Varasamt að kyssa og knúsa viðkvæma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. júní 2022 12:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um úrræði til að bregðast við aukinni útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um mögulegar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum þá sem eru í áhættuhópum og segir skynsamlegt fyrir viðkvæma að taka upp grímunotkun á ný. Um þrjátíu liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19 og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að nokkrir til viðbótar séu inniliggjandi á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu. Enginn er sagður á gjörgæslu vegna veirunnar en að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans, létust tveir vegna covid um helgina. Flestir inniliggjandi eru yfir sjötugu þar sem eldra fólk er líkt og áður berskjaldaðra fyrir alvarlegum veikindum. Í ljósi þess og aukinnar útbreiðslu fundar sóttvarnalæknir í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um stöðuna. „Það sem við munum leggja áherslu á eru sóttvarnir og sýkingavarnir og jafnvel grímunotkun og takmarkanir líkt og Landspítalinn hefur tekið upp,“ segir Þórólfur. Á Landspítalanum hafa heimsóknir verið takmarkaðar við einn gest í einu en Þórólfur segir hjúkrunarheimilanna að ákveða hvort það verði einnig gert þar. „Við bendum þeim bara á hvernig staðan er og mikilvægi þess að vernda þennan viðkvæma hóp og nota þau tæki og tól sem við höfum til þess. En síðan er það hjúkrunarheimilanna að ákveða hvernig þau framkvæma það.“ Sóttvarnalæknir hvetur viðkvæma og eldra fólk til að fá fjórðu sprautu en mætingin í hana hefur hingað til verið nokkuð dræm.vísir/Vilhelm Eldra fólk og viðkvæmir eru hvött til þess að fara í fjórðu sprautuna sem Þórólfur segir veita þeim betri vernd. Þátttakan hefur ekki verið góð en reynt verður að gera átak í því og verður það meðal annars rætt á fundinum. „Núna fyrir helgina var hún allavega þannig að þeir sem eru á aldrinum áttatíu til níutíu ára voru með tuttugu og fimm prósent þátttöku en hún var tuttugu prósent hjá níutíu ára og eldri.“ Þrátt fyrir að nýtt undirafbrigði ómíkron sé í dreifingu er enn lítið um endursmit og fyrri sýkingar virðast veita nokkuð góða vernd. Þórólfur segir útbreiðslu veirunnar slíka að almennar takmarkanir séu ekki til skoðunar þar sem þær þyrftu að vera mjög strangar. Hann hvetur þó fólk til að fara varlega. „Sérstaklega þá sem eru viðkvæmir; forðast mannmarga staði, nota grímur þegar það á við, passa upp á handspritt. Maður sér að fólk er mikið til hætt að hugsa um þetta og fólk er farið að kjassast og faðmast eins og það gerði áður og það þarf að varast sérstaklega að gera það með viðkvæmum einstaklingum og eldra fólki til að gera þetta eins bærilegt og hægt er fyrir þau.“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Um þrjátíu liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19 og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að nokkrir til viðbótar séu inniliggjandi á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu. Enginn er sagður á gjörgæslu vegna veirunnar en að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans, létust tveir vegna covid um helgina. Flestir inniliggjandi eru yfir sjötugu þar sem eldra fólk er líkt og áður berskjaldaðra fyrir alvarlegum veikindum. Í ljósi þess og aukinnar útbreiðslu fundar sóttvarnalæknir í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um stöðuna. „Það sem við munum leggja áherslu á eru sóttvarnir og sýkingavarnir og jafnvel grímunotkun og takmarkanir líkt og Landspítalinn hefur tekið upp,“ segir Þórólfur. Á Landspítalanum hafa heimsóknir verið takmarkaðar við einn gest í einu en Þórólfur segir hjúkrunarheimilanna að ákveða hvort það verði einnig gert þar. „Við bendum þeim bara á hvernig staðan er og mikilvægi þess að vernda þennan viðkvæma hóp og nota þau tæki og tól sem við höfum til þess. En síðan er það hjúkrunarheimilanna að ákveða hvernig þau framkvæma það.“ Sóttvarnalæknir hvetur viðkvæma og eldra fólk til að fá fjórðu sprautu en mætingin í hana hefur hingað til verið nokkuð dræm.vísir/Vilhelm Eldra fólk og viðkvæmir eru hvött til þess að fara í fjórðu sprautuna sem Þórólfur segir veita þeim betri vernd. Þátttakan hefur ekki verið góð en reynt verður að gera átak í því og verður það meðal annars rætt á fundinum. „Núna fyrir helgina var hún allavega þannig að þeir sem eru á aldrinum áttatíu til níutíu ára voru með tuttugu og fimm prósent þátttöku en hún var tuttugu prósent hjá níutíu ára og eldri.“ Þrátt fyrir að nýtt undirafbrigði ómíkron sé í dreifingu er enn lítið um endursmit og fyrri sýkingar virðast veita nokkuð góða vernd. Þórólfur segir útbreiðslu veirunnar slíka að almennar takmarkanir séu ekki til skoðunar þar sem þær þyrftu að vera mjög strangar. Hann hvetur þó fólk til að fara varlega. „Sérstaklega þá sem eru viðkvæmir; forðast mannmarga staði, nota grímur þegar það á við, passa upp á handspritt. Maður sér að fólk er mikið til hætt að hugsa um þetta og fólk er farið að kjassast og faðmast eins og það gerði áður og það þarf að varast sérstaklega að gera það með viðkvæmum einstaklingum og eldra fólki til að gera þetta eins bærilegt og hægt er fyrir þau.“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira