Mikil aðsókn í opna húsið Bjarki Sigurðsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. júní 2022 14:04 Það myndaðist löng röð fyrir utan Álfabakka 14a klukkan 13 þegar bólusetningar hófust. Vísir/Egill Í dag hófst aftur opið hús í bólusetningar gegn Covid-19 fyrir áttatíu ára og eldri og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Yfirmaður hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mun fleiri hafi mætt en búist var við. Tala þeirra sem veikjast alvarlega í kjölfar Covid-19 smits hefur farið hækkandi seinustu daga, þá sérstaklega meðal þeirra sem eru áttatíu ára og eldri og eiga eftir að fá fjórða skammtinn af bóluefni. Því var opið hús í bólusetningu í Álfabakka 14a fyrir þann hóp og þá sem eru í áhættuhóp vegna undirliggjandi sjúkdóma. Það kom Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur á óvart hversu margir mættu í dag.Vísir/Egill „Þetta var miklu meiri aðsókn en við áttum von á, gleðilegt að fólk sé að taka við sér og koma í fjórða skammtinn. Við erum strax á fyrsta hálftímanum búin að taka við fimm hundruð manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Þó geta sömu hópar enn pantað tíma hjá sinni heilsugæslu í bólusetningu. Opna húsið er einungis hugsað sem viðbót. „Við erum með nítján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem allir eru að taka þátt í bólusetningum og þetta átti bara að vera auka úrræði. Það eru margir sem vilja koma án þess að hringja, panta tíma og bóka og það var greinilega að virka í dag. Við þurfum að halda svona opin hús oftar,“ segir Ragnheiður. Bólusetningarýmið í Álfabakka.Vísir/Egill Mikill fjöldi fólks mætti á opna húsið og myndaðist löng röð í rigningunni fyrir utan Álfabakka. Aðsóknin kom Ragnheiði á óvart þar sem það hefur verið dræm mæting í bólusetningar á heilsugæslustöðvunum hingað til. „Það hefur verið nóg af lausu plássi en Þórólfur kom í sjónvarpið og þetta hefur verið að aukast síðustu daga og Landspítalinn að segja frá og þetta virkar allt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. 20. júní 2022 14:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Tala þeirra sem veikjast alvarlega í kjölfar Covid-19 smits hefur farið hækkandi seinustu daga, þá sérstaklega meðal þeirra sem eru áttatíu ára og eldri og eiga eftir að fá fjórða skammtinn af bóluefni. Því var opið hús í bólusetningu í Álfabakka 14a fyrir þann hóp og þá sem eru í áhættuhóp vegna undirliggjandi sjúkdóma. Það kom Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur á óvart hversu margir mættu í dag.Vísir/Egill „Þetta var miklu meiri aðsókn en við áttum von á, gleðilegt að fólk sé að taka við sér og koma í fjórða skammtinn. Við erum strax á fyrsta hálftímanum búin að taka við fimm hundruð manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Þó geta sömu hópar enn pantað tíma hjá sinni heilsugæslu í bólusetningu. Opna húsið er einungis hugsað sem viðbót. „Við erum með nítján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem allir eru að taka þátt í bólusetningum og þetta átti bara að vera auka úrræði. Það eru margir sem vilja koma án þess að hringja, panta tíma og bóka og það var greinilega að virka í dag. Við þurfum að halda svona opin hús oftar,“ segir Ragnheiður. Bólusetningarýmið í Álfabakka.Vísir/Egill Mikill fjöldi fólks mætti á opna húsið og myndaðist löng röð í rigningunni fyrir utan Álfabakka. Aðsóknin kom Ragnheiði á óvart þar sem það hefur verið dræm mæting í bólusetningar á heilsugæslustöðvunum hingað til. „Það hefur verið nóg af lausu plássi en Þórólfur kom í sjónvarpið og þetta hefur verið að aukast síðustu daga og Landspítalinn að segja frá og þetta virkar allt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. 20. júní 2022 14:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. 20. júní 2022 14:57