Erlent

Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Yair Lapid og Naftali Bennett
Yair Lapid og Naftali Bennett EPA/ABIR SULTAN/POOL

Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október.

Ef þingkosningar fara fram í Ísrael í október eru það þær fimmtu á minna en fjórum árum en getgátur hafa verið á sveimi um það að fjölbreyttasta stjórnarsamstarf í sögu Ísrael væri á barmi slita.

Embættisskiptin orsökuðust vegna þingmannamissis Yamina flokksins, flokks Naftali Bennett. Verði stjórnarslitin samþykkt í næstu viku mun Yair Lapid taka við sem forsætisráðherra þar til gengið verður til kosninga en stjórnarslitin komu hinum ýmsu ráðherrum innan stjórnarinnar að óvörum. Stjórnarsamstarfið sem um ræðir steypti Benjamin Netanyahu af stóli en Netanyahu hafði setið sem forsætisráðherra í langa tíð. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×