Vaktin: Handtaka eigin stjórnmálamann fyrir njósnir Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 21. júní 2022 08:29 Ivan Bakanov er leiðtogi úkraínsku leyniþjónustunnar. EPA/Sergey Dolzhenko Enn hóta Rússar því undir rós að grípa til kjarnorkuvopna en Reuters hefur eftir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að Rússar hyggist styrkja herafla sinn með tilliti til mögulegra hernaðarógna og -áhættu. Forsetinn segir nýjar Sarmat eldflaugar Rússa, sem eru bæði langdrægar og geta borið allt að tíu kjarnorkusprengjur, verða teknar í notkun fyrir árslok. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu hefur handtekið háttsettan stjórnmálamann og viðskiptamógúl vegna gruns um að hann starfi fyrir Rússa. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa safnað öllum liðsafla sínum saman nærri borginni Sieverodonetsk. Hart er barist á svæðinu og Rússar sagðir stefna að því að ná mörkum Luhansk fyrir vikulok. Rússar eru æfareiðir þar sem lokað hefur verið á flutning vara um Litháen frá meginlandi Rússlands til Kalíngrad. Sendiherra Litháen í Moskvu hefur þegar verið kallaður á teppið og fregnir herma að sendiherra ESB hafi einnig verið boðaður á fund. Rússneskir embættismenn hafa sakað Úkraínumenn um að hafa gert árásir á þrjá gasborpalla suður af Odesa. Sjálfir segjast Úkraínumenn hafa notað vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á skotmörk á Svartahafi. Úkraínumenn segja Rússa hafa eyðilagt vöruhús í Odesa í gær, sem geymdi matvæli. Tyrkir segja viðræður við Svía og Finna um aðild síðarnefndu að Atlantshafsbandalaginu enn standa yfir. Þeir gera ekki ráð fyrir að niðurstaða fáist í þær fyrir ráðstefnu Nató í næsta mánuði.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu hefur handtekið háttsettan stjórnmálamann og viðskiptamógúl vegna gruns um að hann starfi fyrir Rússa. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa safnað öllum liðsafla sínum saman nærri borginni Sieverodonetsk. Hart er barist á svæðinu og Rússar sagðir stefna að því að ná mörkum Luhansk fyrir vikulok. Rússar eru æfareiðir þar sem lokað hefur verið á flutning vara um Litháen frá meginlandi Rússlands til Kalíngrad. Sendiherra Litháen í Moskvu hefur þegar verið kallaður á teppið og fregnir herma að sendiherra ESB hafi einnig verið boðaður á fund. Rússneskir embættismenn hafa sakað Úkraínumenn um að hafa gert árásir á þrjá gasborpalla suður af Odesa. Sjálfir segjast Úkraínumenn hafa notað vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á skotmörk á Svartahafi. Úkraínumenn segja Rússa hafa eyðilagt vöruhús í Odesa í gær, sem geymdi matvæli. Tyrkir segja viðræður við Svía og Finna um aðild síðarnefndu að Atlantshafsbandalaginu enn standa yfir. Þeir gera ekki ráð fyrir að niðurstaða fáist í þær fyrir ráðstefnu Nató í næsta mánuði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira