Sport

Osaka dregur sig úr keppni á Wimbledon-mótinu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Naomi Osaka er að glíma við meiðsli. 
Naomi Osaka er að glíma við meiðsli.  Vísir/Getty

Tenniskonan Naomi Osaka, sem unnið hefur fjögur risamót á ferli sínum, getur ekki tekið þátt í Wimbledon-mótinu sem hefst 27. júní næstkomandi vegna meiðsla.

Osaka, meiddist í Madrídarborg í síðasta mánuði, en hún lék síðast á opna franska meistaramótinu þar sem hún féll út leik í fyrstu umferð mótsins. 

Þessi 24 ára gamla japanska tenniskona hafði áður ýjað að því að hún myndi ekki spila á mótinu þar sem mótið mun ekki telja til stiga á styrkleikalistanum vegna útilokunar Rússa og Hvít-Rússa af mótinu.

Þetta verður þriðja árið í röð sem Osaka sem spilar ekki á grasvöllunum í Wimbledon en hún var ekki með síðasta sumvar vegna andlegrar vanheilsu sinnar.  

„Hællinn er ekki nógu góður og af þeim sökum þarf ég að hvíla að þessu sinni. Sé ykkur hress á næsta ári," sagði Osaka, sem var eitt sinn í efsta sæti á heimslistanum, á twitter-síðu sinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×