplýst verði um neitt sem gæti spillt rannsóknarhagsmunum. Stóru línurnar í málinu þurfi að vera kunnar. Þessi þrúgandi þögn sé þó vandamál. „Ég get ekki annað séð en að enginn viti hvað sé í gangi á íslandi. Við vitum allt um það sem er að gerast í Namibíu. Ég tel að þetta sé á meðal stærstu vandamála hjá ykkar yfirvöldum. Afskipti yfirvalda af blaðamönnum áhyggjuefni Fréttastofa ræddi við héraðssaksóknara á dögunum í tilefni af fundarhöldum með namibískri sendinefnd. Hann sagði rannsóknina miða ágætlega þrátt fyrir skort á fjármagni. Kos sagðist varla trúa því að embætti héraðssaksóknara væri vanfjármagnað í velmegunarlandi eins og Íslandi. „Stjórnvöld verða að finna fjármagn og veita embættinu allt sem það þarf til að klára málið eins fljótt og hægt er.“ Vinnuhópurinn hefur fylgst náið með atburðarásinni sem fylgdi í kjölfar afhjúpunSamherjaskjalanna. Gögnum úr síma skipstjóra útgerðarfélagsins var lekið til fréttamanna og fréttir unnar upp úr samskiptum á milli nokkurra starfsmanna fyrirtækisins. Þetta leiddi til þess að saksóknari á Norðurlandi eystra boðaði umrædda fréttamenn í yfirheyrslu með stöðu sakborninga. Þetta finnst Kos vera með ólíkindum. Það sé viðbúið að einstaklingar og fyrirtæki sem liggi undir grun grípi til ýmissa ráða en að það valdi honum áhyggjum að lögregluyfirvöld spili með. „Við í vinnuhópnum lítum á rannsóknarblaðamenn sem samherja í að koma upp um mútumál. Þess vegna finnst mér ótrúlegt að eitthvað þessu líkt hafi átt sér stað á Íslandi; að lögregluyfirvöld hafi farið á eftir blaðamönnunum en ekki hinum gruðunu.“ Þróun málsins dragi upp aðra og verri mynd af Íslandi Aðspurður telur Kos ekki að Samherjamálið eitt og sér muni grafa undan trausti annarra þjóða á Íslandi. Í húfi sé fyrst og fremst traust Íslendinga í garð yfirvalda. „Í stuttu máli sagt, þá hefur meðferð þessa máls skilið eftir sig beiskt bragð.“ Ísland hafi haft á sér orðspor heilinda og gegnsæis. Stjórnvöld verði að gera betur. „Ef ég vissi ekki hvaða land við værum að ræða um þá myndi ég fyrst hugsa um eitthvað annað land sem er ekki í eins góðri stöðu hvað varðar heilindi og spillingu.“ Kos og vinnuhópurinn gegn mútum mun kalla eftir svörum og upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum. „Það er kominn tími til að fá svör frá Íslandi um meðferð málsins, en líka svör við þessum vandamálum sem blaðamennirnir lentu í því þetta mál dregur upp aðra mynd en við erum vön að sjá þegar kemur að Íslandi.“ Eftir að Kveiksþátturinn birtist um Samherjaskjölin í nóvember 2019 var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra inntur eftir viðbrögðum. Hann sagði í samtali við fréttastofu: „Auðvitað er rót vandans kannski í þessu tiltekna máli veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu [Namibíu]. Það virðist vera undirrót alls þess sem við sjáum flett ofan af.“ Ummælin rötuðu í fréttirnar erlendis en The Guardian fjallaði um viðbrögð íslenskra stjórnvalda. Kos segir ummæli fjármálaráðherra vera röng sé litið til fræðanna. Sá sem býður mútur er jafn ábyrgur og sá sem þiggur þær. „Það er mér ofarlega í huga að Ísland býr að miklum heilindum en þetta er aum tilraun til að varpa ábyrgðinni frá íslenska fyrirtækinu og einstaklingunum.“ Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamönnum almennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi. 15. febrúar 2022 12:00 Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Strax í kjölfar afhjúpunar á Samherjaskjölunum í lok 2019 lét Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps efnahags-og framfarastofnunarinnar þau orð falla í samtali við RÚV að Samerjamálið yrði prófsteinn á getu íslenskra yfirvalda. Síðan þá hafa liðið tvö og hálft ár. Kos segist í samtali við fréttastofu hafa búist við jafn kröftugum vinnubrögðum og yfirvöld sýndu við rannsókn á efnahagshruninu. „Allir bjuggust við að það sama yrði uppi á teningnum núna. En það gerðist ekki. Ég myndi segja að það sé hálfvandræðalegt fyrir Ísland að Namibía sé landið sem dragi vagninn í rannsókninni. Það er íslenskum stjórnvöldum ekki til sóma.“ Kos kveðst þó hafa skilning á því að rannsókn af þessari stærðargráðu geti tekið tíma og að hann fari ekki fram á að upplýst verði um neitt sem gæti spillt rannsóknarhagsmunum. Stóru línurnar í málinu þurfi að vera kunnar. Þessi þrúgandi þögn sé þó vandamál. „Ég get ekki annað séð en að enginn viti hvað sé í gangi á íslandi. Við vitum allt um það sem er að gerast í Namibíu. Ég tel að þetta sé á meðal stærstu vandamála hjá ykkar yfirvöldum. Afskipti yfirvalda af blaðamönnum áhyggjuefni Fréttastofa ræddi við héraðssaksóknara á dögunum í tilefni af fundarhöldum með namibískri sendinefnd. Hann sagði rannsóknina miða ágætlega þrátt fyrir skort á fjármagni. Kos sagðist varla trúa því að embætti héraðssaksóknara væri vanfjármagnað í velmegunarlandi eins og Íslandi. „Stjórnvöld verða að finna fjármagn og veita embættinu allt sem það þarf til að klára málið eins fljótt og hægt er.“ Vinnuhópurinn hefur fylgst náið með atburðarásinni sem fylgdi í kjölfar afhjúpunSamherjaskjalanna. Gögnum úr síma skipstjóra útgerðarfélagsins var lekið til fréttamanna og fréttir unnar upp úr samskiptum á milli nokkurra starfsmanna fyrirtækisins. Þetta leiddi til þess að saksóknari á Norðurlandi eystra boðaði umrædda fréttamenn í yfirheyrslu með stöðu sakborninga. Þetta finnst Kos vera með ólíkindum. Það sé viðbúið að einstaklingar og fyrirtæki sem liggi undir grun grípi til ýmissa ráða en að það valdi honum áhyggjum að lögregluyfirvöld spili með. „Við í vinnuhópnum lítum á rannsóknarblaðamenn sem samherja í að koma upp um mútumál. Þess vegna finnst mér ótrúlegt að eitthvað þessu líkt hafi átt sér stað á Íslandi; að lögregluyfirvöld hafi farið á eftir blaðamönnunum en ekki hinum gruðunu.“ Þróun málsins dragi upp aðra og verri mynd af Íslandi Aðspurður telur Kos ekki að Samherjamálið eitt og sér muni grafa undan trausti annarra þjóða á Íslandi. Í húfi sé fyrst og fremst traust Íslendinga í garð yfirvalda. „Í stuttu máli sagt, þá hefur meðferð þessa máls skilið eftir sig beiskt bragð.“ Ísland hafi haft á sér orðspor heilinda og gegnsæis. Stjórnvöld verði að gera betur. „Ef ég vissi ekki hvaða land við værum að ræða um þá myndi ég fyrst hugsa um eitthvað annað land sem er ekki í eins góðri stöðu hvað varðar heilindi og spillingu.“ Kos og vinnuhópurinn gegn mútum mun kalla eftir svörum og upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum. „Það er kominn tími til að fá svör frá Íslandi um meðferð málsins, en líka svör við þessum vandamálum sem blaðamennirnir lentu í því þetta mál dregur upp aðra mynd en við erum vön að sjá þegar kemur að Íslandi.“ Eftir að Kveiksþátturinn birtist um Samherjaskjölin í nóvember 2019 var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra inntur eftir viðbrögðum. Hann sagði í samtali við fréttastofu: „Auðvitað er rót vandans kannski í þessu tiltekna máli veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu [Namibíu]. Það virðist vera undirrót alls þess sem við sjáum flett ofan af.“ Ummælin rötuðu í fréttirnar erlendis en The Guardian fjallaði um viðbrögð íslenskra stjórnvalda. Kos segir ummæli fjármálaráðherra vera röng sé litið til fræðanna. Sá sem býður mútur er jafn ábyrgur og sá sem þiggur þær. „Það er mér ofarlega í huga að Ísland býr að miklum heilindum en þetta er aum tilraun til að varpa ábyrgðinni frá íslenska fyrirtækinu og einstaklingunum.“
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamönnum almennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi. 15. febrúar 2022 12:00 Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Blaðamönnum almennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi. 15. febrúar 2022 12:00
Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02