Samdi lagið eftir að hafa dreymt að hún væri með risavaxið typpi sem úr yxu blóm Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. júní 2022 11:29 Salka Valsdóttir gengur undir listamannsnafninu neonme í nýju tónlistarverkefni. Blair Alexander Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sölku Valsdóttur, neonme, við lagið The Flower Phallus. Blaðamaður tók púlsinn á Sölku og fékk að heyra nánar frá laginu. Salka Valsdóttir hefur starfað við tónlist á Íslandi frá því árið 2013 og komið víða að í tónlistarheiminum. Ferill hennar hófst með hljómsveitinni Reykjavíkurdætur, en í þeirri sveit hefur Salka sinnt störfum á borð við pródúseringu, textaskrif, flutning, upptökustjórn, hljóðblöndun og masteringu. Árið 2016 stofnaði hún ásamt Jóhönnnu Rakel hljómsveitina CYBER og hefur sveitin gefið út tvær breiðskífur og þrjár smáskífur síðan hún hóf störf. Seinasta breiðskífa hljómsveitarinnar, VACATION, hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2020 sem plata ársins í flokki Rapp- og Hiphop tónlistar. View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) Salka útskrifaðist með diplómu úr hljóðtækninámi Tækniskólans árið 2017 og hefur síðan starfað við hin ýmsu störf tengd náminu. Hún hlaut nýverið Grímuverðlaunin fyrir gerð hljóðmyndar í sýningunni Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu. Síðastliðin þrjú ár hefur Salka svo unnið að sinni fyrstu sólóplötu undir nafninu neonme, en platan, sem ber nafnið Premiere, er væntanleg í haust. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Hvenær byrjaðir þú að þróa þetta sóló project, neonme, og hvaðan kemur nafnið?Verkefnið hafðist fyrir um það bil þremur árum. Ég byrjaði að semja mikið af textum sem virkuðu ekki beint eins og CYBER eða Reykjavíkurdætra textar og ég hafðist fyrir vikið við að þróa hljóðheima í kringum textana. Úr varð tónlist sem líktist engu sem ég hef áður gert svo það varð ljóst fyrir mér að ég þyrfti að gefa tónlistina út undir nýju nafni. Nafnið kom til mín á LungA 2019 þar sem ég klæddist hnéháum neongulum stígvélum. Vinkona mín lýsti stígvélunum sem neon knee highs og mér þóttu orðin svo falleg saman. Hægt og rólega þróaðist nafnið yfir í neonme sem lýsir ýktu sjálfi eða stækkuðu. View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) Myndirðu segja að þetta sé ólíkt því sem þú hefur gert áður?Tónlistin er mjög ólík öllu sem ég hef áður gert. Hún líkist kannski helst því sem ég hef unnið að í leikhúsum síðustu ár. Tónlistin er mjög sérstök blanda af rökkur poppi, rómantískri óperu og avant poppi, en fer líka á köflum út í progg og ýmislegt annað. Þessi tónlist líkist í raun ekki neinu sem ég hef heyrt áður svo það er erfitt að lýsa henni. Hvaðan sækirðu innblástur fyrir laginu The Flower Phallus? Ég byrjaði að skrifa The Flower Phallus eftir að hafa dreymt í nokkrar nætur í röð að ég væri með risavaxið typpi sem úr yxu blóm. Ég sagði þáverandi kærustunni minni frá draumunum og hún túlkaði þá sem úrvinnslu drauma um eigið kynferði sem mér þótti mjög áhugavert. Ég byrjaði að útsetja lagið úr hljóðum sem mér þóttu tákna þessi tvö öfl: blómin og typpið. Grunnurinn að laginu er því hannaður úr upptökum af blómvendi sem þáverandi kærasta mín hafði nýlega gefið mér og upptökum af titraranum mínum. Ég hélt svo áfram að byggja hljóðheiminn úr hljóðum sem mér þóttu annaðhvort vera mjög lífræn og mjúk (kvenleg) eða mjög hörð og stafræn (karlæg). Úr varð lagið The Flower Phallus. View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) Hvernig hefur ferlið gengið við gerð tónlistarmyndbandsins? Tónlistarmyndbandið var unnið í samstarfi við Blair Alexander Massie og Katrínu Helgu Andrésdóttur. Okkur langaði að ná utan um þessa tvo heima, heim blómanna og heim typpisins, í myndbandinu og er það því nokkuð tvískipt. Við fengum að nota rými í Ásmundarsal fyrir blómaheiminn þar sem sýning eftir Söru Björg Bjarnadóttur var uppi. Á sýningunni hafði Sara fyllt gryfju af pastellituðum svömpum sem hún var svo æðisleg að leyfa okkur að vinna með í myndbandinu. Ég fékk síðan Sól Hansdóttur fatahönnuð til þess að hanna á mig kjól úr svömpum í sama lit. Fyrir heim typpisins fengum við að taka upp í Sundhöllinni þar sem ég klæddist risavöxnum plastkjól eftir mömmu mína, Ilmi Stefánsdóttur. Ekki nóg með að hún hannaði kjól á mig, hún hannaði einnig risavaxið plasttyppi sem kemur fyrir í myndbandinu. Við skemmtum okkur konunglega við gerð myndbandsins og erum sjúklega ánægð með útkomuna. View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) Lagið er leyst út af INNI Records, útgáfufélagi í eigu Atla Örvarssonar og Colm O'Herlihy. Tónlist Tengdar fréttir Horfist í augu við ótta sinn á kóngulóm með nýju tónlistarverkefni Tónlistarkonan Herdís Stefánsdóttir var að senda frá sér lagið Be Human undir listamannsnafninu Kónguló. Herdís hefur komið víða að í tónlistarheiminum bæði hérlendis sem og erlendis en þetta er fyrsta útgáfa hennar sem sóló listamaður. Blaðamaður tók púlsinn á Herdísi og fékk að heyra nánar frá þessu nýja tónlistarverkefni. 10. júní 2022 14:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Salka Valsdóttir hefur starfað við tónlist á Íslandi frá því árið 2013 og komið víða að í tónlistarheiminum. Ferill hennar hófst með hljómsveitinni Reykjavíkurdætur, en í þeirri sveit hefur Salka sinnt störfum á borð við pródúseringu, textaskrif, flutning, upptökustjórn, hljóðblöndun og masteringu. Árið 2016 stofnaði hún ásamt Jóhönnnu Rakel hljómsveitina CYBER og hefur sveitin gefið út tvær breiðskífur og þrjár smáskífur síðan hún hóf störf. Seinasta breiðskífa hljómsveitarinnar, VACATION, hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2020 sem plata ársins í flokki Rapp- og Hiphop tónlistar. View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) Salka útskrifaðist með diplómu úr hljóðtækninámi Tækniskólans árið 2017 og hefur síðan starfað við hin ýmsu störf tengd náminu. Hún hlaut nýverið Grímuverðlaunin fyrir gerð hljóðmyndar í sýningunni Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu. Síðastliðin þrjú ár hefur Salka svo unnið að sinni fyrstu sólóplötu undir nafninu neonme, en platan, sem ber nafnið Premiere, er væntanleg í haust. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Hvenær byrjaðir þú að þróa þetta sóló project, neonme, og hvaðan kemur nafnið?Verkefnið hafðist fyrir um það bil þremur árum. Ég byrjaði að semja mikið af textum sem virkuðu ekki beint eins og CYBER eða Reykjavíkurdætra textar og ég hafðist fyrir vikið við að þróa hljóðheima í kringum textana. Úr varð tónlist sem líktist engu sem ég hef áður gert svo það varð ljóst fyrir mér að ég þyrfti að gefa tónlistina út undir nýju nafni. Nafnið kom til mín á LungA 2019 þar sem ég klæddist hnéháum neongulum stígvélum. Vinkona mín lýsti stígvélunum sem neon knee highs og mér þóttu orðin svo falleg saman. Hægt og rólega þróaðist nafnið yfir í neonme sem lýsir ýktu sjálfi eða stækkuðu. View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) Myndirðu segja að þetta sé ólíkt því sem þú hefur gert áður?Tónlistin er mjög ólík öllu sem ég hef áður gert. Hún líkist kannski helst því sem ég hef unnið að í leikhúsum síðustu ár. Tónlistin er mjög sérstök blanda af rökkur poppi, rómantískri óperu og avant poppi, en fer líka á köflum út í progg og ýmislegt annað. Þessi tónlist líkist í raun ekki neinu sem ég hef heyrt áður svo það er erfitt að lýsa henni. Hvaðan sækirðu innblástur fyrir laginu The Flower Phallus? Ég byrjaði að skrifa The Flower Phallus eftir að hafa dreymt í nokkrar nætur í röð að ég væri með risavaxið typpi sem úr yxu blóm. Ég sagði þáverandi kærustunni minni frá draumunum og hún túlkaði þá sem úrvinnslu drauma um eigið kynferði sem mér þótti mjög áhugavert. Ég byrjaði að útsetja lagið úr hljóðum sem mér þóttu tákna þessi tvö öfl: blómin og typpið. Grunnurinn að laginu er því hannaður úr upptökum af blómvendi sem þáverandi kærasta mín hafði nýlega gefið mér og upptökum af titraranum mínum. Ég hélt svo áfram að byggja hljóðheiminn úr hljóðum sem mér þóttu annaðhvort vera mjög lífræn og mjúk (kvenleg) eða mjög hörð og stafræn (karlæg). Úr varð lagið The Flower Phallus. View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) Hvernig hefur ferlið gengið við gerð tónlistarmyndbandsins? Tónlistarmyndbandið var unnið í samstarfi við Blair Alexander Massie og Katrínu Helgu Andrésdóttur. Okkur langaði að ná utan um þessa tvo heima, heim blómanna og heim typpisins, í myndbandinu og er það því nokkuð tvískipt. Við fengum að nota rými í Ásmundarsal fyrir blómaheiminn þar sem sýning eftir Söru Björg Bjarnadóttur var uppi. Á sýningunni hafði Sara fyllt gryfju af pastellituðum svömpum sem hún var svo æðisleg að leyfa okkur að vinna með í myndbandinu. Ég fékk síðan Sól Hansdóttur fatahönnuð til þess að hanna á mig kjól úr svömpum í sama lit. Fyrir heim typpisins fengum við að taka upp í Sundhöllinni þar sem ég klæddist risavöxnum plastkjól eftir mömmu mína, Ilmi Stefánsdóttur. Ekki nóg með að hún hannaði kjól á mig, hún hannaði einnig risavaxið plasttyppi sem kemur fyrir í myndbandinu. Við skemmtum okkur konunglega við gerð myndbandsins og erum sjúklega ánægð með útkomuna. View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) Lagið er leyst út af INNI Records, útgáfufélagi í eigu Atla Örvarssonar og Colm O'Herlihy.
Tónlist Tengdar fréttir Horfist í augu við ótta sinn á kóngulóm með nýju tónlistarverkefni Tónlistarkonan Herdís Stefánsdóttir var að senda frá sér lagið Be Human undir listamannsnafninu Kónguló. Herdís hefur komið víða að í tónlistarheiminum bæði hérlendis sem og erlendis en þetta er fyrsta útgáfa hennar sem sóló listamaður. Blaðamaður tók púlsinn á Herdísi og fékk að heyra nánar frá þessu nýja tónlistarverkefni. 10. júní 2022 14:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Horfist í augu við ótta sinn á kóngulóm með nýju tónlistarverkefni Tónlistarkonan Herdís Stefánsdóttir var að senda frá sér lagið Be Human undir listamannsnafninu Kónguló. Herdís hefur komið víða að í tónlistarheiminum bæði hérlendis sem og erlendis en þetta er fyrsta útgáfa hennar sem sóló listamaður. Blaðamaður tók púlsinn á Herdísi og fékk að heyra nánar frá þessu nýja tónlistarverkefni. 10. júní 2022 14:31