Innlent

Olli ó­næði í Grafar­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Ítrekað var búið að hafa afskipti af manninum.  
Ítrekað var búið að hafa afskipti af manninum.   Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í mjög annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í gær. Í dagbók lögreglu segir að tilkynningin hafi borist klukkan 17:20, en ítrekað var búið að hafa afskipti af manninum þar sem hann var að valda ónæði.

Maðurinn er einnig grunaður um þjófnað og var hann vistaður í fangageymslu , en einnig fundust fíkniefni hjá manninum.

Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að um kvöldmatarleytið hafi svo tilkynnt um þriggja bíla árekstur í Hvalfjarðargöngunum líkt og greint var frá í gærkvöldi.

Þá stöðvaði lögregla bíl í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan 22 þar sem ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna sem og vörslu fíkniefna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×