Lífið

Hail­ey Bieber lög­sótt vegna húð­vöru­merkisins R­hode

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hailey Bieber lögsótt vegna húðvörumerkis.
Hailey Bieber lögsótt vegna húðvörumerkis. Getty/Gotham / Contributor

Hailey Bieber hefur verið kærð af tískufyrirtæki fyrir notkun á skrásettu vörumerki þess, Rhode en nýtt húðvörumerki Bieber ber einnig það nafn. Tískufyrirtækið er töluvert eldra en það var stofnað árið 2013.

Stofnendur tískufyrirtækisins Rhode segja að Bieber hafi nálgast sig og reynt að eignast vörumerki þeirra en þær hafi hafnað tilboðinu. Þær segja Bieber hafa gert sér grein fyrir því að erfitt yrði fyrir merkin tvö að deila nafninu. Þetta kemur fram í umfjöllun E News um málið.

Nú á dögunum kynnti Bieber nýja húðvörumerkið sitt sem ber einnig nafnið Rhode, nafnið eiga hún og móðir hennar sameiginlegt en þær bera það sem millinafn.

Stofnendur tískufyrirtækisins segja að samfélagsmiðlaherferð Bieber muni drekkja fyrirtæki þeirra þar sem lítið verði úr viðveru vörumerkisins hvað varðar sýnileika, en Bieber er með meira en 45 milljónir fylgjenda á Instagram, 9,2 milljónir á Tiktok og 1,7 milljónir á YouTube.

Í yfirlýsingu á Instagram segja eigendur tískufyrirtækisins harma að þurfa að grípa til lögsóknar en það verði þær að gera til þess að vernda vörumerkið sem að sé þeim mjög kært.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.