Töf Samherjamálsins valdi réttarspjöllum ofan á orðsporsáhættu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júní 2022 15:01 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna. Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, segir að það sé vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hann sagði stjórnvöld verða að finna fjármagn og veita héraðssaksóknara til að klára málið eins fljótt og hægt er. „Fráleitt“ að veita aukið fjámagn „Það að ekki sé verið að standa með fullnægjandi hætti að rannsókn á mögulegu risastóru alþjóðlegu mútubroti getur þannig haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum mörkuðum,“ skrifar Helga Vala í færslu sinni á Facebook. Hún segir Samfylkinguna hafa rætt alvarlega stöðuna í þinginu eftir að Samherjamálið var afhjúpað og lagt til að aukið fjarmagn yrði veitt til embættanna. „Það þótti fjármálaráðherra alveg fráleitt og sagði að ef þessi embætti þyrftu frekari fjármuni þyrftu þau bara að koma til sín með slíka bón.“ Hún segir töf á auknu fjámagni geta slík töf valdið réttarspjöllum „ofan á þá orðsporsáhættu sem augljós er.“ „Þetta er staðan og hún er í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar allrar,“ skrifaði Helga að lokum. Spillt stjórnkerfi sé undirrótin Eftir að Kveiksþátturinn birtist um Samherjaskjölin í nóvember 2019 var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra inntur eftir viðbrögðum. Hann sagði í samtali við fréttastofu: „Auðvitað er rót vandans kannski í þessu tiltekna máli veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu [Namibíu]. Það virðist vera undirrót alls þess sem við sjáum flett ofan af.“ Kos sagði þessu ummæli fjármálaráðherra vera röng sé litið til fræðanna. Sá sem býður mútur er jafn ábyrgur og sá sem þiggur þær. „Það er mér ofarlega í huga að Ísland býr að miklum heilindum en þetta er aum tilraun til að varpa ábyrgðinni frá íslenska fyrirtækinu og einstaklingunum,“ sagði Drago Kos. Samherjaskjölin Skattar og tollar Sjávarútvegur Namibía Samfylkingin Alþingi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, segir að það sé vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hann sagði stjórnvöld verða að finna fjármagn og veita héraðssaksóknara til að klára málið eins fljótt og hægt er. „Fráleitt“ að veita aukið fjámagn „Það að ekki sé verið að standa með fullnægjandi hætti að rannsókn á mögulegu risastóru alþjóðlegu mútubroti getur þannig haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum mörkuðum,“ skrifar Helga Vala í færslu sinni á Facebook. Hún segir Samfylkinguna hafa rætt alvarlega stöðuna í þinginu eftir að Samherjamálið var afhjúpað og lagt til að aukið fjarmagn yrði veitt til embættanna. „Það þótti fjármálaráðherra alveg fráleitt og sagði að ef þessi embætti þyrftu frekari fjármuni þyrftu þau bara að koma til sín með slíka bón.“ Hún segir töf á auknu fjámagni geta slík töf valdið réttarspjöllum „ofan á þá orðsporsáhættu sem augljós er.“ „Þetta er staðan og hún er í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar allrar,“ skrifaði Helga að lokum. Spillt stjórnkerfi sé undirrótin Eftir að Kveiksþátturinn birtist um Samherjaskjölin í nóvember 2019 var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra inntur eftir viðbrögðum. Hann sagði í samtali við fréttastofu: „Auðvitað er rót vandans kannski í þessu tiltekna máli veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu [Namibíu]. Það virðist vera undirrót alls þess sem við sjáum flett ofan af.“ Kos sagði þessu ummæli fjármálaráðherra vera röng sé litið til fræðanna. Sá sem býður mútur er jafn ábyrgur og sá sem þiggur þær. „Það er mér ofarlega í huga að Ísland býr að miklum heilindum en þetta er aum tilraun til að varpa ábyrgðinni frá íslenska fyrirtækinu og einstaklingunum,“ sagði Drago Kos.
Samherjaskjölin Skattar og tollar Sjávarútvegur Namibía Samfylkingin Alþingi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent