„Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 12:00 Íslenska liðið hefur þróað sinn leikstíl vel undir stjórn Þorsteins Halldórssonar en fram undan eru þung próf á EM í Englandi. Getty/Oliver Hardt Harpa Þorsteinsdóttir segir að það eigi ekki lengur við íslenska kvennalandsliðið í fótbolta að liggja bara í vörn gegn sterkum mótherjum. Hún telur Ísland eiga að geta stjórnað leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu á EM í næsta mánuði. Leikaðferð Íslands var til umræðu í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Helena Ólafsdóttir spurði Hörpu hvernig hún teldi að Ísland myndi nálgast sína leiki. „Ég held að undirbúningurinn sé búinn að vera gríðarlega góður og það er sérvalið fólk í hverju rými sem er búið að liggja yfir leikgreiningum og þess háttar. Ég held að við munum því alltaf bara fara í leiki með það upplegg sem hentar hverju sinni,“ sagði Harpa. Ísland mætir Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast svo áfram í 8-liða úrslit. Klippa: Bestu mörkin - Leikaðferð landsliðsins „Auðvitað komum við til með að liggja til baka á móti Frökkum. Annað væri bara ótrúleg bjartsýni. En á móti Belgíu finnst mér að við eigum að vera stærra liðið í þeim leik. Þar erum við að fara að stjórna og halda í boltann, og þurfum að vera virkilega klókar í öllum okkar aðgerðum. Gegn Ítalíu sömuleiðis. Ég lít þannig á þessa tvo leiki [gegn Belgíu og Ítalíu] að það séu leikir þar sem við munum alls ekki liggja til baka og spila einhverja gamla íslenska leið. Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur. Við erum farnar að vera mikið betur spilandi, farnar að tengja mikið betur á milli „línanna“ [línu varnarmanna, miðjumanna og sóknarmanna] en við gerðum bara fyrir tíu árum síðan. Það skilar sér inn í liðið hvað við erum með marga leikmenn sem eru að spila á hæsta getustigi úti um allan heim. Það skilar sér í sjálfstrausti og í að geta farið eftir því uppleggi sem núna er lagt upp með,“ segir Harpa. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Leikaðferð Íslands var til umræðu í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Helena Ólafsdóttir spurði Hörpu hvernig hún teldi að Ísland myndi nálgast sína leiki. „Ég held að undirbúningurinn sé búinn að vera gríðarlega góður og það er sérvalið fólk í hverju rými sem er búið að liggja yfir leikgreiningum og þess háttar. Ég held að við munum því alltaf bara fara í leiki með það upplegg sem hentar hverju sinni,“ sagði Harpa. Ísland mætir Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast svo áfram í 8-liða úrslit. Klippa: Bestu mörkin - Leikaðferð landsliðsins „Auðvitað komum við til með að liggja til baka á móti Frökkum. Annað væri bara ótrúleg bjartsýni. En á móti Belgíu finnst mér að við eigum að vera stærra liðið í þeim leik. Þar erum við að fara að stjórna og halda í boltann, og þurfum að vera virkilega klókar í öllum okkar aðgerðum. Gegn Ítalíu sömuleiðis. Ég lít þannig á þessa tvo leiki [gegn Belgíu og Ítalíu] að það séu leikir þar sem við munum alls ekki liggja til baka og spila einhverja gamla íslenska leið. Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur. Við erum farnar að vera mikið betur spilandi, farnar að tengja mikið betur á milli „línanna“ [línu varnarmanna, miðjumanna og sóknarmanna] en við gerðum bara fyrir tíu árum síðan. Það skilar sér inn í liðið hvað við erum með marga leikmenn sem eru að spila á hæsta getustigi úti um allan heim. Það skilar sér í sjálfstrausti og í að geta farið eftir því uppleggi sem núna er lagt upp með,“ segir Harpa.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira