Baráttunni fyrir ríkisborgararétti loksins lokið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2022 21:20 Uhunoma hefur búið hjá Morgane og fjölskyldu hennar síðustu tvö árin. vísir/einar 22 ára maður frá Nígeríu, sem lenti í mansali og kynferðisofbeldi á flótta frá heimalandi sínu, er orðinn íslenskur ríkisborgari eftir margra ára baráttu. Hann er nú staðráðinn í að skapa sér líf á Íslandi en fyrst á dagskrá er að læra íslensku. Uhunoma Osayamore getur nú kallað sig Íslending eftir að Alþingi samþykkti frumvarp rétt fyrir þinglok um að veita 12 manns ríkisborgararétt. Uhunoma sagði ótrúlega sögu sína í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrra en hann lenti meðal annars í mansali og kynferðisofbeldi þegar hann var á flótta frá heimalandi sínu. Nú ári síðar er Uhunoma loksins orðinn íslenskur ríkisborgari. Þegar hann heyrði fréttirnar trúði hann því varla. „Er þetta raunverulegt? Ég þorði aldrei að vona þetta. Ég bjóst aldrei við að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Uhunoma í samtali við fréttastofu. Hann býr hjá fósturfjölskyldu sinni í miðbæ Reykjavíkur. „Þau hafa sýnt mér þann besta kærleika sem ég hélt aldrei að mér myndi hlotnast,“ segir hann. Vita ekkert hver kom þeim saman En það er þeim enn hulin ráðgáta hvernig þau kynntust. Fyrir tveimur árum sat Uhunoma einn á strætóstoppistöð í Hafnarfirði, grátandi eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi af Útlendingastofnun þegar ókunnug kona gaf sig á tal við hann. Hún skrifaði þá símanúmer niður á blað sem Uhunoma hringdi í nokkrum dögum síðar - það var númerið hjá Morgane Priet-Mahéo, sem vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið þegar Uhunoma hringdi en ákvað að hjálpa honum og skoða mál hans. Hann var svo farinn að búa hjá ekki og fjölskyldu hennar skömmu síðar. „Við vitum ekki enn þá hver þessi kona var. Ég þekki mjög fátt fólk þar [í Hafnarfirði] svo að já, ég myndi alveg vilja vita hver gaf símanúmerið,“ segir Morgane. Og nú þegar Uhunoma er orðinn Íslendingur kveðst hann staðráðinn í að læra íslensku. „Núna ætla ég að byrja. Nú þegar óttinn við brottvísun er horfinn úr lífi mínu ætla ég að einbeita mér að því að læra mjög vel,“ segir Uhunoma. Og það er aðeins fyrsta skrefið. Uhunoma er staðráðinn í að mennta sig frekar. „Ég ætla að mennta mig og fá mér vinnu. Ég vil verða eitthvað. Ég vil gera eitthvað. Ég vil verða gagnlegur fyrir samfélagið.“ Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Uhunoma Osayamore getur nú kallað sig Íslending eftir að Alþingi samþykkti frumvarp rétt fyrir þinglok um að veita 12 manns ríkisborgararétt. Uhunoma sagði ótrúlega sögu sína í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrra en hann lenti meðal annars í mansali og kynferðisofbeldi þegar hann var á flótta frá heimalandi sínu. Nú ári síðar er Uhunoma loksins orðinn íslenskur ríkisborgari. Þegar hann heyrði fréttirnar trúði hann því varla. „Er þetta raunverulegt? Ég þorði aldrei að vona þetta. Ég bjóst aldrei við að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Uhunoma í samtali við fréttastofu. Hann býr hjá fósturfjölskyldu sinni í miðbæ Reykjavíkur. „Þau hafa sýnt mér þann besta kærleika sem ég hélt aldrei að mér myndi hlotnast,“ segir hann. Vita ekkert hver kom þeim saman En það er þeim enn hulin ráðgáta hvernig þau kynntust. Fyrir tveimur árum sat Uhunoma einn á strætóstoppistöð í Hafnarfirði, grátandi eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi af Útlendingastofnun þegar ókunnug kona gaf sig á tal við hann. Hún skrifaði þá símanúmer niður á blað sem Uhunoma hringdi í nokkrum dögum síðar - það var númerið hjá Morgane Priet-Mahéo, sem vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið þegar Uhunoma hringdi en ákvað að hjálpa honum og skoða mál hans. Hann var svo farinn að búa hjá ekki og fjölskyldu hennar skömmu síðar. „Við vitum ekki enn þá hver þessi kona var. Ég þekki mjög fátt fólk þar [í Hafnarfirði] svo að já, ég myndi alveg vilja vita hver gaf símanúmerið,“ segir Morgane. Og nú þegar Uhunoma er orðinn Íslendingur kveðst hann staðráðinn í að læra íslensku. „Núna ætla ég að byrja. Nú þegar óttinn við brottvísun er horfinn úr lífi mínu ætla ég að einbeita mér að því að læra mjög vel,“ segir Uhunoma. Og það er aðeins fyrsta skrefið. Uhunoma er staðráðinn í að mennta sig frekar. „Ég ætla að mennta mig og fá mér vinnu. Ég vil verða eitthvað. Ég vil gera eitthvað. Ég vil verða gagnlegur fyrir samfélagið.“
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira