Airport Direct segir hegðun bílstjórans óásættanlega Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 12:17 Stjórnendur fyrirtækisins hyggjast bregðast við ábendingunni. Skjáskot/Airport Direct Flautuleikaranum Pamelu De Sensi brá heldur í brún um borð í rútu Airport Direct í gær þegar hún sá bílstjórann ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir hegðunina vera óásættanlega og að rætt verði við starfsmanninn. Rútan var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur en myndband sem Pamela tók af ökumanninum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hún segir bílstjórann hafa einbeitt sér að akstrinum eftir að hún gerði alvarlega athugasemd við hegðunina. Að sögn Pamelu var rútan þéttsetin og svo hafi virst sem bílstjórinn hefði meiri áhuga á því að skrifa skilaboð en hafa augun á Reykjanesbrautinni. Þar að auki hafi hann stundum varla verið með hendurnar á stýri. Muni grípa til ráðstafana vegna málsins Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segir hegðun rútubílstjórans ganga í berhögg við allar reglur fyrirtækisins sem og umferðarlög. „Það verður rætt við viðkomandi starfsmann og gripið til viðeigandi ráðstafana bæði vegna þessa einstaka máls, sem og almennt til lengri tíma,“ bætir Torfi við í skriflegu svari til fréttastofu en hann hafði ekki séð umrætt myndband áður en fréttamaður hafði samband. Horfa má á myndbandið sem Pamela tók um borð í rútunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fannst þetta of langt gengið „Um leið og við vorum komin á Reykjanesbrautina þá byrjaði hún að horfa á símann og skoða einhver skilaboð. Í fyrsta skiptið var það stutt og í annað skiptið þegar ég tók þetta myndband. Myndbandið stoppaði þegar vinkona mín hringdi í mig og á meðan ég talaði við hana þá hélt hún áfram að skoða og svara einhverjum rosalega mikilvægum skilaboðum. Þegar ég hætti í símanum þá fannst mér þetta vera of langt gengið,“ segir Pamela í samtali við Vísi. Í kjölfarið hafi hún beðið bílstjórann um að hugsa frekar um aksturinn en að skoða símann. Að sögn Pamelu voru á þessum tímapunkti innan við tuttugu mínútur liðnar af ferðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og lét bílstjórinn símann sinn vera restina af leiðinni. Pamela De Sensi flautuleikari við útgáfu nýrrar útgáfu af Pétri og úlfinum árið 2017.Vísir/Hanna Pamela segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hún sjái rútubílstjóra nota síma sinn við keyrslu og hún því ákveðið að taka athæfið upp á myndband í þetta skiptið til að geta beint greinagóðri kvörtun til rútufyrirtækisins. Þegar heim var komið tók hún ákvörðun um að birta myndbandið einnig á Facebook þar sem allt of mikið af ökumönnum átti sig ekki á því að þeir þurfi bara að taka augun af veginum í minna en eina sekúndu til að lenda í bílslysi. Pamela vonar að sú athygli sem myndskeiðið hafi fengið verði til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. „Þegar það er verið að flytja fullt af fólki, eða ekki, þá er þetta bara hættulegt, punktur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Rútan var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur en myndband sem Pamela tók af ökumanninum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hún segir bílstjórann hafa einbeitt sér að akstrinum eftir að hún gerði alvarlega athugasemd við hegðunina. Að sögn Pamelu var rútan þéttsetin og svo hafi virst sem bílstjórinn hefði meiri áhuga á því að skrifa skilaboð en hafa augun á Reykjanesbrautinni. Þar að auki hafi hann stundum varla verið með hendurnar á stýri. Muni grípa til ráðstafana vegna málsins Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segir hegðun rútubílstjórans ganga í berhögg við allar reglur fyrirtækisins sem og umferðarlög. „Það verður rætt við viðkomandi starfsmann og gripið til viðeigandi ráðstafana bæði vegna þessa einstaka máls, sem og almennt til lengri tíma,“ bætir Torfi við í skriflegu svari til fréttastofu en hann hafði ekki séð umrætt myndband áður en fréttamaður hafði samband. Horfa má á myndbandið sem Pamela tók um borð í rútunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fannst þetta of langt gengið „Um leið og við vorum komin á Reykjanesbrautina þá byrjaði hún að horfa á símann og skoða einhver skilaboð. Í fyrsta skiptið var það stutt og í annað skiptið þegar ég tók þetta myndband. Myndbandið stoppaði þegar vinkona mín hringdi í mig og á meðan ég talaði við hana þá hélt hún áfram að skoða og svara einhverjum rosalega mikilvægum skilaboðum. Þegar ég hætti í símanum þá fannst mér þetta vera of langt gengið,“ segir Pamela í samtali við Vísi. Í kjölfarið hafi hún beðið bílstjórann um að hugsa frekar um aksturinn en að skoða símann. Að sögn Pamelu voru á þessum tímapunkti innan við tuttugu mínútur liðnar af ferðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og lét bílstjórinn símann sinn vera restina af leiðinni. Pamela De Sensi flautuleikari við útgáfu nýrrar útgáfu af Pétri og úlfinum árið 2017.Vísir/Hanna Pamela segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hún sjái rútubílstjóra nota síma sinn við keyrslu og hún því ákveðið að taka athæfið upp á myndband í þetta skiptið til að geta beint greinagóðri kvörtun til rútufyrirtækisins. Þegar heim var komið tók hún ákvörðun um að birta myndbandið einnig á Facebook þar sem allt of mikið af ökumönnum átti sig ekki á því að þeir þurfi bara að taka augun af veginum í minna en eina sekúndu til að lenda í bílslysi. Pamela vonar að sú athygli sem myndskeiðið hafi fengið verði til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. „Þegar það er verið að flytja fullt af fólki, eða ekki, þá er þetta bara hættulegt, punktur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira