Vaktin: Segir Rússa halda Afríku í gíslingu Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 20. júní 2022 08:23 Vólódímír Selenskí ávarpaði Afríkusambandið í dag. Hann segir hækkandi matvælaverði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu halda Afríku í gíslingu Rússa. UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SER/EPA Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist eiga von á því að Rússar muni auka árásir sínar á Úkraínu og jafnvel önnur Evrópulönd í vikunni, í kjölfar ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að mæla með því að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um leiðir til að greiða fyrir útflutningi milljóna tonna af kornvöru sem sitja föst í birgðageymslum í Úkraínu. Til skoðunar er að tryggja sjóflutninga frá landinu gegn afléttingu afmarkaðra viðskiptaþvingana gegn Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í nokkur ár og að átökin muni krefjast áframhaldandi stuðnings Nató og annarra bandamanna við Úkraínumenn. Rannsóknarteymi á vegum New York Times hefur greint fleiri en 2.000 skotfæri notuð af Rússum en bróðurpartur þeirra var „ónákvæmur“, það er að segja það var ómögulegt að segja til um hvar þau myndu lenda. Þá reyndust 210 vopn vera bönnuð samkvæmt ýmsum sáttmálum. Stjórnvöld í Þýskalandi hyggjast draga úr notkun gass til raforkuframleiðslu en reiða sig þess í stað í auknum mæli á kolaknúin orkuver. Sama er uppi á teningnum í Austurríki. Innflutningur Kínverja á olíu frá Rússlandi hefur aukist um 55 prósent frá fyrra ári og Rússar eru nú stærsti útflutningsaðili olíu til Kína. Kínverjar keyptu áður stærstan hluta olíu sinnar frá Sádi Arabíu.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um leiðir til að greiða fyrir útflutningi milljóna tonna af kornvöru sem sitja föst í birgðageymslum í Úkraínu. Til skoðunar er að tryggja sjóflutninga frá landinu gegn afléttingu afmarkaðra viðskiptaþvingana gegn Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í nokkur ár og að átökin muni krefjast áframhaldandi stuðnings Nató og annarra bandamanna við Úkraínumenn. Rannsóknarteymi á vegum New York Times hefur greint fleiri en 2.000 skotfæri notuð af Rússum en bróðurpartur þeirra var „ónákvæmur“, það er að segja það var ómögulegt að segja til um hvar þau myndu lenda. Þá reyndust 210 vopn vera bönnuð samkvæmt ýmsum sáttmálum. Stjórnvöld í Þýskalandi hyggjast draga úr notkun gass til raforkuframleiðslu en reiða sig þess í stað í auknum mæli á kolaknúin orkuver. Sama er uppi á teningnum í Austurríki. Innflutningur Kínverja á olíu frá Rússlandi hefur aukist um 55 prósent frá fyrra ári og Rússar eru nú stærsti útflutningsaðili olíu til Kína. Kínverjar keyptu áður stærstan hluta olíu sinnar frá Sádi Arabíu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira