Hvað má segja og hvað ekki: Lögregla rannsakar skrif um trans fólk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. júlí 2022 17:10 Lögregla hefur tekið skýrslu af Arnari Sverrissyni vegna kærunnar. Sumum finnst hér of langt gengið - öðrum ekki. vísir/samsett/einar/egill Lögmaður hefur áhyggjur af því að verið sé að færa mörk tjáningarfrelsis og hatursorðræðu of langt í átt að vinsælum pólitískt réttum viðhorfum. Skjólstæðingur hennar hefur verið kærður fyrir skrif um trans fólk sem Samtökin ’78 segja full af hatri og grafa undan tilvist þess. Hvað má segja og hvað ekki? Hvar liggja mörk tjáningarfrelsis og hatursorðræðu, sem er talin refsiverð og hægt að dæma fólk fyrir? „Það er bara í rauninni pólitísk ákvörðun hverju sinni hvar þau liggja. Og ég er hrædd um að það sé verið að færa þau of langt í þá átt að afturhaldssöm tjáning eða óvinsælar skoðanir verði flokkaðar sem eitthvað saknæmt og refsivert,“ segir Eva Hauksdóttir lögmaður. Margir eiga erfitt með að átta sig á þessum mörkum og reglulega reynir á þau fyrir dómstólum. Nú gæti það gerst aftur en lögreglu hefur borist kæra og hafið rannsókn á skrifum Arnars Sverrissonar sálfræðings um trans fólk. Eva er verjandi Arnars. vísir/einar Arnar grafi undan kerfinu Greinina sem um ræðir birti Arnar á Vísi fyrir tveimur árum. Hún ber titilinn Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ og vakti vægast sagt hörð viðbrögð, meðal annars frá trans teymi Landspítalans og í kjölfarið lenti Arnar í ritdeilum við konu að nafni Tanja Vigdísdóttir. Það er hún sem svo kærði Arnar fyrir hatursorðræðu. Lögreglan vísaði málinu frá í fyrstu en ríkissaksóknari sneri því við og gerði lögreglu að rannsaka málið. Arnar var svo kallaður til yfirheyrslu í þarsíðustu viku. Eva er verjandi Arnars. Henni þykir hann alls ekki gerast sekur um hatursorðræðu með skrifum sínum: „Nei, mér finnst það ekki. Hann er að lýsa skoðunum sem að mörgum finnst vera úreltar. Hann er að lýsa þeirri skoðun að kyn sé líffræðilegt. Hann er ekkert að ráðast á trans fólk. Hann er að gagnrýna þessa hugmyndafræði um það að kyn sé eitthvert félagslegt fyrirbæri,“ segir Eva. Við ræddum við Evu og Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóra Samtakanna ’78 um þessi flóknu mál í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Daníel er nefnilega ósammála Evu hvað þetta varðar. En hvað er það í greinaskrifum Arnars sem má flokka sem hatursorðræðu? Daníel tekur dæmi: „Hann segir til dæmis að karlkona verði ekki að eiginlegri konu og kvenkarl ekki að eiginlegum karli. Hvað erum við að tala nákvæmlega um hérna? Erum við að tala um það að trans konur séu ekki konur?“ spyr hann og nefnir fleiri dæmi um orðnotkun Arnars, sem talar til dæmis um „kynskiptiaðgerðir“, „kynvitundarbrenglun“ og „kynröskun“ í grein sinni. „Hann er að grafa undan ákveðnu kerfi sem við höfum búið til og til dæmis á Íslandi þá er þetta kerfi mjög gott og vandað. Og hann er líka að tala um „þessa miklu aukningu“, eins og þetta sé smitsjúkdómur eða annað. Sem er náttúrulega algjört bull,“ segir Daníel. Daníel segir að ekkert umburðarlyndi eigi að bera fyrir skrifum Arnars.vísir/egill Umburðarlyndi upp að vissu marki Samtökin hafa áður rekið og unnið sambærileg mál fyrir dómstólum. Þarna finnst Evu of langt gengið; fólk verði að geta sýnt úreltum viðhorfum eða skoðunum sem það er ósammála ákveðna þolinmæði og umburðarlyndi. „Maður hugsar oft þegar maður heyrir einhverjar skoðanir sem maður er ekki sammála eða manni finnst bara óþolandi, þá hugsar maður oft bara „æi þegiðu“. En það að lögreglan taki að sér að segja „æ, þegiðu“... það er annað mál. Það er svolítil hætta á þöggun og það er ekki lýðræðislegt,“ segir Eva. Þetta sé skaðlegt fyrir lýðræðislega umræðu í landinu. Hvað segja samtökin 78 við því? „Auðvitað ber maður ákveðið umburðarlyndi fyrir því að það er ákveðin heimsmynd einhverra einstaklinga sem er pínulítið brotin með því að tala um að nú getum við farið í kynstaðfestandi aðgerðir eða í kynleiðréttingu,“ segir Davíð. „En við sjáum að þetta er ekkert sérstaklega hættulegt og það er ekkert flókið að skilja þetta. Rauði þráðurinn í öllu okkar starfi er einfaldlega að leyfa fólki að vera nákvæmlega það sem það er. En svona skrif... ég ber ekkert umburðarlyndi fyrir þeim.“ Eins og fyrr segir hefur Arnar þegar verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu. Brátt kemur í ljós hvort ákæruvaldið og dómsvaldið séu sammála samtökunum um að hér eigi ekki að sýna skrifum hans umburðarlyndi. Lögreglumál Dómstólar Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sakamálarannsókn á skrifum Arnars sé árás á tjáningarfrelsið Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars Sverrissonar, segir það vera árás á tjáningarfrelsið að ríkissaksóknari hafi falið lögreglu að rannsaka skrif Arnars sem sakamál. Grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar og ofsókna gegn trans fólki. 20. júní 2022 14:08 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Hvað má segja og hvað ekki? Hvar liggja mörk tjáningarfrelsis og hatursorðræðu, sem er talin refsiverð og hægt að dæma fólk fyrir? „Það er bara í rauninni pólitísk ákvörðun hverju sinni hvar þau liggja. Og ég er hrædd um að það sé verið að færa þau of langt í þá átt að afturhaldssöm tjáning eða óvinsælar skoðanir verði flokkaðar sem eitthvað saknæmt og refsivert,“ segir Eva Hauksdóttir lögmaður. Margir eiga erfitt með að átta sig á þessum mörkum og reglulega reynir á þau fyrir dómstólum. Nú gæti það gerst aftur en lögreglu hefur borist kæra og hafið rannsókn á skrifum Arnars Sverrissonar sálfræðings um trans fólk. Eva er verjandi Arnars. vísir/einar Arnar grafi undan kerfinu Greinina sem um ræðir birti Arnar á Vísi fyrir tveimur árum. Hún ber titilinn Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ og vakti vægast sagt hörð viðbrögð, meðal annars frá trans teymi Landspítalans og í kjölfarið lenti Arnar í ritdeilum við konu að nafni Tanja Vigdísdóttir. Það er hún sem svo kærði Arnar fyrir hatursorðræðu. Lögreglan vísaði málinu frá í fyrstu en ríkissaksóknari sneri því við og gerði lögreglu að rannsaka málið. Arnar var svo kallaður til yfirheyrslu í þarsíðustu viku. Eva er verjandi Arnars. Henni þykir hann alls ekki gerast sekur um hatursorðræðu með skrifum sínum: „Nei, mér finnst það ekki. Hann er að lýsa skoðunum sem að mörgum finnst vera úreltar. Hann er að lýsa þeirri skoðun að kyn sé líffræðilegt. Hann er ekkert að ráðast á trans fólk. Hann er að gagnrýna þessa hugmyndafræði um það að kyn sé eitthvert félagslegt fyrirbæri,“ segir Eva. Við ræddum við Evu og Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóra Samtakanna ’78 um þessi flóknu mál í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Daníel er nefnilega ósammála Evu hvað þetta varðar. En hvað er það í greinaskrifum Arnars sem má flokka sem hatursorðræðu? Daníel tekur dæmi: „Hann segir til dæmis að karlkona verði ekki að eiginlegri konu og kvenkarl ekki að eiginlegum karli. Hvað erum við að tala nákvæmlega um hérna? Erum við að tala um það að trans konur séu ekki konur?“ spyr hann og nefnir fleiri dæmi um orðnotkun Arnars, sem talar til dæmis um „kynskiptiaðgerðir“, „kynvitundarbrenglun“ og „kynröskun“ í grein sinni. „Hann er að grafa undan ákveðnu kerfi sem við höfum búið til og til dæmis á Íslandi þá er þetta kerfi mjög gott og vandað. Og hann er líka að tala um „þessa miklu aukningu“, eins og þetta sé smitsjúkdómur eða annað. Sem er náttúrulega algjört bull,“ segir Daníel. Daníel segir að ekkert umburðarlyndi eigi að bera fyrir skrifum Arnars.vísir/egill Umburðarlyndi upp að vissu marki Samtökin hafa áður rekið og unnið sambærileg mál fyrir dómstólum. Þarna finnst Evu of langt gengið; fólk verði að geta sýnt úreltum viðhorfum eða skoðunum sem það er ósammála ákveðna þolinmæði og umburðarlyndi. „Maður hugsar oft þegar maður heyrir einhverjar skoðanir sem maður er ekki sammála eða manni finnst bara óþolandi, þá hugsar maður oft bara „æi þegiðu“. En það að lögreglan taki að sér að segja „æ, þegiðu“... það er annað mál. Það er svolítil hætta á þöggun og það er ekki lýðræðislegt,“ segir Eva. Þetta sé skaðlegt fyrir lýðræðislega umræðu í landinu. Hvað segja samtökin 78 við því? „Auðvitað ber maður ákveðið umburðarlyndi fyrir því að það er ákveðin heimsmynd einhverra einstaklinga sem er pínulítið brotin með því að tala um að nú getum við farið í kynstaðfestandi aðgerðir eða í kynleiðréttingu,“ segir Davíð. „En við sjáum að þetta er ekkert sérstaklega hættulegt og það er ekkert flókið að skilja þetta. Rauði þráðurinn í öllu okkar starfi er einfaldlega að leyfa fólki að vera nákvæmlega það sem það er. En svona skrif... ég ber ekkert umburðarlyndi fyrir þeim.“ Eins og fyrr segir hefur Arnar þegar verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu. Brátt kemur í ljós hvort ákæruvaldið og dómsvaldið séu sammála samtökunum um að hér eigi ekki að sýna skrifum hans umburðarlyndi.
Lögreglumál Dómstólar Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sakamálarannsókn á skrifum Arnars sé árás á tjáningarfrelsið Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars Sverrissonar, segir það vera árás á tjáningarfrelsið að ríkissaksóknari hafi falið lögreglu að rannsaka skrif Arnars sem sakamál. Grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar og ofsókna gegn trans fólki. 20. júní 2022 14:08 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Sakamálarannsókn á skrifum Arnars sé árás á tjáningarfrelsið Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars Sverrissonar, segir það vera árás á tjáningarfrelsið að ríkissaksóknari hafi falið lögreglu að rannsaka skrif Arnars sem sakamál. Grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar og ofsókna gegn trans fólki. 20. júní 2022 14:08
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent